diff --git "a/data/isl_Latn/newstest2019-ref.isl.txt" "b/data/isl_Latn/newstest2019-ref.isl.txt" new file mode 100644--- /dev/null +++ "b/data/isl_Latn/newstest2019-ref.isl.txt" @@ -0,0 +1,1997 @@ +Velskir ráðsmenn hafa áhyggjur af því að „líta út eins og flón“ +Uggur er í sumum ráðsmönnum vegna tillögu um að láta breyta titli þeirra í MWP (Member of the Welsh Parliament, meðlimur velska þingsins). +Áhyggjurnar eru komnar til vegna áætlunar um að breyta heiti ráðsins í velska þingið. +Ráðsmenn úr öllum flokkum eru áhyggjufullir yfir því að það gæti gert þá að athlægi. +Einn ráðsmaður úr verkamannaflokknum sagði að flokkurinn hans hefði áhyggjur því að „það rímar við Twp og Pwp.“ +Fyrir lesendur sem búa utan Wales: á velsku þýðir twp vitlaus og pwp þýðir saur. +Ráðsmaður úr flokknum Plaid Cymru sagði að flokkurinn í heild væri „óánægður“ og hafi komið með aðrar tillögur að heitinu. +Ráðsmaður úr velska íhaldsflokknum sagði að hans flokkur hefði „opinn huga“ um nafnabreytinguna, en benti á að það væri ekki mikill munur á orðinu MWP og Muppet (flón). +Í þessu samhengi má taka fram að velski stafurinn w er borinn svipað fram og u á íslensku. +Ráðið, sem vinnur nú að lagafrumvarpi til að leggja fram nafnabreytingarnar sagði: „Lokaákvörðunin um öll heiti sem höfð eru yfir meðlimi ráðsins mun auðvitað liggja hjá meðlimunum sjálfum.“ +Löggjöfin um ríkisstjórn Wales (The Government of Wales Act 2017) gaf velska ráðinu vald til að breyta nafni sínu. +Í júní gaf ráðið út niðurstöður skoðanakönnunar meðal almennings sem sýndi mikinn stuðning fyrir að kalla ráðið velska þingið. +Hvað varðar titil ráðsmanna, þá valdi ráðið WMP (Welsh Parliament members, velskir þingmenn) en MWP hlaut mestan stuðning hjá almenningi í skoðanakönnunum. +Samkvæmt fréttum leggja ráðsmenn nú fram aðrar tillögur, en það gæti reynst erfitt að ná samkomulagi fyrir formann ráðsins, Elin Jones, sem á að leggja fram frumvarp um breytingarnar innan fáeinna vikna. +Frumvarpið um umbæturnar mun einnig fela í sér aðrar breytingar á því hvernig ráðið vinnur, þar á meðal reglur um brottrekstur ráðsmanna og skipulag nefndarkerfisins. +Ráðsmenn munu geta greitt lokaatkvæði um titil sinn þegar umræður um frumvarpið hefjast. +Makedóníubúar ganga til atkvæða í kosningum um nafnabreytingu á landinu +Kjósendur munu greiða atkvæði á sunnudaginn um hvort eigi að breyta nafninu á landinu þeirra í „Lýðveldi Norður-Makedóníu.“ +Þetta mál var lagt undir atkvæði í tilraun til að leysa áratugalangan ágreining við nágrannalandið Grikkland, sem hefur sitt eigið hérað með nafninu Makedónía. +Aþenuborg hefur lengi haldið því fram að nafn nágranna þeirra í norðri jafngildi kröfu á landsvæði hennar og hefur margoft mótmælt umsóknum þeirra um aðild að ESB og Nató. +Forseti Makedóníu, Gjorge Ivanov, sem er ósammála atkvæðagreiðslunni um nafnabreytinguna, hefur sagt að hann muni ekki líta á kosningarnar sem gildar. +Stuðningsmenn atkvæðagreiðslurnar, þar á meðal Zoran Zaev forsætisráðherra, hafa hins vegar sagt að nafnabreytingin sé einfaldlega verðið sem þurfi að greiða til að fá aðild að ESB og Nató. +Kirkjuklukkur St. Martin hljóðna er kirkjur í Harlem eiga í erfiðleikum +„Eldra fólkið sem ég hef talað við sagði að áður fyrr mátti finna bar og kirkju á hverju götuhorni,“ sagði hr. Adams. +„Í dag er hvorugt að finna þar.“ +Hann sagði það vera skiljanlegt að börum færi fækkandi. +„Fólk hefur aðrar leiðir til að hittast“ nú til dags, sagði hann. +„Barir eru ekki lengur miðstöðvar hverfisins þar sem fólk kemur saman reglulega.“ +Hvað kirkjurnar varðar hefur hann áhyggjur af því að féð sem aflast frá sölu eigna muni ekki endast eins lengi og leiðtogar ætlast til „og fyrr eða síðar verða þeir aftur á upphafsreit.“ +Hann bætti því við að mögulega væri kirkjum skipt út fyrir íbúðarhúsnæði sem væru full af fólki sem mun ekki aðstoða við að bjarga eftirstandandi griðastöðum nágrennisins. +„Langstærstur meirihluti fólks, sem kaupir íbúðir í þessum byggingum verður hvítur,“ sagði hann, „og mun þar af leiðandi flýta fyrir að þessum kirkjum verði lokað fyrir fullt og allt, því það er ólíklegt að flest fólkið sem flytur í þessar íbúðir gerist meðlimir í þessum kirkjum.“ +Báðar kirkjurnar voru byggðar af hvítum söfnuðum áður en Harlem varð miðstöð svartra - Metropolitan Community kirkjan var byggð árið 1870, og St. Martin‘s kirkjan áratug síðar. +Upphaflegi hvíti meþódistasöfnuðurinn fluttist brott á fjórða áratugnum. +Söfnuður þeldökkra sem hafði starfað í nágrenninu tók yfir bygginguna. +Söfnuður þeldökkra tók yfir St. Martin‘s kirkjuna undir leiðsögn séra Johns Howards Johnson sem hafði frumkvæði að því að sniðganga verslunarmenn á 125. stræti, aðalverslunargötu Harlem, sem þráuðust við að ráða þeldökka starfsmenn eða veita þeim stöðuhækkanir. +Byggingin skemmdist alvarlega í eldsvoða árið 1939, en meðlimir í söfnuði séra Johnsons gerðu áætlanir um að endurbyggja hana og létu þeir einnig smíða klukknaspilið. +Séra David Johnson, sonur og eftirmaður séra Johnson kallaði klukknaspilið stoltur „klukkur fátæka fólksins.“ +Sérfræðingurinn sem spilaði á klukknaspilið í júlí kallaði það öðru nafni: „Menningarfjársjóð“ og „einstakt sögulegt hljóðfæri.“ +Sérfræðingurinn, Tiffany Ng frá háskólanum í Michigan, tók einnig fram að þetta væri fyrsta klukknaspilið í heimi sem svartur tónlistarmaður, Dionisio A. Lind, spilaði á, en hann flutti sig yfir á stærra klukknaspil í Riverside kirkjunni fyrir 18 árum. +Hr. Merriweather sagði að St. Martin hefði ekki fengið neinn annan í hans stað. +Síðastliðna mánuði hafa fjölmargir arkitektar og verktakar lagt leið sína til St. Martin, sumir ráðnir af leiðtogum kirkjunnar og aðrir af biskupadæminu. +Kirkjuráðið - sem hefur umsjón með sókninni og er skipað kirkjuleiðtogum - skrifaði biskupadæminu í júlí og lýsti yfir áhyggjum sínum yfir því að biskupadæmið „myndi leitast við að koma kostnaðinum yfir á“ kirkjuráðið, jafnvel þótt að það hefði ekki átt þátt í ráðningu arkitektanna og verktakanna sem biskupadæmið sendi. +Sumir sóknarmeðlimir kvörtuðu yfir skorti á gegnsæi af hálfu biskupadæmisins. +Hákarl særir 13 ára dreng sem kafaði eftir humri í Kaliforníu +Að sögn yfirvalda réðist hákarl á 13 ára dreng og særði hann á laugardaginn þegar drengurinn var að kafa eftir humri í Kaliforníu á fyrsta degi humarveiðitímabilsins. +Árásin varð rétt fyrir klukkan sjö um morguninn nálægt Beacon‘s Beach ströndinni í Encinitas. +Chad Hammel sagði KSWB-TV í San Diego að hann hefði verið að kafa ásamt vinum í um það bil hálftíma á laugardagsmorgun þegar hann heyrði drenginn hrópa á hjálp og reri síðan yfir ásamt hópi annarra til að hjálpa við að ná honum upp úr vatninu. +Hammel sagði að hann hefði haldið í fyrstu að þetta væri eingöngu spenna yfir að hafa náð humri, en síðan „varð honum ljóst að drengurinn hrópaði „Ég var bitinn! +Ég var bitinn!“ +Allt viðbeinið á honum var rifið upp,“ sagði Hammel um það sem hann sá þegar hann kom að drengnum. +„Ég hrópaði á alla að koma sér upp úr vatninu: „Það er hákarl í vatninu!““ bætti Hammel við. +Drengurinn var fluttur með þyrlu til Rady-barnaspítalans í San Diego þar sem hann liggur alvarlega særður. +Ekki er vitað af hvaða tegund hákarlinn er sem réðist á drenginn. +Yfirmaður strandvarðanna, Larry Giles, sagði á fjölmiðlafundi að hákarl hefði sést á svæðinu nokkrum vikum áður, en hann var ekki af hættulegri tegund hákarla. +Giles bætti við að fórnarlambið hefði hlotið alvarlegan skaða á efri hluta líkamans. +Yfirvöld lokuðu strandaðgangi frá Ponto Beach ströndinni í Casablad til Swami‘s strandarinnar í Encinitas í 48 klukkutíma, í rannsóknar- og öryggisskyni. +Giles sagði að yfir 135 mismunandi tegundir hákarla væru á svæðinu, en flestar þeirra teljist ekki hættulegar. +Sainsbury‘s með áætlun um að hasla sér völl á snyrtivörumarkaði Bretlands +Sainsbury‘s ætlar að etja kappi við Boots, Superdrug og Debenhams með snyrtivöruhillum í verslunarmiðstöðvarstíl og með sérmenntuðu aðstoðarfólki. +Þetta er hluti af áætlun um að fara inn á snyrtivörumarkað Bretlands, sem er 2,8 milljarða punda virði og fer sífellt vaxandi á meðan sala á tísku- og heimilisvörum fer minnkandi. Stærri snyrtivöruhillurnar verða prófaðar í 11 verslunum um allt land og verða settar upp í fleiri verslunum á næsta ári ef vel gengur. +Fjárfesting í snyrtivörum er hluti af leið stórmarkaða til að nota hillupláss sem var áður nýtt af sjónvörpum, örbylgjuofnum og heimilisvörum. +Sainsbury‘s segist ætla að tvöfalda snyrtivöruúrval sitt í allt að 3000 vörutegundir, þar á meðal vörumerki á borð við Revlon, Essie, Tweezerman og Dr. PawPaw í fyrsta skipti. +Núverandi vörur frá L‘Oreal, Maybelline og Burt‘s Bees munu einnig fá aukið pláss með merktum svæðum svipuðum þeim sem má finna í verslunum eins og Boots. +Verslunin ætlar einnig að hefja aftur sölu á Boutique-snyrtivöruúrvali sínu svo að meirihluti varanna sé vegan-vænn, en yngri neytendur krefjast þess í æ meiri mæli. +Að auki mun ilmvatnsverslunin Fragrance Shop prófa vörustanda í tveimur verslunum Sainsbury‘s, sá fyrsti opnaði í Croydon í suður-London í síðustu viku og sá næsti mun opna í Selly Oak, Birmingham síðar á þessu ári. +Netverslun og aukin tilhneiging neytenda til að kaupa lítið magn af mat daglega í hverfisverslunum þýðir að stórmarkaðir þurfi að leggja meira á sig til að fá fólk til að koma til sín. +Mike Coupe, framkvæmdastjóri Sainsbury‘s, sagði að verslanirnar myndu líkjast verslunarmiðstöðvum í æ meira mæli er verslunarkeðjan reynir að berjast gegn lágvöruverslununum Aldi og Lidl með meiri þjónustu og öðrum vörum en matvælum. +Sainsbury‘s hefur sett Argos-búðir í hundruðir verslana og hefur einnig kynnt til sögunnar fjölda Habitat-búða frá því að báðar keðjurnar voru keyptar fyrir tveimur árum. Að þeirra sögn hefur það aukið sölu og gert kaupin arðbærari. +Fyrri tilraun verslunarinnar til að lífga upp á snyrtivöru- og lyfjadeildir sínar tókst ekki vel. +Sainsbury‘s prófaði samstarf við Boots í kringum árið 2000 en því lauk vegna ágreinings um hvernig ætti að deila tekjunum af sölu lyfja í stórmörkuðunum. +Nýja stefnan kemur í kjölfar þess að Sainsbury‘s seldi lyfjavöruverslanir sínar, sem voru 281 talsins, til Celesio, eiganda Lloyds-lyfjavöruverslananna, á 125 milljónir punda fyrir þremur árum. +Samkvæmt stefnunni mun Lloyds hafa hlutverk í þessum áætlunum með því að bæta við miklu úrvali af lúxushúðvörumerkjum, þar á meðal La Roche-Posay og Vichy, í fjórar verslanir. +Paul Mills-Hicks, markaðsstjóri Sainsbury‘s, sagði: „Við höfum gjörbylt útlitinu á snyrtivöruhillunum okkar til að bæta umhverfið fyrir viðskiptavinina. +Einnig höfum við fjárfest í sérstakri þjálfun fyrir starfsfólk sem verður innan handar til ráðleggingar. +Vörumerkjaúrvalið okkar er hannað til að uppfylla allar þarfir. Heillandi umhverfi og þægilegar staðsetningar gera okkur að spennandi snyrtivöruverslun sem umbreytir gömlum verslunarvenjum.“ +Peter Jones „ævareiður“ eftir að Holly Willoughby hættir við 11 milljóna punda samning +Peter Jones, stjarnan úr þáttunum Dragons Den, varð „ævareiður“ eftir að sjónvarpskynnirinn Holly Willoughby hætti við 11 milljóna punda samning við fyrirtæki hans til að einbeita sér að nýjum samningum við Marks og Spencer og ITV +Willoughby hefur engan tíma fyrir heimilisvöru- og fylgihlutavörumerki þeirra, Truly. +Fyrirtækinu hafði verið líkt við Goop, vörumerki Gwyneth Paltrow. +Willoughby, 37 ára kynnir í þáttunum This Morning, tilkynnti um ákvörðun sína á Instagram. +Holly Willoughby hefur skilið Peter Jones, stjörnuna úr Dragons‘ Den, eftir með sárt ennið með því að hætta við þátttöku í vinsælu lífsstílsfyrirtæki á seinustu stundu til að einbeita sér að nýjum og ábatasömum samningum við Marks & Spencer og ITV. +Heimildir segja Jones hafa verið „ævareiðan“ á erfiðum fundi á þriðjudag í höfuðstöðvum viðskiptaveldis síns í Marlow, Buckinghamshire þegar sjónvarpskonan vinsæla viðurkenndi hún hafi ekki nægan tíma fyrir heimilisvöru- og fylgihlutavörumerkið Truly vegna nýju samninganna sem eru virði allt að 1,5 milljóna punda. +Fyrirtækinu hefur verið líkt við Goop, vörumerki Gwyneth Paltrow, og var ætlað að tvöfalda eignir Willoughby, en áætlað verðmæti þeirra er 11 milljónir punda. +Þegar Willoughby, 37 ára, tilkynnti á Instagram að hún ætlaði að draga sig út úr Truly flaug Jones frá Bretlandi til að dvelja á einu af mörgum sumarheimilum sínum. +Heimildarmaður sagði svo frá: „Truly var langefst á forgangslista Holly. +Þetta átti að vera framtíðarverkefni hennar sem myndi afla henni tekna næstu tvo áratugina. +Ákvörðun hennar um að hætta kom öllum algjörlega í opna skjöldu. +Enginn gat trúað því sem gerðist á þriðjudaginn, það var svo stutt í að línan færi á markað. +Það er fullur lager af vörum í höfuðstöðvum Marlow sem eru tilbúnar til að fara í sölu.“ +Sérfræðingar telja að brotthvarf This Morning kynnisins, sem er á meðal vinsælustu stjarna Bretlands, geti kostað fyrirtækið milljónir vegna mikilla vörufjárfestinga, allt frá púðum og kertum yfir í fatnað og heimilisvörur, og mögulega valdið frekari töfum á því að vörulínan fari í sölu. +Einnig gæti þetta þýtt endalok langrar vináttu. +Willoughby, þriggja barna móðir, og eiginmaður hennar, Dan Baldwin, hafa verið góðvinir Jones og Töru Capp, eiginkonu hans, í áratug. +Willoughby stofnaði Truly ásamt Capp árið 2016 og Jones, 52 ára, gekk til liðs við þær sem stjórnarformaður í mars. +Pörin eyða sumarfríum sínum saman og Jones á 40 prósenta hlut í fyrirtæki Baldwin, sem framleiðir sjónvarpsefni. +Willoughby verður opinber fulltrúi vörumerkisins M&S og mun koma í stað Ant McPartlin sem þáttastjórnandi ITV-þáttanna I’m a Celebrity. +Heimildarmaður náinn Jones sagði í gærkvöldi: „Við viljum ekki segja neitt um viðskiptamál hans.“ +Erfiðar umræður „og síðan urðum við ástfangnir“ +Hann gantaðist með gagnrýnina sem hann fengi frá fjölmiðlum, fyrir að segja eitthvað sem margir myndu telja óviðeigandi fyrir forseta, og fyrir að vera svo jákvæður í garð leiðtoga Norður-Kóreu. +Af hverju hefur Trump forseti gefið svona mikið eftir? +Sagði Trump og hermdi eftir rödd fréttamanns. +„Ég hef ekki gefið neitt eftir“. +Hann tók fram að Kim hefði áhuga á öðrum fundi eftir að Trump kallaði fyrsta fund þeirra í Singapúr í júní stórt skref í átt að kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. +Hins vegar hafa viðræður um að leggja niður kjarnorkuvopn stöðvast. +Meira en þremur mánuðum eftir júnífundinn í Singapúr sagði Ri Yong Ho, helsti sendiherra Norður-Kóreu, við alþjóðaleiðtoga á allsherjarþingi SÞ á laugardaginn að norðrinu hefði ekki borist „viðeigandi svar“ frá Bandaríkjunum við fyrstu skrefum Norður-Kóreu í átt að kjarnorkuafvopnun. +Hann sagði að í staðinn héldu Bandaríkin áfram uppi viðskiptabönnum í þeim tilgangi að viðhalda þrýstingi. +Trump var öllu jákvæðari í fundarræðu sinni. +„Okkur kemur stórvel saman við Norður-Kóreu,“ sagði hann. +„Við ætluðum að fara í stríð við Norður-Kóreu. +Milljónir einstaklinga hefðu týnt lífinu. +Núna er samband okkar frábært.“ +Hann sagði tilraunir sínar til að bæta sambandið við Kim hafa skilað jákvæðum árangri - eldflaugaprófanir hefðu hætt, gíslar hefðu verið látnir lausir og jarðneskum leifum bandarískra hermanna var skilað heim. +Einnig varði hann óvenjulega nálgun sína við að ræða um samband sitt við Kim. +„Það er svo auðvelt að haga sér eins og forseti, en í stað þess að hafa 10.000 manns fyrir utan að reyna að komast inn á troðfullan leikvang voru aðeins 200 manns sem stóðu þarna,“ sagði Trump og benti á fólksfjöldann fyrir framan sig. +Flóðbylgja og jarðskjálfti í Indónesíu valda miklum skemmdum á eyju, hundruð hafa farist +Eftir jarðskjálftann í Lombok, til dæmis, var alþjóðahjálparsamtökum sagt að þeirra væri ekki þörf. +Þrátt fyrir að yfir 10 prósent íbúa Lombok hafi þurft að flýja heimili sín var neyðarástandi ekki lýst yfir, en það er forsendan fyrir því að alþjóðasamtök geti hafið hjálparstarfsemi þar. +„Í mörgum tilfellum hafa þeir því miður tekið skýrt fram að þeir ætli ekki að biðja um aðstoð frá alþjóðasamtökum, svo að þetta er erfitt,“ sagði frk. Sumbung. +Þó svo að samtökin Save the Children séu að setja saman teymi til að ferðast til Palu er enn ekki víst hvenær erlendir hjálparstarfsmenn geti hafið störf á svæðinu. +Hr. Sutopo, talsmaður hamfarastofnunar landsins, sagði að indónesískir ráðamenn væru að meta ástandið í Palu til að sjá hvort að leyfa ætti alþjóðasamtökum að aðstoða við hjálparstarfið. +Miðað við hversu algengir jarðskjálftar eru í Indónesíu er landið sorglega illa undirbúið til að verjast náttúruöflunum. +Flóðbylgjuvarnir hafa verið reistar í Aceh en þær eru sjaldgæf sjón við aðrar strandlínur. +Svo virðist sem að vöntun á flóðbylgjuvarnarflautum í Palu hafi aukið enn á mannfall, jafnvel þó að aðvörun hafi verið gefin út. +Jafnvel við bestu aðstæður getur það verið áskorun að ferðast á milli hinna mörgu eyja í Indónesíu. +Náttúruhamfarir gera skipulagningu enn flóknari. +Sjúkraskip sem hefur legið við höfn í Lombok til að hlúa að fórnarlömbum jarðskjálftans er nú á leið til Palu, en það mun taka að minnsta kosti þrjá daga að komast á nýja slysstaðinn. +Joko Widodo forseti gerði það að aðalatriði kosningaherferðar sinnar að endurbæta niðurníddar samgönguleiðir Indónesíu og hefur hann lagt mikið fé í vegi og járnbrautir. +Skortur á fjármagni hefur þó plagað stjórn hr. Joko en kosningar verða haldnar á næsta ári. +Hr. Joko þarf einnig að glíma við viðvarandi spennu á milli trúarhópa í Indónesíu, þar sem meðlimir hins múslímska meirihluta hafa tileinkað sér íhaldssamari trúarstefnu. +Yfir 1000 manns létu lífið og tugir þúsunda urðu að yfirgefa heimili sín er gengi kristinna og múslima börðust á götum úti með sveðjum, bogum og örvum og öðrum frumstæðum vopnum. +Sjáðu: Daniel Sturridge, leikmaður Liverpool, jafnar á móti Chelsea +Daniel Sturridge bjargaði Liverpool frá því að tapa gegn Chelsea í úrvalsdeildinni með því að skora á 89. mínútu í leik laugardagsins á Stamford Bridge leikvanginum í London. +Sturridge fékk sendingu frá Xherdan Shaqiri um 30 metra frá marki Chelsea er lið hans var undir 1-0. +Hann rúllaði boltanum til vinstri og reyndi síðan skot að marki í átt að fjærstönginni. +Boltinn flaug hátt yfir markið og í átt að hægra horni þess. +Boltinn fór að lokum yfir Kepa Arrizabalaga, sem stökk upp, og í netið. +„Ég vildi bara reyna að komast í þessa stöðu, að ná boltanum, og leikmenn eins og Shaq spila hann alltaf eins framarlega og hægt er svo ég reyndi að skapa mér eins mikinn tíma og ég gat,“ sagði Sturridge við LiverpoolFC.com. +„Ég sá Kante koma og snerti einu sinni og hugsaði ekki svo mikið út í það, heldur tók bara skotið.“ +Chelsea var yfir 1-0 í hálfleik eftir að belgíska stjarnan Eden Hazard skoraði á 25. mínútu. +Í sókninni gaf Chelsea-sóknarmaðurinn boltann með hælspyrnu til Mateo Kovacic og spretti síðan frá miðjunni yfir á leikhelming Liverpool. +Kovacic lét boltann ganga snöggt á milli á miðjunni. +Síðan sendi hann boltann glæsilega áfram og sendi Hazard inn fyrir vítateig. +Hazard hljóp varnarmenn af sér og skoraði í fjærhornið með vinstrifótarskoti fram hjá Alisson Becker, markmanni Liverpool. +Liverpool leikur á móti Napólí í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar klukkan 15:00 á miðvikudag á San Paolo leikvanginum í Napólí á Ítalíu. +Chelsea leikur á móti Videoton í Evrópudeild UEFA klukkan 15:00 á fimmtudag í London. +Fjöldi látinna hækkar í 832 eftir flóðbylgju í Indónesíu +Fjöldi látinna af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Indónesíu hefur hækkað í 832 samkvæmt tilkynningu frá hamfarastofnun landsins snemma á sunnudag. +Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður stofnunarinnar, sagði á fréttamannafundi að fjöldi manns hefði grafist undir þegar byggingar hrundu í jarðskjálftanum sem varð á föstudag og var 7,5 stig á Richter-skalanum. Skjálftinn olli flóðbylgjum sem náðu allt að 6 metra hæð. +Borgin Palu, sem er með yfir 380.000 íbúa, var þakin braki frá byggingum sem höfðu hrunið. +Lögregla handtekur 32 ára mann, grunaðan um morð, eftir að kona var stungin til bana +Morðrannsókn hefur verið hafin eftir að lík konu fannst í Birkenhead, Merseyside í morgun. +44 ára kona með stungusár fannst klukkan 7:55 í morgun nálægt Grayson Mews á John Street og 32 ára maður var handtekinn, grunaður um morð. +Lögregla hefur hvatt fólk á svæðinu til að gefa sig fram ef það sá eða heyrði eitthvað. +Brian O’Hagan, rannsóknarfulltrúi, sagði: „Rannsóknin er rétt hafin en ég vil biðja alla þá sem voru í nágrenni við John Street í Birkenhead um að hafa samband við okkur ef þeir sáu eða heyrðu eitthvað grunsamlegt. +Einnig vil ég biðja alla, sérstaklega leigubílstjóra, sem gætu hafa náð einhverju á mynd með bílamyndavélum sínum um að hafa samband við okkur, því þeir gætu búið yfir mikilvægum upplýsingum fyrir rannsókn okkar.“ +Talsmaður lögreglunnar hefur staðfest að konan sem lést hafi búið í Birkenhead og að hún hafi fundist inni í íbúð. +Síðdegis í dag hefur fólk, sem taldi sig þekkja konuna, komið til að spyrja hvar hún fannst í morgun. +Rannsóknin heldur áfram og lögregla segist vinna að því að láta nánustu aðstandendur fórnarlambsins vita. +Leigubílstjóri, sem býr í Grayson Mews, reyndi að komast aftur í íbúð sína en lögregla sagði honum að enginn mætti koma inn í bygginguna eða fara úr henni. +Hann var orðlaus er hann uppgötvaði hvað hefði gerst. +Íbúum hefur nú verið sagt að margir klukkutímar gætu liðið þar til þeir mega fara aftur inn. +Lögreglumaður heyrðist segja við mann að allt svæðið teldist nú vera vettvangur glæps. +Grátandi kona kom á vettvang. +Hún endurtekur í sífellu: „Þetta er svo hræðilegt“. +Klukkan 14:00 voru tveir lögreglubílar fyrir innan merkt svæði lögreglunnar og einn bíll rétt fyrir utan það. +Fjöldi lögreglumanna stóð fyrir innan merkta svæðið og fylgdist með íbúðabyggingunum. +Hver sá sem gæti haft einhverjar upplýsingar er beðinn um að senda bein skilaboð á @MerPolCC, hringja í 101 eða hafa samband nafnlaust við Glæpalínuna í síma 0800 555 111 og gefa upp númerið 247 frá 30. september. +Stytta breska þingsins af Cromwell er nýjasta minnismerkið sem ásakað er um að „endurrita söguna“ +Bann styttunnar væri ljóðrænt réttlæti fyrir talíbanska eyðileggingu ofsatrúaðra púrítanskra fylgdarmanna hans á svo mörgum menningarlegum og trúarlegum djásnum Englands. +Cromwell-félagið sagði hins vegar að tillaga hr. Crick væri „fásinna“ og „tilraun til að endurrita söguna.“ +John Goldsmith, formaður Cromwell-félagsins, sagði: „Í umræðunni sem stendur yfir um að láta fjarlægja styttur var óumflýjanlegt að styttan af Oliver Cromwell fyrir utan Westminster-höllina yrði fyrir barðinu. +Andóf ensku borgarastyrjaldarinnar gegn menningartáknum var hvorki fyrirskipun né framkvæmd Cromwells. +Ef til vill yrði röngum Cromwell fórnað fyrir aðgerðir Thomas forföður hans á öldinni á undan. +Glæsileg styttan af Cromwell, eftir Sir William Hamo Thorneycroft, er til marks um tíðarandann á 19. öld og er hluti af sögu manns sem margir telja að eigi enn skilið lof. +Hr. Goldsmith sagði við The Sunday Telegraph: „Cromwell er talinn af mörgum, kannski frekar síðla á 19. öld heldur en í dag, hafa verið verndari þingsins á móti utanaðkomandi þrýstingi, í hans tilfelli konungsveldinu. +Það er enn mikið sögulegt ágreiningsefni hvort að þessi lýsing sé að öllu leyti rétt. +Hins vegar er það víst að átökin sem voru á miðri 17. öld hafa mótað þróun þjóðar okkar og að Cromwell er þekktur einstaklingur sem er fulltrúi einnar hliðar þeirra átaka. +Það er þess virði að hylla og minnast afreka hans sem verndara ríkisins.“ +Svín ræðst á kínverskan bónda og drepur hann +Svín réðist á kínverskan bónda og drap hann á markaði í suðvesturhluta Kína, samkvæmt fréttum frá staðnum. +Maðurinn, sem er eingöngu nefndur með eftirnafni sínu „Yuan“, fannst látinn með rofna slagæð og þakinn blóði nálægt stíu á markaðnum í Liupanshui í Guizhou-héraði, samkvæmt fréttum frá South China Morning Post á sunnudag. +Svínabóndi býr sig undir að sprauta bóluefni í svín í svínastíu hinn 30. maí, 2005 í Xining í Qinghai-héraði, Kína. +Að sögn hafði hann ferðast með frænda sínum frá nágrannahéraðinu Yunnan á miðvikudag til að selja 15 svín á markaðnum. +Næsta morgun fann frændinn hann látinn og sá að dyr inn í nálæga svínastíu stóðu opnar. +Hann sagði að inni í stíunni hefði verið stór göltur með blóðugan munn. +Réttarrannsókn staðfesti að 250 kg gölturinn hefði drepið bóndann, samkvæmt skýrslunni. +„Fætur frænda míns voru blóðugir og særðir,“ sagði frændinn, með eftirnafnið „Wu“, við Guiyang Evening News fréttastofuna. +Upptaka úr öryggismyndavél sýndi Yuan koma á markaðinn klukkan 4:40 um morguninn til að fóðra svínin sín. +Lík hans fannst um klukkutíma síðar. +Dýrið sem drap manninn var ekki í eigu Yuan eða frænda hans. +Eigandi markaðsins sagði við Evening News að svínið hefði verið læst inni svo að það réðist ekki á neinn annan á meðan lögregla safnaði sönnunargögnum á vettvangi. +Samkvæmt fréttum eiga fjölskylda Yuan og eigendur markaðsins í viðræðum um bætur fyrir andlát hans. +Til eru skrásett dæmi um að svín hafi ráðist á fólk, þótt það sé sjaldgæft. +Árið 2016 réðist svín á konu og eiginmann hennar á býli þeirra í Massachusetts og særði manninn alvarlega. +Tíu árum fyrr klemmdi 300 kg svín velskan bónda við dráttarvél þar til eiginkona hans fældi dýrið á brott. +Eftir að bóndi frá Oregon var étinn af svínunum sínum árið 2012 sagði annar bóndi frá Manitoba við CBC News að svín séu yfirleitt ekki árásargjörn, en að blóðbragð geti vakið upp árásargirni hjá þeim. +„Þau eru bara að leika sér. +Þau vilja gjarnan glefsa og eru forvitin... þau vilja ekki meiða neinn. +Þú verður bara að sýna þeim tilheyrandi virðingu,“ sagði hann. +Leifarnar af fellibylnum Rósu bera með sér mikla úrkomu yfir suðvesturhluta Bandaríkjanna +Eins og spáð var fer styrkur fellibylsins Rósu minnkandi er hann fer yfir svalari höf við norðurströnd Mexíkó. +Hins vegar mun Rósa bera með sér mikla úrkomu sem gæti valdið flóðum í norðurhluta Mexíkó og suðvesturhluta Bandaríkjanna á næstu dögum. +Rósa varð fellibylur í flokki 1, með vindstyrk upp á 136 km á klukkustund, klukkan 5 um morguninn að austurstrandartíma á sunnudaginn, og hann var staðsettur rúmlega 600 km suðvestur af Punta Eugenia, Mexíkó. +Áætlað er að Rósa fari í norðurátt á sunnudag. +Samtímis er lægð í myndun yfir Kyrrahafinu og mun hún fara austur í átt að vesturströnd Bandaríkjanna. Þegar Rósa kemur að Baja California-skaganum á mánudag sem hitabeltisstormur mun því fylgja mikill hitabeltisraki í norðurátt inn í suðvesturhluta Bandaríkjanna. +Rósu mun fylgja allt að 25 cm af úrkomu í sumum hlutum Mexíkó á mánudag. +Síðan mun hitabeltisrakinn blandast við lægðina sem nálgast og mynda mikla og víðfeðma úrkomu yfir suðvesturhlutanum á næstu dögum. +Staðbundin 2,5 til 10 cm úrkoma getur valdið hættulegum skyndiflóðum, hreyfingu á jarðvegi og mögulegum skriðum í eyðimörkinni. +Mikill hitabeltisraki mun valda allt að 5 til 10 cm af úrkomu á klukkutíma á sumum stöðum, sérstaklega í suðurhluta Nevada og Arizona. +Búist er við allt að 5 til 10 cm af úrkomu á sumum stöðum í suðvesturhlutanum, sérstaklega í mestöllu Arizona-fylki. +Möguleiki er á skyndiflóðum með snarversnandi aðstæðum vegna þess hve hitabeltisrigningar eru dreifðar. +Fólki er eindregið ráðlagt gegn því að fara fótgangandi út í eyðimörkina þegar hætta er á hitabeltisrigningu. +Mikil rigning getur breytt giljum í beljandi fljót og þrumuveður hafa í för með sér hvassviðri og rykstorma. +Lægðin sem nálgast mun bera með sér staðbundið úrhelli á vissum svæðum við strandlínu Suður-Kaliforníu. +Möguleiki er á rúmlega 1 cm af úrkomu sem gæti valdið smávægilegri hreyfingu á jarðvegi og hálku á vegum. +Þetta er fyrsta úrkoma svæðisins á regntímabilinu. +Nokkrar dreifðar hitabeltisskúrir munu byrja að nálgast Arizona seint á sunnudag og snemma mánudags, áður en úrkoma breiðist yfir stærra svæði seint á mánudag og þriðjudag. +Mikil úrkoma mun breiða úr sér yfir fjögur fylki á þriðjudag og endist út miðvikudag. +Búast má við miklum hitabreytingum í október alls staðar í Bandaríkjunum eftir því sem Norðurskautssvæðið fer kólnandi en hitabeltið helst áfram nokkuð hlýtt. +Stundum getur þetta valdið miklum hitasveiflum yfir stuttar vegalengdir. +Sjá mátti afar gott dæmi um mikinn hitamun í miðríkjum Bandaríkjanna á sunnudag. +Það er næstum 7 gráðu hitamunur á milli Kansas City, Missouri og Omaha, Nebraska, og á milli St. Louis og Des Moines í Iowa. +Næstu daga mun viðvarandi sumarylur reyna að byggjast upp og dreifa úr sér aftur. +Búist er við að stór hluti mið- og austurhluta Bandaríkjanna fái hlýja byrjun á október með hitastig í kringum 25 gráður eða meira frá sléttunum í suðri allt til norðausturríkjanna. +Hiti gæti farið upp í 25 gráður í New York borg á þriðjudag sem er um það bil 6 gráðum hærra en meðaltalið. +Langtímaveðurspá okkar bendir til þess að miklar líkur séu á hitastigi yfir meðaltali fyrir austurhluta Bandaríkjanna í fyrri hluta októbermánaðar. +Yfir 20 milljón manns fylgdust með yfirheyrslum yfir Brett Kavanaugh +Yfir 20 milljón manns horfðu á spennandi vitnisburð Brett Kavanaugh, tilnefnds hæstaréttardómara, á þriðjudaginn og vitnisburð Christine Blasey Ford, konunnar sem ásakaði hann um kynferðisbrot sem átti að hafa átt sér stað á 9. áratugnum. Vitnisburðurinn var sendur út á sex mismunandi rásum. +Á sama tíma hélt pólítísk pattstaðan áfram og sjónvarpsstöðvar gerðu hlé á reglulegri dagskrá til að birta nýjustu fréttir á föstudaginn: Jeff Flake, öldungardeildarþingmaður frá Arizona, lagði fram frumvarp til að FBI gæti rannsakað ásakanirnar í eina viku. +Ford sagði við dómsmálanefnd öldungadeildarinnar að hún væri þess fullviss að Kavanaugh hefði káfað á henni drukkinn og reynt að afklæða hana í skólapartýi. +Kavanaugh sagði í tilfinningaríkum vitnisburði að hann væri þess fullviss að það hefði ekki gerst. +Líklegt er að fleira fólk hafi horft á réttarhöldin en þær 20,4 milljónir sem Nielsen sagði frá að hefðu fylgst með á föstudag. +Fyrirtækið mældi meðaláhorf á sjónvarpsrásirnar CBS, ABC, NBC, CNN, Fox News Channel og MSNBC. +Tölur voru ekki tiltækar strax fyrir aðrar sjónvarpsrásir sem sýndu yfirheyrslurnar, þar á meðal PBS, C-SPAN og Fox Business Network. +Einnig á Nielsen yfirleitt í vandræðum með að mæla áhorf fólks á skrifstofum. +Til að setja þetta í samhengi er þessi áhorfendahópur svipaður að stærð og fyrir úrslitaleik í fótbolta eða Óskarsverðlaunahátíðina. +Samkvæmt Nielsen horfðu flestir á yfirheyrslurnar, sem tóku allan daginn, á Fox News Channel eða 5,69 milljónir. Álitsgjafar þeirrar rásar hafa stutt tilnefningu Kavanaugh dyggilega. +ABC var í öðru sæti með 3,26 milljónir áhorfenda. +CBS var með 3,1 milljón, NBC var með 2,94 milljónir, MSNBC var með 2,89 milljónir og CNN var með 2,52 milljónir, samkvæmt Nielsen. +Áhugi var áfram mikill eftir réttarhöldin. +Flake var miðpunktur hildarleiksins á föstudag. +Eftir að skrifstofa þessa þingmanns Repúblíkanaflokksins gaf út tilkynningu um að hann myndi kjósa Kavanaugh í hag náðu tökumenn CNN og CBS myndum af því þegar mótmælendur gerðu aðhróp að honum á föstudagsmorgun, er hann reyndi að fara inn í lyftu til að komast á fund hjá dómsmálanefndinni. +Hann stóð niðurlútur í nokkrar mínútur á meðan skömmum rigndi yfir hann í beinni útsendingu hjá CNN. +Ein kona sagði; „Ég stend hérna beint fyrir framan þig.“ +„Heldurðu að hann sé að segja landsmönnum sannleikann?“ +Fólk sagði við hann: „Þú hefur vald á meðan svo margar konur standa valdalausar.“ +Flake sagði skrifstofu sína hafa gefið út yfirlýsingu og áður en lyftudyrnar lokuðust sagði hann að hann myndi tjá sig frekar á fundi nefndarinnar. +Kapal- og sjónvarpsstöðvarnar voru allar með beina útsendingu síðar þegar dómsmálanefndin kaus um hvort senda ætti tilnefningu Kavanaugh áfram til kosningar hjá öldungadeildinni. +Flake sagði að hann myndi eingöngu gera það ef FBI rannsakaði ásakanirnar gegn hinum tilnefnda í næstu viku en minnihluti demókrata hefur hvatt til þess. +Flake sannfærðist að hluta eftir samtöl við vin sinn, Chris Coons, öldungadeildarþingmann demókrata. +Flake tók ákvörðun sína eftir samtal við Coons og nokkra aðra öldungadeildarþingmenn eftir það. +Atkvæði Flake skipti sköpum því það var greinilegt að repúblikanar höfðu ekki næg atkvæði til að samþykkja Kavanaugh án rannsóknarinnar. +Trump forseti hefur gefið leyfi fyrir rannsókn FBI á ásökununum gegn Kavanaugh. +May, forsætisráðherra Bretlands, sakar gagnrýnendur um að „vera í stjórnmálaleik“ vegna Brexit +Í viðtali við dagblaðið The Sunday Times sakaði Theresa May, forsætisráðherra, gagnrýnendur áætlunar hennar um að ganga úr Evrópusambandinu um að „vera í stjórnmálaleik“ um framtíð Bretlands og grafa undan hagsmunum landsins. +Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kemur á ráðstefnu Íhaldsflokksins í Birmingham, Bretlandi, 29. september 2018. +Í öðru viðtali, sem var birt við hliðina á viðtali hennar á forsíðu blaðsins, veittist Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra hennar, að hinni svokölluðu Chequers-áætlun um Brexit og sagði að tillagan um að Bretland og Evrópusambandið ættu að rukka tolla hvors annars væri „algerlega fráleit“. +Wayde Sims skotárásin: Lögregla handtekur Dyteon Simpsons í tengslum við andlát LSU-leikmannsins +Lögregla hefur handtekið einn grunaðan vegna andláts Wayde Sims í banvænni skotárás. Hann var 20 ára körfuboltaleikmaður hjá LSU. +Hinn 20 ára gamli Dyteon Simpson var handtekinn og fangelsaður vegna ákæru fyrir morð af annarri gráðu, samkvæmt lögreglunni í Baton Rouge. +Yfirvöld birtu myndband af átökunum á milli Sims og Simpson og sögðu Sims hafa misst gleraugun sín í áflogunum. +Lögregla fann gleraugun á vettvangi og sagðist hafa fundið erfðaefni úr Simpson á þeim, samkvæmt WAFB, systurfélagi CBS. +Lögreglan segir Simpson hafa játað við yfirheyrslur að hafa skotið Wayde og orðið honum að bana. +Samkvæmt lögmanni hans var ákveðin trygging að upphæð 350.000 dalir. +Skrifstofa réttarmeinafræðingsins í East Baton Rouge-sýslu gaf út bráðabirgðaskýrslu á föstudag þar sem segir að dánarorsökin sé byssuskot í höfuðið og niður í háls. +Yfirvöld vildu þakka sérsveit lögreglu í Louisiana, glæparannsóknarstofu lögreglunnar, lögreglunni við Southern University-háskólann og borgurum á svæðinu fyrir aðstoðina við rannsóknina sem leiddi til handtökunnar. +Joe Alleva, formaður íþrótta hjá LSU, þakkaði löggæslumönnum fyrir „kostgæfni sína og leit að réttlætinu.“ +Sims var 20 ára gamall. +Hinn hávaxni tveggja metra framherji ólst upp í Baton Rouge þar sem faðir hans, Wayne, spilaði einnig körfubolta fyrir LSU. +Hann skoraði 5,6 stig að meðaltali og tók 2,6 fráköst fyrir hvern leik á síðustu leiktíð. +Will Wade, körfuboltaþjálfari LSU, sagði á föstudagsmorgun að liðið væri „harmi slegið“ og „í áfalli“ vegna andláts Wayde. +„Þetta er eitthvað sem maður hefur áhyggjur af í sífellu,“ sagði Wade. +Eldfjall spúir ösku yfir Mexíkóborg +Aska frá eldfjallinu Popocatepetl hefur náð að suðurhluta höfuðborgar Mexíkó. +Miðstöð hamfaravarna í Bandaríkjunum (The National Center for Disaster Prevention) ráðlagði Mexíkóbúum á laugardaginn að halda sig fjarri eldfjallinu eftir að virkni jókst í gígnum og skráð voru 183 tilfelli losunar á gasi og ösku á 24 klukkustunda tímabili. +Miðstöðin fylgdist með titringi og skjálftum úr eldfjallinu. +Myndir á samfélagsmiðlum sýndu þunnt lag af ösku á bílrúðum í hverfum Mexíkóborgar, svo sem í Xochimilco. +Jarðeðlisfræðingar hafa tekið eftir aukinni virkni í eldfjallinu, sem er 72 kílómetra suðaustur af höfuðborginni, frá því að jarðskjálfti upp á 7,1 á Richter reið yfir miðhluta Mexíkó í september 2017. +Eldfjallið, þekkt undir nafninu „Don Goyo“, hefur verið virkt frá árinu 1994. +Lögregla í átökum við katalónska aðskilnaðarsinna rétt fyrir afmæli sjálfstæðisatkvæðagreiðslu +Sex voru handteknir í Barcelona á laugardag eftir að sjálfstæðissinnaðir mótmælendur tókust á við óeirðalögreglu og þúsundir tóku þátt í mótmælum í tilefni af fyrsta afmælisdegi hinna umdeildu kosninga í Katalóníu um að lýsa yfir sjálfstæði. +Hópur grímuklæddra aðskilnaðarsinna grýtti óeirðalögreglu með eggjum og kastaði duftmálningu sem myndaði dökk rykský á götunum, sem væru yfirleitt annars fullar af ferðamönnum. +Átök brutust einnig út síðar um daginn og lögregla beitti kylfum til að halda áflogum í skefjum. +Hópar aðskilnaðarsinna hrópuðu: „Við gleymum ekki og fyrirgefum ekki“ í nokkra klukkutíma á meðan andstæðingar þeirra hrópuðu á móti: „Lengi lifi Spánn.“ +Fjórtán þurftu aðhlynningu vegna minniháttar meiðsla, sem þeir urðu fyrir í mótmælunum, samkvæmt fjölmiðlum á staðnum. +Mikil spenna ríkir áfram á sjálfstæðissinnaða svæðinu einu ári eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan 1. október var dæmd ólögleg af yfirvöldum í Madrid, en var fagnað af katalónsku aðskilnaðarsinnunum. +Meirihluti kjósenda kaus sjálfstæði en þátttaka var léleg þar sem flestir þeirra sem voru á móti aðskilnaði hunsuðu kosningarnar. +Samkvæmt katalónskum yfirvöldum slösuðust næstum því 1000 manns í fyrra þegar lögregla reyndi að stöðva kosningarnar á kosningastöðum víðs vegar um svæðið en það hafði átök í för með sér. +Hópar sjálfstæðissinna höfðu dvalið úti yfir nótt á föstudag til að koma í veg fyrir mótmæli til stuðnings lögreglu landsins. +Mótmælagangan fór fram en neyddist til að fara aðra leið. +Narcis Termes, 68 ára rafvirki, tók þátt í mótmælum aðskilnaðarsinna með eiginkonu sinni og sagði að hann væri ekki lengur vongóður um að Katalónía myndi öðlast sjálfstæði. +„Í fyrra upplifðum við einhver bestu augnablik okkar. +Ég sá foreldra mína gráta af gleði yfir því að geta kosið en nú sitjum við föst,“ sagði hann. +Þrátt fyrir að hafa náð nauðsynlegum en naumum sigri í svæðiskosningum í desember síðastliðnum hafa sjálfstæðisflokkar Katalóníu átt erfitt með að halda dampi í ár, þar sem margir af þeirra þekktustu leiðtogum eru annaðhvort í sjálfviljugri útlegð eða í varðhaldi í bið eftir réttarhöldum vegna hlutverks síns í skipulagningu atkvæðagreiðslunnar og sjálfstæðisyfirlýsingarinnar. +Joan Puig, 42 ára vélvirki sem tók mótmælin til stuðnings lögreglunnar upp á símann sinn, sagði að stjórnmálamenn beggja fylkinga hefðu hvatt til ágreiningsins. +„Spennan eykst sífellt,“ sagði hann. +Á laugardaginn tilkynnti Oriol Junqueras, einn af níu katalónskum leiðtogum sem hafa setið í fangelsi og beðið réttarhalda frá því seint í fyrra, að hann myndi bjóða sig fram til Evrópuþingsins á næsta ári. +„Framboð mitt í Evrópukosningunum er besta leiðin til að fordæma afturförina á sviði lýðræðislegra gilda og kúgunina sem við höfum séð spænsku ríkisstjórnina beita,“ sagði hann. +Londonderry: Menn handteknir eftir að bíl var ekið á hús +Þrír menn, 33, 34 og 39 ára að aldri, hafa verið handteknir eftir að hafa ekið endurtekið á hús í Londonderry. +Atvikið átti sér stað í Ballynagard Crescent á fimmtudag um klukkan 19.30 að breskum tíma. +Bob Blemmings, rannsóknarfulltrúi, sagði að hliðin og byggingin sjálf hefðu orðið fyrir skemmdum. +Einnig er mögulegt að skotið hafi verið úr krossboga í átt að bifreiðinni. +Menga skorar í 1-0 sigri Livingston gegn Rangers +Fyrsta mark Dolly Menga tryggði sigur Livingston +Lið Livingston, sem kom úr neðri deild, kom Rangers í opna skjöldu og Steven Gerrard þurfti að þola sitt annað tap í 18 leikjum sem framkvæmdastjóri Ibrox liðsins. +Mark Dolly Menga gerði gæfumuninn og lið Gary Holt’s er nú í öðru sæti með Hibernian. +Lið Gerrard hefur enn ekki unnið á útivelli í úrvalsdeildinni þessa leiktíð og leikur á móti Hearts, sem eru átta stigum á undan í efsta sæti, næsta sunnudag. +Fyrir þann leik munu Rangers taka á móti Rapid Vienna í Evrópudeildinni á fimmtudag. +Samtímis er Livingston enn ósigrað í deildinni með sex sigra, og Holt aðalþjálfari hefur enn ekki þurft að upplifa tap frá því hann kom í stað Kenny Miller í síðasta mánuði. +Livingston glatar tækifærum á móti bitlausum gestum +Lið Holts hefði átt að vera yfir löngu áður en það skoraði mark, en beinskeytni þeirra olli Rangers miklum vandræðum. +Scott Robinson náði að brjótast í gegn en hikaði í tilraun sinni til að skora, og Alan Lithgow skaut síðan framhjá eftir að hafa rennt sér í gegnum vörnina til að taka á móti skallasendingu frá Graig Halkett þvert á markið. +Gestgjafarnir létu Rangers spila fyrir framan þá í rólegheitum, vitandi að þeir gætu valdið gestunum vandræðum á réttum stöðum. +Og það var þannig sem markið mikilvæga var skorað. +Rangers fékk á sig aukaspyrnu og Livingston vann í að skapa markatækifæri. Declan Gallagher og Robinson hjálpuðu Menga í sameiningu, sem tók við sendingu og skoraði frá miðjum vítateig. +Á því stigi hafði Rangers ráðið yfir boltanum en vörn heimamanna var óbrjótanleg og Liam Kelly, markvörður þurfti ekki að leggja mikið á sig. +Þannig hélt þetta áfram inn í seinni hálfleik, þó svo að Alfredo Morelos hafi náð að verja frá Kelly. +Scott Pitman var stöðvaður af fótum Allan McGregor, markmanni Rangers, og Lithgow skaut frá marki eftir sókn frá Livingston. +Spyrnur lentu stöðugt í vítateig Livingston en var sparkað frá, og tveimur kröfum um vítaspyrnu - eftir vörn Halketts gegn varamanninum Glenn Middleton, og eina eftir hendi - var vísað frá. +„Glæsilegt“ hjá Livingston - greining +Alasdair Lamont, fréttamaður BBC Scotland á Tony Macaroni leikvanginum +Glæsileg frammistaða og úrslit fyrir Livingston. +Fyrir venjulegan mann stóðu þeir sig frábærlega og héldu áfram að fara fram úr öllum væntingum á uppleið sinni. +Leikstíll þeirra og liðsmenn hafa varla breyst neitt frá því að þeir komust aftur í efstu deild, en Holt á mikið hrós skilið fyrir að hafa pússað liðið saman frá komu sinni. +Hann átti svo margar hetjur. +Halkett, fyrirliði var gífurlega góður og leiddi fullskipulagða vörn, á meðan Menga hélt Connor Goldson og Joe Worrall á tánum allan tímann. +Rangers skorti hins vegar innblástur. +Eins góðir og þeir hafa verið undir stjórn Gerrards, léku þeir langt undir væntingum. +Þeim gekk illa að ljúka sóknum sínum og tókst aðeins einu sinni að opna vallarhelming heimamanna svo þetta ætti að vera vakning fyrir Rangers sem sitja nú í miðri deild. +Erdogan fær blendnar móttökur í Köln +Það var brosað og bjartur himinn á laugardag (29. september), þegar leiðtogar Tyrklands og Þýskalands hittust yfir morgunverði í Berlín. +Þetta er síðasti dagurinn í umdeildri heimsókn Erdogans til Þýskalands sem hefur þann tilgang að bæta sambandið á milli Natóþjóðanna tveggja. +Komið hefur upp ágreiningur á milli þeirra vegna málefna á borð við mannréttindi, fjölmiðlafrelsi og inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið. +Erdogan hélt síðan til Kölnar til að opna nýja, risastóra mosku. +Borgin er heimili flestra tyrkneskra íbúa utan Tyrklands sjálfs. +Lögreglan beitti fyrir sig öryggisástæðum til að hindra 25.000 manns frá því að safnast saman fyrir framan moskuna, en fjöldi stuðningsmanna mætti í nágrenni hennar til að sjá forseta sinn. +Hundruðir mótmælenda gegn Erdogan - margir þeirra Kúrdar - létu einnig í sér heyra og fordæmdu bæði stefnu Erdogans og ákvörðun þýskra stjórnvalda um að bjóða hann til landsins. +Mótmælendahóparnir tveir endurspegla hversu umdeildur þessi gestur er, en hann er hylltur sem hetja af sumum Tyrkjum í Þýskalandi og hataður sem einræðisherra af öðrum. +Árekstur í Deptford: Hjólreiðamaður lét lífið í árekstri við bíl +Hjólreiðamaður lét lífið á árekstri við bíl í London. +Áreksturinn varð nálægt gatnamótum Bestwood Street og Evelyn Street, sem er fjölfarin gata í Deptford, í suðausturhluta borgarinnar, um klukkan 10.15 að breskum staðartíma. +Ökumaður bílsins stoppaði og sjúkraliðar veittu aðhlynningu, en maðurinn lést á slysstað. +Áreksturinn varð nokkrum mánuðum eftir að annar hjólreiðamaður lét lífið í árekstri þar sem ökumaður ók burt á Childers Street, 1,5 km frá slysstað laugardagsins. +Lögreglan sagði að hún væri að vinna að því bera kennsl á manninn og láta nánustu aðstandendur hans vita. +Búið er að loka veginum og beina strætóferðum annað og ökumönnum hefur verið ráðlagt að forðast svæðið. +Long Lartin fangelsið: Sex verðir særðust í óeirðum +Sex fangaverðir særðust þegar óeirðir brutust út í öryggisfangelsi fyrir karlmenn, samkvæmt tilkynningu frá fangelsismálastofnun. +Óeirðir brutust út í Long Lartin fangelsinu í Worcestershire um klukkan 9.30 að breskum staðartíma á sunnudag og geisa enn. +„Tornado“ sérsveitarmenn hafa verið kallaðir á svæðið til að reyna að hemja óeirðirnar, sem átta fangar eru viðriðnir, og eru eingöngu í einni álmu fangelsisins. +Verðirnir fengu aðhlynningu vegna minniháttar meiðsla í andliti á vettvangi. +Talsmaður fangelsismálastofnunar sagði: „Sérþjálfaðir fangaverðir hafa verið kallaðir út til að meðhöndla tilvik sem stendur yfir í Long Lartin fangelsinu. +Sex starfsmenn hafa fengið aðhlynningu vegna meiðsla. +Ekkert ofbeldi er liðið í fangelsum okkar og við tökum það skýrt fram að ábyrgðarmennirnir verða afhentir lögreglu og gætu átt von á að eyða enn meiri tíma á bak við lás og slá.“ +Yfir 500 fangar sitja í Long Lartin fangelsinu, þar á meðal sumir af hættulegustu glæpamönnum landsins. +Í júní var tilkynnt að fangelsisstjórinn hefði þurft að fara á spítala eftir að fangi réðist á hann. +Og í október í fyrra var óeirðalögregla kölluð á staðinn til að takast á við alvarlega röskun á friði, þar sem ráðist var á starfsfólk með billjardkúlum. +Fellibylurinn Rósa ógnar Phoenix, Las Vegas, Salt Lake City með skyndiflóðum (þurrkasvæði gætu notið góðs af) +Það er sjaldgæft að hitabeltislægð berist yfir Arizona, en líklegt er að svo verði snemma í næstu viku þegar leifarnar af fellibylnum Rósu berast yfir suðvesturhlutann, með hættu á skyndiflóðum. +Veðurstofa landsins hefur þegar gefið út aðvaranir vegna skyndiflóða fyrir mánudag og þriðjudag í vesturhluta Arizona og suður- og vesturhluta Nevada, suðausturhluta Kaliforníu og Utah, þar á meðal borgunum Phoenix, Flagstaff, Las Vegas og Salt Lake City. +Áætlað er að Rósa fari beina leið yfir Phoenix á þriðjudag og komi seint á mánudag með úrkomu. +Veðurstofan í Phoenix sagði á Twitter að aðeins „tíu fellibyljir hafi náð að viðhalda styrk til að flokkast sem hitabeltisstormar eða -lægðir í styttra en 320 km fjarlægð frá Phoenix frá árinu 1950! +Katrina (1967) var fellibylur innan við 64 km fjarlægð frá landamærum Arizona.“ +Síðustu spár frá fellibyljamiðstöð landsins spá 5-10 cm úrkomu, með stöku úrkomu allt að 15 cm í Mogollon Rim í Arizona. +Líklegt er að úrkoma verði 2,5 til 5 cm á öðrum svæðum í suðvesturhlutanum, þar á meðal miðhluta Klettafjallanna og Lægðinni miklu (The Great Basin), með möguleika á einstaka úrkomu upp á allt að 10 cm. +Fyrir þá sem eru ekki í hættu á að lenda í skyndiflóðum gæti úrkoman frá Rosu verið blessun því miklir þurrkar eru á svæðinu. +Þó svo að flóð geti valdið miklum skaða mun eitthvað af þessari úrkomu hafa jákvæð áhrif, þar sem þurrkur er nú í suðvesturhlutanum. +Samkvæmt þurrkaeftirliti Bandaríkjanna er að minnsta kosti afar mikill þurrkur í yfir 40 prósent af Arizona, en það er næsthæsti flokkurinn,“ samkvæmt fréttum frá weather.com. +Fyrst mun fellibylurinn Rósa ná landi á Baja California skaganum í Mexíkó. +Rósa flokkaðist enn sem fellibylur á sunnudagsmorgun með hámarksvindstyrk upp á 136 km á klukkustund og er 620 km suður af Punta Eugenia í Mexíkó og ferðast í norðurátt á 19 km hraða á klukkustund. +Stormurinn fer yfir svalari sjó í Kyrrahafinu og fer kraftur hans því minnkandi. +Því er búist við að hann lendi í Mexíkó sem hitabeltisstormur síðdegis á mánudag eða á mánudagskvöld. +Möguleiki er á mikilli úrkomu á sumum svæðum í Mexíkó, með umtalsverðri hættu á flóðum. +„Búist er við úrkomu upp á 7,5 til 15 cm í Baja California og inn í norðvesturhluta Sonora, með möguleika á allt að 25 cm úrkomu,” sagði í tilkynningu frá weather.com. +Rósa mun síðan halda norður yfir Mexíkó, sem hitabeltisstormur, og ná síðan landamærum Arizona snemma á þriðjudagsmorgun sem hitabeltislægð. Hún mun síðan halda áfram upp í gegnum Arizona og koma að suðurhluta Utah seint á þriðjudagskvöld. +„Helsta hættan sem búist er við að stafi frá Rósu eða leifum hennar er afar mikil úrkoma í Baja California, norðvesturhluta Sonora og í suðvesturhluta eyðimerkursvæðis Bandaríkjanna,” sagði fellibyljamiðstöð landsins. +Búist er við að þessi úrkoma valdi lífshættulegum skyndiflóðum og hreyfingu á jarðvegi í eyðimörkunum, og skriðum í fjallendi. +Árásin í Midsomer Norton: Fjórar handtökur vegna morðtilraunar +Þrír unglingspiltar og 20 ára gamall maður hafa verið handteknir grunaðir um morðtilraun, eftir að 16 ára drengur fannst með hnífssár í Somerset. +Unglingspilturinn fannst særður á Excelsior Terrace svæðinu í Midsomer Norton, um klukkan 04.00 að breskum staðartíma á laugardag. +Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem ástand hans er sagt vera „stöðugt“. +Einn 17 ára drengur, tveir 18 ára og einn 20 ára maður voru handteknir að næturlagi á Radstock svæðinu, samkvæmt lögreglu frá Avon og Somerset. +Lögreglan hefur beðið vitni sem gætu haft símaupptökur af því sem gerðist að gefa sig fram. +Trump segir að Kavanaugh hafi „fengið að finna fyrir illskunni og reiðinni“ frá Demókrataflokknum +„Atkvæði til stuðnings Kavanaugh dómara er atkvæði sem hafnar miskunnarlausum og svívirðilegum aðferðum Demókrataflokksins,“ sagði Trump á fundi með stuðningsmönnum í Wheeling í Vestur-Virginíufylki. +Trump sagði að Kavanaugh hafi „fengið að finna fyrir illskunni og reiðinni“ frá Demókrataflokknum út allt tilnefningarferli hans. +Kavanaugh bar vitni fyrir þinginu á fimmtudag, þar sem hann harðneitaði ásökunum frá Christine Blasey Ford um að hann hafi áreitt hana kynferðislega fyrir nokkrum áratugum þegar þau voru bæði táningar. +Ford bar einnig vitni fyrir nefndinni um ásakanir sínar. +Forsetinn sagði á laugardag að „Bandaríkjamenn hefðu séð snilligáfu og manngæði og hugrekki“ Kavanaughs um daginn. +„Atkvæði til staðfestingu á Kavanaugh dómara er atkvæði sem staðfestir einn snjallasta lögmann okkar tíma, lögmann með glæsilega ferilskrá sem opinber starfsmaður,“ sagði hann við hóp stuðningsmanna sinna í Vestur-Virginíu. +Forsetinn vísaði óbeint í tilnefningu Kavanaughs þegar hann talaði um mikilvægi þess að stuðningsmenn repúblikana tækju þátt í miðtímabilskosningunum. +„Það eru fimm vikur í einar af mikilvægustu kosningunum í lífi okkar. +Ég býð mig ekki fram, en ég geri það þó í alvöru,“ sagði hann. +„Þess vegna fer ég um víðan völl til að berjast fyrir frábæra frambjóðendur.“ +Trump hélt því fram að demókratar væru að vinna að því að „tefja og hindra.“ +Fyrsta lykilatkvæðagreiðslan á gólfi Öldungadeildarinnar um tilnefningu Kavanaughs á að fara fram ekki seinna en á föstudag, samkvæmt aðstoðarmanni forystumanna repúblikana í viðtali við CNN. +Hundruð manns létust eftir jarðskjálfta og flóðbylgju í Indónesíu, og líklegt að fjöldi látinna muni hækka +Að minnsta kosti 384 létu lífið og margir skoluðust burt er gríðarstórar öldur skullu á ströndum, þegar mikill jarðskjálfti og flóðbylgja riðu yfir indónesísku eyjuna Sulawesi, samkvæmt yfirvöldum á laugardag. +Hundruð manna höfðu safnast saman á hátí�� á ströndinni í borginni Palu á föstudag þegar allt að sex metra háar öldur skullu á ströndinni við sólsetur, skoluðu fjölda manns á haf út og eyðilögðu allt sem fyrir þeim varð. +Flóðbylgjan myndaðist eftir jarðskjálfta sem var 7,5 stig á Richter. +„Þegar flóðbylgjuógnin myndaðist í gær var fólk enn á ströndinni og flúði ekki strax, svo það lét lífið,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður hamfarastofnunar Indónesíu, á upplýsingafundi í Jakarta. +„Flóðbylgjan kom ekki ein, hún dró með sér bíla, trjádrumba, hús, hún skall á öllu sem var á landi,“ sagði Nugroho og bætti við að flóðbylgjan hefði ferðast yfir opið haf á 800 kílómetra hraða áður en hún skall á ströndinni. +Sumir klifruðu upp í tré til að komast undan flóðbylgjunni og lifðu af, sagði hann. +Um það bil 16.700 manns voru fluttir í 24 miðstöðvar í Palu. +Ljósmyndir úr lofti, sem hamfarastofnunin birti, sýndu margar eyðilagðar byggingar og verslanir, snúnar og ónýtar brýr og mosku umkringda vatni. +Eftirskjálftar héldu áfram að ríða yfir strandborgina á laugardag. +Röð jarðskjálftanna varð vart á svæði með 2,4 milljón íbúa. +Stofnun Indónesíu um mat og tækninotkun, sagði í yfirlýsingu að orkan, sem losnaði úr læðingi í stóra skjálftanum á föstudag, hefði verið um það bil 200 sinnum meiri en frá atómsprengjunni sem féll á borgina Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni. +Landfræðileg staðsetning borgarinnar, sem liggur við endann á löngum og mjóum flóa, gæti hafa aukið stærð flóðbylgjunnar, sagði stofnunin. +Nugroho sagði skemmdirnar vera „verulegar“ og að þúsundir húsa, sjúkrahúsa, verslunarmiðstöðva og hótela hefðu hrunið. +Lík nokkurra fórnarlamba fundust föst undir braki úr hrundum byggingum, sagði hann og bætti við að 540 manns hefðu slasað og 29 væri saknað. +Nugroho sagði að mannfallið og eignaskemmdirnar gætu verið meiri meðfram strandlínunni 300 km norður frá Palu á svæði sem kallast Donggala sem er nær upptökum jarðskjálftans. +Samskipti „liggja alveg niðri og engar upplýsingar berast“ frá Donggala, sagði Nugroho. +„Yfir 300.000 manns búa þarna,“ sagði Rauði krossinn í yfirlýsingu og bætti við að starfsfólk þeirra og sjálfboðaliðar væru á leið til viðkomandi svæða. +„Þetta er nú þegar orðið harmleikur, en gæti orðið miklu verra,“ sagði Rauði krossinn. +Stofnunin var gagnrýnd af mörgum á laugardaginn fyrir að láta ekki vita af því að flóðbylgja hefði skollið á Palu, þó svo að opinberir fulltrúar sögðu að öldurnar hefðu komið innan þess tíma sem aðvörunin var gefin út. +Í myndbandi sem var birt á samfélagsmiðlum mátti heyra mann hrópa frá efri hæð byggingar til að aðvara fólkið á götunni fyrir neðan um að flóðbylgja væri að nálgast. +Aðeins mínútum síðar skellur flóðbylgjan á ströndinni og ber burt með sér byggingar og bíla. +Reuters gat ekki staðfest myndbandið strax. +Jarðskjálftinn og flóðbylgjan ollu rafmagnsleysi sem hindraði samskipti um Palu og gerði yfirvöldum erfitt fyrir að skipuleggja hjálparstarf. +Herinn er byrjaður að senda flugvélar með hjálparvörum frá Jakarta og öðrum borgum, að sögn yfirvalda, en fólk, sem hefur verið hjálpað af svæðinu, þarf enn sárlega á matvælum og öðrum nauðsynjum að halda. +Flugvöllur borgarinnar hefur aðeins verið opnaður aftur fyrir hjálparstarfsemi og verður lokaður fram í október. +Joko Widodo, forseti ætlar að heimsækja flóttamiðstöðvar í Palu á sunnudag. +Fjöldi látinna fer yfir 800 eftir flóðbylgju í Indónesíu. +Ástandið er mjög slæmt. +Starfsfólk World Vision frá Donggala hefur náð heilu og höldnu til borgarinnar Palu, þar sem það leitar skjóls í tjaldborgum sem voru settar upp í garðinum fyrir utan skrifstofur þeirra. Gereyðilegging blasti við þeim á leiðinni, samkvæmt hr. Doseba. +„Fólk sagðist hafa séð mörg hús gereyðilögð,“ sagði hann. +Ástandið er mjög slæmt. +Hjálparstarfshópar hafa byrjað erfitt hjálparstarf, en sumir hafa kvartað yfir því að erlendu hjálparstarfsfólki með mikla sérfræðiþekkingu væri hamlað frá því að ferðast til Palu. +Samkvæmt indónesískum reglugerðum má erlend fjármögnun, birgðir og starfsfólk eingöngu byrja að koma ef slysasvæðið er yfirlýst hamfarasvæði. +Það hefur ekki verið gert enn. +„Þetta er ennþá staðbundið slysasvæði,“ sagði Aulia Arriani, talsmaður indónesíska Rauða krossins. +Þegar ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að þetta sé hamfarasvæði, getum við opnað fyrir erlendri aðstoð, en engin yfirlýsing hefur komið enn.“ +Þegar önnur nóttin féll yfir Palu eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna á föstudaginn, héldu vinir og fjölskyldur þeirra, sem er enn saknað, í vonina um að ástvinir þeirra yrðu ein af kraftaverkasögunum sem varpa vonarglætu á niðurdrepandi fyrirsagnirnar sem fylgja náttúruhamförum. +Á laugardag var litlum dreng bjargað upp úr ræsi. +Á sunnudag björguðu hjálparstarfsmenn konu sem hafði verið föst undir rústum í tvo daga með lík móður sinnar við hlið sér. +Gendon Subandono, þjálfari indónesíska svifflugsliðsins, hafði verið þjálfari tveggja svifflugsmanna, sem er nú saknað, fyrir Asíuleikana sem lauk fyrr í þessum mánuði í Indónesíu. +Aðrir sem lokuðust inni í Roa Roa hótelinu voru nemendur hans, þar á meðal hr. Mandagi. +„Sem maður með langa reynslu í svifflugi, hef ég mína eigin tilfinningalega byrði að bera,“ sagði hann. +Hr. Gendon sagði frá því að klukkutímana eftir að fréttir bárust innan svifflugshópsins af því að Roa Roa hótelið hefði hrunið, hefði hann sent WhatsApp skilaboð í örvæntingu til keppendanna sem dvöldu í Palu og tóku þátt í strandhátíðinni. +Skilaboð hans sýndu hins vegar eingöngu grátt merki, í stað blárra. +„Ég held að það þýði að skilaboðin voru ekki móttekin,“ sagði hann. +Þjófar stela 26.750 dölum við áfyllingu á hraðbanka í Newport on the Levee +Á föstudagsmorgun rændu þjófar 26.750 dölum frá starfsmanni Brink ,sem var að fylla á hraðbanka í Newport on the Levee, samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglunni í Newport. +Ökumaður bílsins hafði verið að tæma hraðbanka á skemmtisvæðinu og var við það að fylla meira fé á hann, sagði Dennis McCarthy, lögreglufulltrúi, í tilkynningunni. +Er hann var við störf sín kom annar maður „hlaupandi aftan að Brink starfsmanninum“ og stal peningapoka sem var ætlaður fyrir afhendingu. +Vitni sáu marga grunaða flýja af vettvangi, samkvæmt tilkynningunni, en lögregla gaf ekki upp hversu margir voru viðriðnir málið. +Þeir sem gætu haft upplýsingar um þá grunuðu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Newport í síma 859-292-3680. +Kanye West: Rapparinn breytir nafni sínu í Ye +Rapparinn Kanye West ætlar að breyta nafni sínu - í Ye. +Hann tilkynnti um breytinguna á Twitter á laugardag og skrifaði: „Veran sem var áður þekkt sem Kanye West.“ +West, 41, hefur verið kallaður Ye í einhvern tíma og notaði nafnið sem titilinn á áttundu plötu sinni sem kom út í júní. +Breytingin kemur fyrir þátttöku hans í Saturday Night Live þættinum þar sem búist er við að hann tilkynni nýju plötuna sína, Yandhi. +Hann kemur í staðinn fyrir Ariönu Grandi í þættinum, en hún hætti við af „tilfinningalegum ástæðum“, sagði framleiðandi þáttanna. +West hefur áður sagt að þetta nafn hafi trúarlega merkingu fyrir hann, en það er einnig stytting á núverandi nafni hans. +„Ég tel að „ye“ (þér) sé algengasta orðið í Biblíunni, og í Biblíunni þýðir það „þú,““ sagði West fyrr á árinu þegar hann ræddi nafnið á plötunni sinni við útvarpsþáttastjórnandann Big Boy. +„Svo að ég er þú, ég er við, þetta erum við. +Það fór frá Kanye, sem þýðir hinn eini, og yfir í bara Ye - að vera bara endurspeglun á hinu góða í okkur, hinu vonda, hinu ringlaða, öllu. +Platan er frekar endurspeglun á því hver við erum.“ +Hann er einn af mörgum frægum röppurum sem hafa breytt nafni sínu. +Sean Combs hefur verið kallaður Puff Daddy, P. Diddy eða Diddy, en í ár tilkynnti hann að hann vildi frekar vera kallaður Love og Brother Love. +JAY-Z, fyrrum samstarfsmaður West, hefur einnig skrifað nafn sitt bæði með og án bandstriks og hástafa. +Kjörinn forseti Mexíkó heitir því að beita ekki hernum gegn almennum borgurum +Andres Manuel Lopez Obrador, kjörinn forseti Mexíkó, hefur heitið því að beita aldrei hervaldi gegn almennum borgurum, nú þeagr landið mun brátt minnast 50 ára afmælis blóðugra hefndagegn nemendum. +Á laugardag á Tlatelolco torginu, lofaði Lopez Obrador að „nota herinn aldrei nokkurn tímann til að kúga mexíkanska fólkið.“ +Hermenn skutu á friðsæla mótmælagöngu á torginu hinn 2. október 1968 og drupu allt að 300 manns á tíma þegar vinstrisinnaðar hreyfingar nemenda voru að skjóta rótum um alla Rómönsku Ameríku. +Lopez Obrador hefur lofað að aðstoða ungt fólk í Mexíkó með því að gefa öllum nemendum mánaðarlegan styrk og opna fleiri ókeypis opinbera háskóla. +Hann hefur sagt að atvinnuleysi og skortur á námstækifærum laði ungmenni að glæpagengjum. +Bandaríkin ættu að tvöfalda fjármagn til gervigreindar +Nú þegar Kína er æ virkara í notkun gervigreindar, ættu Bandaríkin að tvöfalda fjármagnið sem það ver í rannsóknir á því sviði, segir uppfinningamaðurinn og gervigreindarnotandinn Kai-Fu Lee sem hefur unnið hjá Google, Microsoft og Apple. +Ummælin voru sögð eftir að mismunandi deildir bandarísku ríkisstjórnarinnar gáfu út tilkynningar um gervigreind, jafnvel þó að Bandaríkin hafi enga formlega heildaráætlun um gervigreind. +Kína tilkynnti hins vegar áætlun sína í fyrra: það miðar að því að vera í fyrsta sæti í nýsköpun með gervigreind fyrir árið 2030. +„Það væri góð byrjun að tvöfalda fjármagnið, sem fer í gervigreindarrannsóknir, miðað við að öll önnur lönd eru svo mikið lengra á eftir Bandaríkjunum, og við bíðum eftir að sjá næstu stóru uppgötvunina á sviði gervigreindar,“ sagði Lee. +Tvöföldun fjármagns gæti tvöfaldað líkurnar á því að næsta stóra uppgötvunin í gervigreind verði gerð í Bandaríkjunum, sagði Lee við CNBC í viðtali í þessari viku. +Lee, höfundur bókarinnar „AI Superpowers: China, Silicon Valley and the New World Order“ sem var gefin út í þessum mánuði hjá útgefandanum Houghton Mifflin Harcourt, er forstjóri fyrirtækisins Sinovation Ventures, sem hefur fjárfest í Face++, einu af helstu gervigreindarfyrirtækjunum í Kína. +Hann vann við gervigreindarkerfi á 9. áratugnum í Carnegie Mellon háskólanum, sem vann besta leikmann Bandaríkjanna í Othello, og síðar var hann framkvæmdastjóri hjá Microsoft Research og forseti kínversku deildarinnar hjá Google. +Lee talaði um fyrri tæknikeppnir, sem voru haldnar af bandarískum yfirvöldum, eins og vélmennakeppni varnarmáladeildarinnar, og spurði hvenær næsta keppni yrði haldin, til að koma auga á næstu frumkvöðla. +Vísindamenn í Bandaríkjunum þurfa oft að leggja mikið á sig til að fá styrk frá ríkisstjórninni, sagði Lee. +„Það er ekki Kína sem hrifsar til sín helstu hugsuðina, heldur fyrirtækin,“ sagði Lee. +Facebook, Google og önnur tæknifyrirtæki hafa ráðið til sín snillinga frá háskólum til að vinna við gervigreind síðastliðin ár. +Lee sagði að breytingar á innflytjendastefnu gætu einnig hjálpað Bandaríkjunum við að styrkja gervigreindarrannsóknir sínar. +„Mér finnst að þeir sem hafa doktorsgráðu í gervigreind ættu að fá dvalarleyfi sjálfkrafa,“ sagði hann. +Þing Kína gaf út framtíðargervigreindaráætlun sína í júlí 2017. +Náttúruvísindastofnun Kína veitir fjármunum til fólks, sem vinnur hjá háskólastofnunum, svipað og National Science Foundation og álíka opinberar stofnanir gera í Bandaríkjunum, en gæði vísindastarfs eru verri í Kína, sagði Lee. +Fyrr á þessu ári setti varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna á fót gervigreindarmiðstöð, sem er ætlað að eiga samstarf við bæði iðnaðinn og menntastofnanir, og Hvíta húsið tilkynnti um myndun sérstakrar nefndar um gervigreind. +Og í þessum mánuði tilkynnti DARPA að það hefði fjárfest 2 milljarða dali í verkefni sem kallast AI Next. +Hvað varðar NSF þá fjárfestir það yfir 100 milljón dölum árlega í rannsóknir á gervigreind. +Samtímis hefur bandarísk löggjöf, sem var ætlað að búa til öryggisráð um gervigreind, ekkert komist áfram í marga mánuði. +Makedóníubúar kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að breyta nafni landsins +Íbúar Makedóníu kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag um hvort breyta ætti nafni landsins í „Lýðveldi Norður-Makedóníu“ í tilraun til að leysa úr áratugalöngum ágreiningi við Grikkland, sem hefur lokað á umsókn þeirra um aðild að Evrópusambandinu og Nató. +Grikkland er með hérað að nafni Makedónía og heldur því fram að nafn nágranna þeirra í norðri jafngildi kröfu á yfirráðasvæði þeirra og því neitað þeim um inngöngu í Nató og ESB. +Ríkisstjórnirnar tvær náðu samkomulagi í júní sem byggðist á nýja nafninu en þjóðernissinnaðir andstæðingar halda því fram að breytingin muni grafa undan sjálfsmynd meirihluta íbúa Makedóníu af slavneskum uppruna. +Gjorge Ivanov, forseti hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í atkvæðagreiðslunni og herferð til að hunsa hana hefur vakið upp efa um að þátttaka nái 50 prósenta lágmarkinu sem til þarf svo að atkvæðagreiðslan teljist gild. +Spurningin á kosningaseðlinum er svohljóðandi: „Viltu gangaí Nató og ESB með því að samþykkja samkomulagið við Grikkland?“ +Stuðningsmenn nafnabreytingarinnar, þar á meðal Zoran Zaev, forsætisráðherra, segja að þetta sé sanngjarnt gjald fyrir Makedóníu til að fá aðild að bandalögum eins og ESB og Nató, en landið er eitt af þeim sem voru mynduð eftir fall Júgóslavíu. +„Ég kom í dag til að kjósa um framtíð landsins fyrir unga fólkið í Makedóníu svo að það geti lifað frjálst undir vernd Evrópusambandsins því að það þýðir öruggara líf fyrir okkur öll,“ sagði Olivera Georgijevska, 79 ára, í Skopje. +Þó svo að niðurstaðan sé ekki lagalega bindandi, hafa nógu margir þingmenn sagt að þeir muni fara eftir henni og binda hana í lög. +Nafnabreytingin myndi þurfa samþykki tvo þriðju hluta þingsins. +Kosninganefnd sagði að ekki hefði verið tilkynnt um neitt óvenjulegt klukkan 1 eftir hádegi. +Hins vegar var þátttakan einungis 16 prósent, miðað við 34 prósenta þátttöku í síðustu þingkosningum árið 2016, þegar 66 prósent skráðra kjósenda greiddu atkvæði sitt. +„Ég kom til að kjósa vegna barnanna minna, okkar staður er í Evrópu,“ sagði Gjose Tanevski, 62 ára kjósandi í höfuðborginni Skopje. +Forsætisráðherra Makedóníu, Zoran Zaev, kona hans Zorica og sonur þeirra Dushko greiddu atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Makedóníu um hvort ætti að breyta nafni landsins, en það myndi greiða leið þess inn í Nató og Evrópusambandið, í Strumica í Makedóníu hinn 30. september 2018. +Fyrir framan þingið í Skopje vann Vladimir Kavardarkov, 54 ára, við að undirbúa lítið svið og stilla upp stólum fyrir framan tjöld sem höfðu verið reist af þeim sem munu hunsa atkvæðagreiðsluna. +„Við erum hlynnt Nató og ESB, en við viljum gerast meðlimir með höfuðið hátt, ekki fara í gegnum þjónustudyrnar“ sagði Kavardarkov. +„við erum fátækt land, en við búum þó yfir reisn. +Ef þau vilja ekki samþykkja okkur sem Makedóníu, getum við snúið okkur annað eins og til Kína eða Rússlands og orðið hluti af Evrasíusambandi.“ +Zaev forsætisráðherra segir að aðild að Nató muni færa nauðsynlegt fjármagn til Makedóníu, þar sem hlutfall atvinnulausra er yfir 20 prósent. +„Ég tel að langstærstur meirihluti muni samþykkja því að yfir 80 prósent landsmanna eru hlynnt ESB og Nató,“ sagði Zaev eftir að hafa greitt atkvæði sitt. +Hann sagði að samþykki yrði „staðfesting á framtíð okkar.“ +Skoðanakönnun sem var birt á mánudag frá stefnurannsóknarstofnun Makedóníu sýndi að á milli 30 og 43 prósent kjósenda myndu taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, en það er lægra en það lágmark sem krafist er. +Önnur skoðanakönnun frá sjónvarpsrásinni Telma TV, sýndi að 57 prósent svarenda ætluðu að greiða atkvæði sitt á sunnudag. +Af þeim sögðust 70 prósent ætla að segja já. +Svo að þjóðaratkvæðagreiðslan teljist gild þarf mæting að vera 50 prósent plús eitt atkvæði. +Ef atkvæðagreiðslan er ekki samþykkt gæti það þýtt fyrsta alvarlega áfallið fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar, sem er hlynnt Vesturlöndunum, frá því að hún tók við í maí í fyrra. +Sjáðu: Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, fer í gegnum alla vörn Brighton og skorar +Sergio Aguero og Raheem Sterling fóru létt með vörn Brighton í sigri Manchester City 2-0 á laugardag á Etihad leikvanginum í Manchester í Englandi. +Aguero lét það líta fáránlega auðveldlega út þegar hann skoraði mark sitt á 65. mínútu. +Argentínski framherjinn tók á móti sendingu á miðjum vellinum í upphafi sóknarinnar. +Hann spretti framhjá þremur varnarmönnum Brighton og fór síðan út á opinn völlinn. +Aguero varð síðan umkringdur fjórum grænklæddum varnarmönnum. +Hann komst framhjá einum varnarmanni og hljóp síðan undan nokkrum í viðbót rétt við vítateig Brighton. +Síðan sendi hann til vinstri og fann þar Sterling. +Enski framherjinn notaði fyrstu snertinguna innan vítateigsins til að senda boltann aftur til Aguero, sem notaði hægri fótinn til að leika á Mathew Ryan, markmann Brighton, með skoti í hægri hlið marksins. +„Aguero á í einhverjum fótavandamálum,“ sagði Pep Guardiola, framkvæmdastjóri City, við fréttamenn. +„Við töluðum um að hann léki 55, 60 mínútur. +Síðan gerðist þetta. +Við vorum heppnir að hann skoraði mark á þessu augnabliki.“ +En það var Sterling sem gaf þeim bláu fyrsta markið í úrvalsdeildarleiknum. +Það mark kom á 29. mínútu. +Aguero fékk á sig sendingu langt inni á vallarhelmingi Brighton í þeirri sókn. +Hann sendi glæsilegan langan bolta vinstra megin til Leroy Sane. +Sane sparkaði boltanum nokkrum sinnum og sendi síðan á Sterling í átt að fjærstönginni. +Framherji City sendi boltann í netið rétt áður en hann rann út af. +City leikur á móti Hoffenheim í Meistaradeildinni klukkan 12.55 á þriðjudag á Rhein-Necker leikvanginum í Sinsheim í Þýskalandi. +Scherzer vill spila útsláttarleik á móti Rockies +Þar sem Nationals liðið hefur verið útilokað frá því að leika í úrslitum var ekki mikil ástæða til að þvinga fram aðra byrjun. +En hinn kappsfulli Scherzer vonast til að fá að kasta á sunnudag gegn Colorado Rockies, en eingöngu ef Rockies á enn möguleika á að komast í úrslit, en þeir eru með eins leiks forskot yfir Los Angeles Dodgers í vesturdeildinni. +Rockies fengu að minnsta kosti „wildcard“-sæti með 5-2 sigri sínum á Nationals á föstudagskvöld, en liðið leitast enn við að ná fyrsta deildartitli sínum. +„Jafnvel þótt við spilum ókeypis getum við að minnsta kosti leikið fyrir rafmögnuðu andrúmslofti í Denver auk þess sem hitt liðið á örugglega eftir að spila sinn besta leik í ár. +Hví ætti ég ekki að vilja að keppa við slíkar aðstæður?“ +Nationals eiga enn eftir að tilkynna um hver verði fyrsti kastari í leik sunnudagsins, en talið er að þeir láti Scherzer kasta við þessar kringumstæður. +Scherzer, sem væri að hefja leik í 34. skipti, tók æfingalotu á fimmtudag og myndi kasta á sunnudegi sem er venjulega hvíldardagur hjá honum. +Þessi rétthenti kastari hjá Washington er 18-7 með 2,53 ERA og 300 vindhögg í 220 2/3 lotum á þessari leiktíð. +Trump heimsækir Vestur-Virginíu +Forsetinn vísaði óbeint í málið í kringum Kavanaugh, tilnefndan hæstaréttardómara þegar hann talaði um mikilvægi þess að stuðningsmenn repúblikana tækju þátt í miðtímabilskosningunum. +„Allt er í húfi í nóvember. +Það eru fimm vikur í einar af mikilvægustu kosningunum lífs okkar. +Þetta eru einar af þeim stóru, stóru... Ég býð mig ekki fram, en geri það þó, þess vegna fer ég um víðan völl til að berjast fyrir frábæra frambjóðendur,“ sagði hann. +Trump hélt áfram og sagði: „Maður sér þennan hræðilega, róttæka hóp af demókrötum, þið getið séð það gerast núna. +Og þeir eru staðráðnir í að ná aftur völdum með hvaða aðferðum sem til þarf, þið sjáið grimmdina, illskuna. +Þeim er sama hverja þeir særa, yfir hverja þeir þurfa að fara til að ná völdum og stjórn, þeir vilja bara fá völd og stjórn, við gefum þeim það ekki. +Hann sagði að demókratar væru að vinna í því að „tefja og hindra.“ +„Og það hefur sést síðastliðna fjóra daga,“ sagði hann og sagði demókrata vera „reiða og vonda og grimma og ósannsögla. “ +Hann nefndi öldungardeildarþingmanninn Dianne Feinstein, ráðandi demókrata í úrskurðarnefnd öldungadeildarinnar, á nafn, og var svarað með háværu bauli frá áhorfendum. +„Munið þið eftir svari hennar? +Varst það þú sem lakst skjalinu? +Ha, hvað. +Nei, sko nei. Ég beið í eina... það var virkilega slæm líkamstjáning, sú versta sem ég hef séð.“ +Verkamannaflokkurinn er ekki lengur umburðarlynd kirkja. +Hann þolir enga þá sem tjá hug sinn +Þegar aðgerðasinnar Momentum í flokknum mínum kusu að veita mér ámæli, kom það varla á óvart. +Ég er eftir allt saman sá seinasti af mörgum þingmönnum verkamannaflokksins sem hefur verið sagt að við erum ekki velkomnir, bara fyrir að tjá hug okkar. +Joan ryan, meðþingmaður minn fékk svipaða meðferð því hún mótmælti harðlega fordómum gegn gyðingum. +Í mínu tilfelli var tillagan um að veita mér ámæli komin til vegna þess að ég var ósammála Jeremy Corbyn. +Málefnin voru mikilvægi þess að hafa ábyrga efnahagsstefnu, um þjóðaröryggi, um Evrópu, kaldhæðnislega svipuð málefni og Jeremy var ósammála fyrri leiðtogum um. +Tilkynningin um fundinn fyrir Nottingham East á föstudag sagði að „við viljum að fundirnir skilji enga útundan og séu árangursríkir.“ +Á mínum átta ára starfsferli sem þingmaður verkamannaflokksins hafa föstudagsfundirnir langoftast verið einmitt það. +Því miður er það ekki tónninn á mörgum fundum í dag og loforðinu um „mildari og betri“ stjórnmál hefur verið gleymt, ef það byrjaði þá nokkurn tímann. +Það hefur komið sífellt betur í ljós að mismunandi skoðanir eru ekki liðnar í Verkamannaflokknum og að allar skoðanir eru dæmdar eftir því hvort að leiðtogar flokksins telji þær ásættanlegar. +Þetta byrjaði skömmu eftir að Jeremy varð leiðtogi, þegar samstarfsmenn, sem ég hélt áður að hefðu svipaðar pólitískar skoðanir og ég, fóru að búast við því að ég tæki algeran viðsnúning og styddi skoðanir sem ég hefði áður aldrei verið sammála, hvort sem það var um þjóðaröryggi eða sameiginlegt ESB markaðssvæði. +Í hvert sinn sem ég tala opinberlega - og þá skiptir litlu hvað ég segi - fylgir því skriða svívirðinga á samfélagsmiðlum þar sem kallað er eftir brottrekstri mínum, miðjustjórnmálum afneitað og mér sagt að ég ætti ekki að vera í Verkamannaflokknum. +Og þetta er ekki eingöngu mín reynsla. +Ég veit að ég er heppnari en sumir af samstarfsmönnum mínum, þar sem flest ummæli sem ég fæ til mín eru oftast pólitísk. +Ég dáist að fagmennsku og staðfestu þeirra sem þurfa að þola holskeflu kynferðislegra eða fordómafullra móðgana daglega en hörfa aldrei. +Eitt af því sem veldur hvað mestum vonbrigðum á þessu pólitíska tímabili er hve árásir og móðganir eru orðnar eðlilegur hluti af hversdagsleikanum. +Jeremy Corbyn sagði í síðustu viku að Verkamannaflokkurinn ætti að hlúa að umburðarlyndri menningu. +Raunveruleikinn er sá að við erum ekki lengur umburðarlynd kirkja og með hverri vantrauststillögu eða breytingu á valreglum verður flokkurinn æ þrengri. +Ég hef fengið margar ráðleggingar síðustu tvö ár um að láta lítið á mér bera, ekki hafa of hátt og þá yrði „allt í lagi“ með mig. +En ég ákvað ekki að taka þátt í stjórnmálum til að gera það. +Frá því að ég gerðist meðlimur í Verkamannaflokknum sem nemandi fyrir 32 árum, hvattur af vanrækslu ríkisstjórnar Thatcher sem skildi skólastofu mína eftir í niðurníðslu, hef ég barist fyrir betri almenningsþjónustu fyrir þá sem þurfa mest á henni að halda, hvort sem ég var í bæjarstjórn eða á þingi. +Ég hef aldrei falið stjórnmálaskoðanir mínar, ekki heldur við síðustu kosningar. +Enginn í Nottingham East getur verið í nokkrum vafa um stefnuskoðanir mínar og hvar ég er ósammála núverandi leiðtogum. +Við þá sem studdu tillöguna á föstudag vil ég aðeins segja að þegar landið stefnir í Brexit, sem mun skaða heimili, fyrirtæki og almenningsþjónustu okkar, skil ég ekki löngunina til að eyða tíma og orku í hollustu mína við leiðtoga Verkamannaflokksins. +En mín einu skilaboð, sem ég vil senda frá mér, eru ekki til Nottingham Momentum, heldur til þeirra sem eru innan míns kjördæmis, hvort sem þeir eru meðlimir Verkamannaflokksins eða ekki: Ég þjóna ykkur með stolti og ég lofa að engar hótanir um frávikningu eða pólitískan brottrekstur munu fæla mig frá því að gera það sem ég tel vera fyrir bestu þágu ykkar allra. +Chris Leslie er þingmaður Nottingham East +Ayr 38 - 17 Melrose: Ósigrað lið Ayr fer á toppinn +Tvö sein snertimörk gætu hafa skekkt lokaniðurstöðuna eitthvað, en það er enginn vafi á því að Ayr átti sigurinn skilinn í þessum bráðskemmtilega leik dagsins í Tennent’s Premiership deildinni. +Þeir eru nú í efsta sæti á listanum og eina liðið af tíu sem er enn ósigrað. +Að lokum var það sterkari vörn þeirra og betri notkun á tækifærum sem gerði heimamenn sigursælari og Peter Murchie þjálfari hafði fullan rétt á að vera ánægður. +„Við höfum fengið harða andstöðu í leikjum okkar hingað til og erum enn ósigraðir, svo ég verð að vera ánægður,“ sagði hann. +Robyn Christie frá Melrose sagði: „Ayr á hrós skilið, þeir nýttu tækifæri sín betur en við,“ +Mark Grant Anderson kom Ayr yfir á 14. mínútu eftir að Frazier Climo sneri sókninni við, en gult spjald á skoska fyrirliðann, sem var leyft að spila leikinn með Warriors, gerði Melrose kleift að láta tölurnar tala og Jason Baggot náði að skora snertimark. +Climo jók við forystu Ayr með víti áður en hann skoraði með sparki rétt fyrir hálfleik og síðan snertimark og kom Ayr yfir 17-5 í hálfleik. +En Melrose byrjuðu síðari hálfleik af krafti og snertimark Patrick Anderson, eftir að Baggot sneri sókninni við, minnkaði markamuninn í fimm stig. +Gera þurfti síðan langt leikhlé til að hlúa að alvarlegum meiðslum hjá Ruaridh Knott, sem þurfti að bera af leikvelli, og eftir það jók Ayr enn á forystu sína með snertimarki frá Stafford McDowall, eftir að Climo sneri sókninni við. +Blair Macpherson, fyrirliði Ayr, fékk síðan gula spjaldið og Melrose nýtti sér aftur að vera manni yfir með snertimarki frá Bruce Colvine, í lok harðrar sóknar. +Heimamenn komu hins vegar sterkir til baka og þegar Struan Hutchinson fékk gula spjaldið fyrir að hafa tæklað Climo án boltans, skoraði MacPherson snertimark fyrir aftan Ayr sóknina, eftir aukaspyrnu. +Climo sneri sókninni við, eins og hann gerði aftur strax eftir endurbyrjunina, eftir að Kyle Rowe náði sparki David Amrstrong frá vítateig og sendi til Gregor Henry sem skoraði fimmta snertimark liðsins. +Stjarna Still Game þáttanna tilbúinn fyrir nýjan starfsferil í veitingahúsageiranum +Ford Kieran, stjarna Still Game þáttanna, virðist tilbúinn til að flytja sig yfir í veitingahúsarekstur eftir að upp komst að hann var ráðinn framkvæmdastjóri veitingahúsafyrirtækis. +Kieran, 56 ára, leikur Jack Jarvis í BBC þáttunum vinsælu, sem hann skrifar og leikur í ásamt gömlum félaga sínum úr skemmtanabransanum, Creg Hemphill. +Tvíeykið hefur tilkynnt að tilvonandi níunda þáttaröð verði sú síðasta og svo virðist sem Kiernan hafi áætlanir fyrir lífiðeftir Craiglang. +Samkvæmt opinberum skrám er hann framkvæmdastjóri Adriftmorn Limited. +Leikarinn vildi ekkert segja um fréttina, en heimildarmaður Scottish Sun ýjaði að því að Kiernan vildi gerast þátttakandi í „lifandi veitingahúsabransa“ Glasgow-borgar. +„Hafið er okkar“: Hið strandlausa land Bólivía vonast til að dómstól muni opna aftur leið að Kyrrahafinu +Sjóliðar standa vörð um höfuðstöðvar flotans í La Paz. +Almennar byggingar flagga bláum fána. +Flotastöðvar frá Titicaca-vatni til Amazon-árinnar eru merktar slagorðinu: „Við eigum rétt til hafsins. +Það er skylda okkar að endurheimta það.“ +Víðs vegar um alla hina landluktu Bólivíu erminningin um strandlínuna, sem tapaðist til Chile í blóðugum átökum á 19. öld, enn í fersku minni - ásamt lönguninni til að sigla um Kyrrahafið á ný. +Þessar vonir eru kannski þær sterkustu í áratugi, nú þegar Bólivía bíður úrskurðar frá alþjóðadómstólnum í Haag hinn 1. október eftir fimm ára langar málafærslur. +„Bólivía býr yfir kraftinum, sameiningarandanum og æðruleysinu, og bíður að sjálfsögðu eftir úrskurðinum með jákvæðum hug,“ sagði Roberto Calzadilla, bólivískur diplómati. +Margir íbúar Bólivíu munu fylgjast með úrskurði alþjóðadómstólsins á stórum skjám um allt land, í þeirri von að dómstóllinn í Haag muni úrskurða Bólivíu í hag um kröfu þeirra að Chile sé skylt að veita Bólivíu aðgang að hafi, eftir marga áratugi af erfiðum samræðum. +Úrskurðurinn á mánudag er einnig afar mikilvægur fyrir Evo Morales, forseta landsins af indíánaættum sem mun eiga í umdeildri baráttu fyrir endurkosningum á næsta ári. +„Við erum mjög nálægt því að snúa aftur til Kyrrahafsins,“ lofaði hann seint í ágúst. +En sumir greinendur telja ólíklegt að dómstóllinn úrskurði Bólivíu í hag, og að það myndi litlu breyta ef hann gerði það. +Dómstóllinn, sem er með höfuðstöðvar í Hollandi, hefur ekkert vald til að gefa land frá Síle og hefur kveðið á um að úrskurðurinn muni ekki hafa áhrif á niðurstöðu mögulegra viðræðna. +Sú staðreynd að úrskurður dómstólsins kemur aðeins sex mánuðum eftir að hlustað var á lokaræðurnar gefur til kynna að málið „hefði ekki verið flókið,“ sagði Paz Sárate, sílenskur sérfræðingur í alþjóðalögum. +Einnig er mögulegt að síðastliðin fjögur ár hafi ekki verið máli Bólivíu til framdráttar, heldur hafi þau valdið landinu afturför. +„Núverandi stjórn Bólivíu hefur stolið málefninu um aðgang að hafinu,“ sagði Zárate. +Herská orðræða Morales hefur dregið úr öllum velvilja frá Síle, taldi hún. +Bólivía og Síle munu halda viðræðum áfram einhvern tímann, en það verður gríðarlega erfitt eftir þetta. +Löndin tvö hafa ekki skipst á sendiherrum frá því árið 1962. +Eduardo Rodríguez Veltzé, fyrrverandi forseti Bólivíu og fulltrúi landsins í Haag, hafnaði hugmyndinni um að ákvörðun dómstólsins hefði tekið óvenjulega skamman tíma. +Á mánudag mun Bólivía öðlast „einstakt tækifæri til að opna fyrir nýtt samband við Síle“ og tækifæri til að „binda enda á ágreining sem nær 139 ár aftur í tímann, báðum löndum til hagsbóta,“ sagði hann. +Calzadilla neitaði því einnig að Morales, sem er enn einn af vinsælustu forsetunum í Rómönsku Ameríku, væri að nota þetta málefni sem pólitíska hækju. +„Bólivía mun aldrei gefa eftir rétt sinn til að hafa aðgang að Kyrrahafinu,“ bætti hann við. +„Úrskurðurinn er tækifæri til að sjá að við þurfum að jafna okkur á fortíðinni.“ +Norður-Kórea segir að ekkert verði af kjarnorkuafvopnun nema það geti treyst Bandaríkjunum +Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að landið muni aldrei taka niður kjarnorkuvopn sín fyrst ef það getur ekki treyst Washington. +Ri hélt ræðu sína á laugardag á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna. +Hann ákallaði Bandaríkin um að fylgja eftir loforðunum sem þau gerðu á fundi í Singapúr á milli leiðtoga þjóðanna. +Ummæli hans koma nú er Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, virðist vera við það að hefja aftur viðræður um kjarnorkuvopn, meira en þremur mánuðum eftir fundinn í Singapúr með Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu. +Ri segir að það séu „draumórar“ að halda að áframhaldandi viðskiptabönn og mótmæli Bandaríkjanna gegn yfirlýsingu um endalok Kóreustríðsins muni nokkurn tímann knésetja Norður-Kóreu. +Washington vill ekki samþykkja yfirlýsinguna nema Pyongyang grípi fyrst til greinilegra aðgerða til að taka niður kjarnorkuvopn sín. +Bæði Kim og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna vilja hittast aftur á öðrum fundi. +Miklar efasemdir ríkja hins vegar um að Pyongyang sé alvara með að taka niður vopn sem landið lítur líklega á sem einu leiðina til að tryggja öryggi sitt. +Pompeo áætlar að heimsækja Pyongyang í næsta mánuði til að undirbúa næsta fund á milli Kim og Trump. +Tískusýningar í París kynna nýjustu línuna af stórum höfuðfötum sem munu koma í tískuverslanir nálægt þér +Ef þú vilt stækka hattasafnið þitt eða vera alveg hulin(n) frá sólinni þarftu ekki að leita lengra. +Hönnuðirnir Valentino og Thom Browne sýndu margskonar skringilega hatta í yfirstærðum fyrir SS19 línuna sína á tískusviðinu sem heillaði þotuliðið á tískuvikunni í París. +Fjöldi mynda af afar óhentugum höttum hafa verið birtar á Instagram í sumar og þessir hönnuðir hafa haft nýstárleg sköpunarverk sín til sýnis á tískusýningum. +Aðalverkið eftir Valentino var stór ljósbrúnn hattur með víðum börðum sem líktust fjöðrum og huldu höfuð módelanna. +Af öðrum fylgihlutum í yfirstærð mátti sjá vatnsmelónur settar gimsteinum, seiðkarlshatt og jafnvel ananas, en þessir hlutir eru ekki hannaðir til halda hita á höfðinu. +Thom Browne kynnti líka margs konar undarlegar grímur, einmitt á réttum tíma fyrir hrekkjavöku. +Margar af litríku grímunum voru með samansaumaðar varir og líktust frekar Hannibal Lecter heldur en hátísku. +Ein gríman líktist köfunarbúnaði með öndunarpípu og gleraugu, á meðan önnur líktist bráðnandi ís í brauðformi. +Ef þú vilt tolla í tískunni er heppnin með þér. +Tískusérfræðingar spá því að hattarnir stóru gætu brátt komið í sölu í tískuverslunum nálægt þér. +Stórir hattar koma skammt á hæla „La Bomba“, stráhatti með yfir 60cm stórum börðum sem hefur prýtt höfuð allt frá Rihönnu til Emily Ratajkowski. +Tískumerkið á bakvið hinn afar óhentuga hatt, sem sást á öllum samfélagsmiðlum, var innblásturinn að öðrum stórum fylgihlut sem birtist á tískusviðinu – strandtösku úr hálmi sem var næstum því jafnstór og sundfataklædda módelið sem bar hana. +Appelsínugula strátaskan, með strábörðum og hvítu handfangi úr leðri, var aðalhluturinn í La Riviera SS10 fatalínu Jacquemus á tískuvikunni í París. +Luke Armitage, stílisti fræga fólksins, sagði í viðtali við FEMAIL: „Ég býst við að sjá stóra hatta og strandtöskur birtast í tískuverslunum fyrir næsta sumar - þar sem hönnuðurinn hefur valdið svona miklum áhrifum ætti að vera erfitt að hunsa eftirspurninga eftir fylgihlutum í yfirstærð.“ +John Edward: Tungumálahæfileikar eru nauðsyn fyrir heimsborgara +Einkaskólarnir í Skotlandi eru þekktir fyrir framúrskarandi árangur nemenda sinna og það hefur haldið áfram á árinu 2018 með nýjum, glæsilegum prófaniðurstöðum, sem eru enn styrktar með einstaklingsbundnum og hópaárangri í íþróttum, listum, tónlist og öðrum samfélagsiðjum. +Þessir skólar eru með allt að 30.000 nemendur um allt Skotland, með The Scottish Council of Independent Schools (Skoska einkaskólaráðið, SCIS) í forsvari fyrir þá, og þeir kappkosta að veita nemendum sínum og foreldrum þeirra bestu mögulegu þjónustu. +Einkaskólar miða að því að undirbúa nemendur sínar undir frekara framhaldsnám, starfsferilinn sem þeir hafa valið og stöðu sína sem heimsborgara. +Sem kennslugeiri sem getur sett saman og kennt eftir sérhönnuðum námsskrám, sjáum við að nýmál halda áfram að vera vinsælt námsefni í skólunum. +Nelson Mandela sagði: „Ef þú talar við mann á tungumáli sem hann skilur, snertir það huga hans. +Ef þú talar við hann á móðurmáli hans, snertir það hjarta hans.“ +Þetta er mikilvæg áminning um að við getum ekki bara treyst á ensku til að byggja upp sambönd og traust við fólk frá öðrum löndum. +Prófaniðurstöður þessa árs sýna okkur að tungumál eru efst á listunum með hæstu hlutföll nemenda sem ná prófum í einkaskólum. +68 prósent nemenda sem lærðu erlend tungumál fengu ágætiseinkunnina A. +Gögnin, sem var safnað frá 74 skólum innan SCIS, sýndu að 72 prósent nemenda fengu ágætiseinkunnina A í mandarín, á meðan 72 prósent þeirra sem lærðu þýsku, 69 prósent þeirra sem lærðu frönsku og 63 prósent þeirra sem lærðu spænsku fengu líka einkunnina A. +Þetta sýnir að einkaskólar í Skotlandi styðja við erlend tungumál sem nauðsynlega hæfni sem börn og ungmenni munu örugglega þurfa á að halda í framtíðinni. +Í augnablikinu eru tungumál, sem valgrein, sett í sama sæti og vísindatengt námsefni (vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði) í námsskrám einkaskóla og annars staðar. +Skoðanakönnun sem var gerð árið 2014 af UK Commission for Employment and Skills leiddi í ljós að af þeim ástæðum sem vinnuveitendur gáfu upp að erfitt væri að ráða í störf, var 17 prósent vegna þess að skortur var á fólki með tungumálakunnáttu. +Þess vegna er tungumálakunnátta að verða sífellt mikilvægari til að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðarstörf þeirra. +Nú þegar æ fleiri störf krefjast kunnáttu í tungumálum, er þessi hæfni nauðsynleg í hnattvæddum heimi. +Sama hvaða starfsferil fólk velur sér, þá mun það hafa alvöru forskot í framtíðinni ef það lærir annað tungumál, en það er kunnátta sem endist út ævina. +Getan til að eiga bein samskipti við fólk frá öðrum löndum mun veita fjöltyngdri persónu sjálfkrafa forskot á keppinautana. +Samkvæmt skoðanakönnun sem YouGov gerði á yfir 4000 fullorðnum Bretum árið 2013, gátu 75 prósent þeirra ekki talað annað tungumál nógu vel til að halda uppi samræðum, og franska var eina tungumálið sem var talað af tveggja stafa prósentuhluta, eða 15 prósentum. +Þess vegna er mikilvægt fyrir börn nútímans að fjárfesta strax í tungumálakennslu. +Fjöltyngi, sérstaklega í nýmarkaðslöndum, mun veita börnum betra tækifæri á að finna sér þýðingarmikið starf. +Í Skotlandi er mismunandi á milli skóla hvaða tungumál þeir kenna. +Ákveðinn fjöldi skóla mun einbeita sér að klassískari nýmálum, á meðan aðrir munu kenna tungumál sem eru talin vera mikilvægust fyrir Bretland þegar horft er fram til ársins 2020, svo sem mandarín eða japönsku. +Sama hvar áhugi barnsins þíns liggur, mun það ávallt geta valið úr tungumálum í einkaskólum með sérmenntuðum kennurum. +Skoskir einkaskólar skuldbinda sig til að bjóða upp á námsumhverfi, sem mun undirbúa börn og útbúa þau með kunnáttunni sem þau þurfa til að ná árangri, sama hvað framtíðin hefur í för með sér. +Það er ekki hægt að neita því að á þessum tíma, í hnattrænu viðskiptaumhverfi, halda tungumál áfram að vera nauðsynleg fyrir framtíð landsins, og það verður að endurspeglast í menntun. +Í raun ætti virkilega að líta á nútímatungumál sem „alþjóðlega kunnáttu í samskiptum.“ +Einkaskólar munu halda áfram að bjóða upp á val, fjölbreytni og yfirburði fyrir ungmenni Skotlands. +Il faut bien le faire. +John Edwards er formaður skoska einkaskólaráðsins +LeBron spilar sinn fyrsta leik fyrir Lakers í San Diego á sunnudag +Biðin er brátt á enda fyrir aðdáendur sem vilja sjá LeBron James spila sinn fyrsta leik fyrir liðið Los Angeles Lakers. +Luke Walton, þjálfari Lakers, hefur tilkynnt að James muni spila á sunnudag í opnunarleik leiktímabilsins á móti Denver Nuggets í San Diego. +Það hefur enn ekki verið ákveðið í hversu margar mínútur hann muni spila. +„Það verður lengur en í eina mínútu og styttra en 48,“ sagði Walton á opinberri vefsíðu Lakers. +Mike Trudell, fréttamaður fyrir Lakers sagði á Twitter að James myndi líklega spila í takmarkaðan tíma. +Eftir æfingu fyrr í þessari viku var James spurður út í áætlanir sínar fyrir sex leikja dagskrá Lakers fyrir upphaf leiktímabilsins. +„Á þessu tímabili á ferli mínum þarf ég ekki að spila leiki fyrir leiktímabilið til að undirbúa mig,“ sagði hann. +Tímasetningar fyrir kosningafundi Trump í Vestur-Virginíu og YouTube rás +Donald Trump forseti mun halda fjölda kosningafundi og sá fyrsti er í kvöld í Wheeling í Vestur-Virginíufylki. +Hann er einn af fimm skipulögðum fundum í næstu viku, þar sem hann mun einnig stoppa á vinveittum stöðum, þar á meðal í Tennessee og Mississippi. +Nú þegar atkvæðagreiðslan um að staðfesta val hans á nýjum hæstaréttardómara hefur verið sett í bið, miðar Trumpað því aðbyggja upp stuðning fyrir næstu miðtímabilskosningar, því repúblikanar eiga í hættu á að missa stjórn yfir þinginu þegar atkvæði verða greidd í nóvember. +Klukkan hvað er kosningafundur Trump í Vestur-Virginíu, og hvernig er hægt að horfa á hann á netinu? +Fundur Trump í Wheeling í Vestur-Virginíu á að hefjast klukkan 19.00 að austurstrandartíma í kvöld, laugardaginn 29. september, 2018. +Þú getur horft á fundinn með Trump í Vestur-Virginíu á netinu hér fyrir neðan í gegnum beina útsendingu á YouTube. +Líklegt er að Trump ræði réttarhöldin yfir Brett Kavanaugh, tilnefndum hæstaréttardómara, þar sem spenna ríkti vegna ásakana um kynferðislegt áreiti. Atkvæðagreiðsla öldungadeildarinnar um að staðfesta hann sem dómara var sett í bið í allt að viku á meðan FBI rannsakar ásakanirnar. +En helsta markmið fundanna hjá Trump er að aðstoða repúblikana við að ná sér á betra skrið, en þeirra bíða erfiðar kosningar í nóvember. +Því voru skilaboðin frá kosningaherferð Trumps að þessir fimm fundir, sem verða haldnir í næstu viku, hafi það að markmiði að „fylla sjálfboðaliða og stuðningsmenn eldmóði er repúblikanar reyna að vernda og auka við meirihlutann sem þeir hafa í öldungadeildinni og á þingi,“ samkvæmt fréttastofu Reuters. +„Stjórn yfir þinginu er svo nauðsynlegt fyrir áætlun forsetans að hann mun ferðast til eins margra fylkja og hægt er nú þegar annasamt herferðartímabil fer að hefjast,“ sagði ónefndur talsmaður frá kosningaherferð Trumps við fréttastofu Reuters. +Fundurinn í kvöld verður haldinn á Wesbanco leikvanginum í Wheeling og búist er við að stuðningsmenn komi frá „Ohio og Pennsylvaniu og að fjölmiðlar frá Pittsburgh segi frá honum,“ samkvæmt West Virginia Metro News fréttastofunni. +Fundurinn á laugardag verður önnur heimsókn Trumps til Vestur-Virginíu í þessum mánuði, en hann sigraði með yfir 40 prósenta mun í þessu fylki árið 2016. +Trump vill reyna að aðstoða Patrick Morrissey, frambjóðanda repúblikana í Vestur-Virginíu til öldungadeildarinnar, en hann er neðarlega í skoðanakönnunum. +„Það er ekki góðs viti fyrir Morrissey að forsetinn þurfi að koma og reyna að auka vinsældir hans,“ sagði Simon Haeder, stjórnmálafræðingur við háskólann í Vestur-Virginíu, samkvæmt fréttastofu Reuters. +Ryder bikarinn 2018: Lið Bandaríkjanna sýnir baráttuvilja til að halda voninni lifandi fyrir einstaklingskeppnina á sunnudag +Eftir þrjár einhliða hringi gæti fjórleikurinn, sem var síðdegis á laugardag, verið einmitt það sem þurfti í þessari keppni um Ryder bikarinn. +Sveiflur í velgengni er íþróttahugtak sem hefur verið fundið upp og sem leikmenn trúa svo sannarlega á, og aldrei meira en í keppnum sem þessari. +Hvar myndu þeir segja að velgengnin lægi nú? +„Þeir voru með sex stiga forskot og nú er það fjögur stig, svo að velgengnin liggur frekar okkar megin núna, býst ég við,“ sagði Jordan Spieth er hann lagði af stað í keppni dagsins. +Evrópa er auðvitað með forskotið, fjórum stigum á undan með tólf til viðbótar í húfi. +Bandaríkjamennirnir, eins og Spieth sagði, telja sig hafa dálítinn vind í seglunum og þeir geta verið vongóðir yfir mörgu, ekki síst forminu hjá Spieth og Justin Thomas sem spiluðu saman í allan dag og hvor fékk þrjú stig af fjórum. +Spieth hefur leikið stórvel allt fráteig að flöt og leiðir með fordæmi sínu. +Fagnaðarhrópin hækkuðu eftir því sem leið á hringinn og hann setti niður mikilvægt pútt til að hirða öll fjögur stigin í leiknum eftir að hann og Thomas höfðu verið tveimur stigum undir eftir tvo leiki. +Púttið hans, sem tryggði þeim sigur í leiknum á 15. holu, hlaut svipað fagnaðarhróp, hróp af þeirri tegund sem segir manni að hann trúi að bandaríska liðið eigi enn sigurvon. +„Maður verður bara að kafa djúpt og hugsa um sinn eigin leik,“ sagði Spieth. +Það er það eina sem þessir leikmenn geta núna. +18 holur til að vinna inn stig. +Einu leikmennirnir með fleiri stig en Spieth og Thomas síðastliðna tvo daga eru Francesco Molinaro og Tommy Fleetwood, hin óumdeilanlega saga Ryder bikarsins. +Þetta undarlega en hrífandi evrópska par hefur unnið fjóra leiki af fjórum og geta ekki gert neitt rangt. +„Moliwood“ voru eina parið sem fékk skolla síðdegis á laugardag en þeir náðu líka að forðast skolla á laugardagsmorguninn, síðdegis á föstudeginum og á níu holu vellinum á föstudagsmorguninn. +Sá leikur og hvernig orka þeirra virðist flæða bæði til og frá háværum áhorfendunum sýnir greinilega að þeir eru parið sem þarf að sigra á sunnudag, og það væri enginn vinsælli leikmaður til að innsigla mögulegan sigur evrópska liðsins en Fleetwood eða Molinari, er sólin sest yfir Le Golf National völlinn. +Besti kosturinn væri að báðir gerðu það samtímis á mismunandi holum. +Það er þó enn of snemmt að tala um sigur evrópska liðsins. +Bubba Watson og Webb Simpson fóru létt með Sergio Garcia, hetju fjórleiksins um morguninn, þar sem hann lék með Alex Noren. +Skolli og tveir tvöfaldir á fyrstu níu holunum grófu Spánverjann og Svíann niður í holu sem þeir náðu aldrei að klóra sig upp úr. +En á sunnudaginn getur enginn hjálpað þér upp úr holunni þinni. +Fjórkúlurnar og fjórleikirnir eru svo spennandi að horfa á í návígi vegna samskiptanna á milli paranna, ráðlegginga þeirra, ráðanna sem þau gefa ekki og hvernig leikáætlun getur breyst í einu vetfangi. +Evrópa hefur spilað betur sem lið hingað til og er með töluvert forskot fyrir lokadaginn en þessi fjórleikslota sýndi líka að lið Bandaríkjamanna er með baráttuviljann sem sumir höfðu efast um að það hafði, sérstaklega aðrir Bandaríkjamenn. +Evrópa með 10-6 forystu fyrir lokadag keppninnar um Ryder bikarinn +Evrópa verður með gott forskot fyrir lokadag Ryder bikarsins eftir fjórkúlu og fjórleiki laugardagsins, með forskotið 10-6 á móti Bandaríkjunum. +Stjörnutvíeykið Tommy Fleetwood og Francesco Molinari leiddu árásina með tveimur sigrum yfir Tiger Woods, sem átti í erfiðleikum, og hafa fengið fjögur stig á Le Golf National vellinum. +Evrópska lið Thomas Bjorns, sem vill gjarnan ná aftur verðlaunabikaranum, sem það tapaði á Hazeltine vellinum fyrir tveimur árum, sýndi mikla yfirburði yfir liði Bandaríkjanna í fjórkúluleik morgunsins og unnu 3-1. +Bandaríkin sýndu meiri mótstöðu í fjórleikjunum og unnu tvo leiki en náðu ekki að vinna upp stigamuninn. +Lið Jim Furyks þurfti átta stig frá 12 einstaklingsleikjum á sunnudag til að halda bikarnum áfram. +Fleetwood er fyrsti evrópski nýliðinn sem vinnur fjögur stig í röð og hann og Molinari, sem hlutu gælunafnið „Molliwood“ eftir stórkostlega helgi, eru aðeins annað parið sem vinnur fjögur stig frá fyrstu fjórum leikjum sínum í sögu Ryder bikarsins. +Eftir að hafa gjörsigrað Woods og Patrick Reed í fjórkúluleiknum sýndu þeir mikla liðsheild og unnu niðurlútan Woods og bandaríska nýliðann Bryson Dechambeau 5-4. +Woods, sem dró sjálfan sig í gegnum tvo leiki á laugardag, sýndi snilligáfu sína einstaka sinnum, en hann hefur nú tapað 19 af 29 leikjum sínum í fjórkúluleikjum og fjórleikjum og þar af sjö leikjum í röð. +Justin Rose, sem var úthvíldur fyrir fjórkúluleik morgunsins, kom aftur til félaga síns, Henriks Stenson í fjórleikjunum og unnu þeir 2-1 á móti Dustin Johnson og Brooks Koepka - sem eru í fyrsta og þriðja sæti á lista yfir bestu golfara heims. +Evrópu gekk þó ekki allt í haginn á þessum milda og gustasama degi suðvestur af París. +Þrefaldur sigurvegari í stórkeppnum í golfi, Jordan Spieth og Justin Thomas settu markið fyrir Bandaríkjamenn með tveimur stigum á laugardag. +Þeir unnu með erfiðleikum 2-1 á móti Jon Rahm frá Spáni og Ian Poulter í fjórkúluleikjum og komu síðar aftur og sigruðu Poulter og Rory Mcllroy 4-3 í fjórleikjunum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur holunum. +Það hefur aðeins gerst tvisvar í sögu Ryder bikarsins að lið hafi unnið upp fjögurra stiga mun við upphaf einstaklingskeppni, þó svo að lið Furyks þyrfti einungis jafntefli til að halda bikarnum áfram. +Eftir að hafa verið næstbestir í tvo daga virðist hins vegar sem gagnárás á sunnudag verði þeim ofviða. +Norður-Kórea segir einhliða afvopnun „ómögulega“ án trausts +Utanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði SÞ á laugardag að áframhaldandi viðskiptabönn jykju aðeins á vantraust þeirra á Bandaríkin og það væri ómögulegt að landið tæki niður kjarnorkuvopn sín einhliða undir slíkum kringumstæðum. +Ri Yong Ho sagði á árlegu allsherjarþingi SÞ að Norður-Kórea hefði gripið til „umtalsverðra aðgerða til að sýna velvilja“ á síðastliðnu ári, til dæmis með því að stöðva kjarnorku- og eldflaugaprófanir, taka niður kjarnorkuprófunarsvæðið, og lofa að hætta þróun á kjarnorkuvopnum og kjarnorkutækni. +„Hins vegar höfum við ekki séð nein samsvarandi viðbrögð frá Bandaríkjunum,“ sagði hann. +„Án trausts til Bandaríkjanna er engin vissa um öryggi landsins okkar og undir slíkum kringumstæðum er ómögulegt að við tökum einhliða niður kjarnorkuvopn okkar fyrst.“ +Þó svo að Ri hafi endurtekið kunnuglegar norður-kóreskar kvartanir um mótstöðu Washington við „stigskiptri“ nálgun á kjarnorkuafvopnun þar sem Norður-Kóreu yrði umbunað fyrir hvert skref sem það tæki, virtist yfirlýsing hans sérstök að því leyti að hann afneitaði ekki einhliða kjarnorkuafvopnun hreint út eins og Pyongyang hafði gert áður fyrr. +Ri vísaði til sameiginlegrar yfirlýsingar Kim Jong Un og Donald Trump á fyrsta fundiá milli starfandi Bandaríkjaforseta og norður-kóresks leiðtoga, í Singapúr hinn 12. júní, þar sem Kim hét því að vinna að „kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ og Trump gaf út loforð um að tryggja öryggi Norður-Kóreu. +Norður-Kórea hefur leitað lausnar til að binda formlegan endi á Kóreustríðið árin 1950-53, en Bandaríkin hafa sagt að Pyongyang verði að láta kjarnorkuvopn sín eftir fyrst. +Washington hefur einnig staðist áköllum um að slaka á ströngu viðskiptabanni gegn Norður-Kóreu. +„Bandaríkin krefjast þess að „kjarnorkuafvopnun eigi sér fyrst stað“ og auka þrýstinginn með því að nota viðskiptabönn til að ná sínu fram, og mótmæla jafnvel yfirlýsingunni um að binda enda á stríðið,“ sagði Ri. +„Það eru aðeins draumórar fólks sem veit ekkert um okkur að halda að viðskiptabönn geti komið okkur á kné. +En vandamálið er að áframhaldandi viðskiptabönn auka á vantraust okkar.“ +Ri minntist ekkert á áætlanir um annan fund á milli Kim og Trump sem leiðtogi Bandaríkjanna talaði um hjá SÞ fyrr í vikunni. +Ráðherran talaði í staðinn um þrjá fundi á milli Kim og Moon Jae-In, leiðtoga Suður-Kóreu síðastliðna fimm mánuði og bætti við: „Ef aðilinn að þessu kjarnorkuafvopnunarmáli væri Suður-Kórea í staðinn fyrir Bandaríkin, væri ekki þessi pattstaða í málinu um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaganum.“ +Þrátt fyrir þetta var tónninn í ræðu Ri afar ólíkur ræðu hans í fyrra þegar hann sagði á allsherjarþingi SÞ að það væri óhjákvæmilegt að miða eldflaugum frá Norður-Kóreu að meginlandi Bandaríkjanna eftir að „hinn djöfullegi forseti“ Trump kallaði Kim „eldflaugamann“ í sjálfsmorðsför. +Í fyrra hótaði Trump að „gjöreyða“ Norður-Kóreu, en í ár jós hann lofi yfir Kim hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir hugrekki hans í að taka skref í átt að afvopnun, en sagði að mikil vinna væri enn eftir og að viðskiptabönn yrðu að gilda áfram þar til Norður-Kórea hefði eytt öllum kjarnorkuvopnum sínum. +Á miðvikudaginn sagði Trump að hann hefði engan tímaramma hvað þetta varðaði og sagði: „ef þetta tekur tvö ár, þrjú ár, eða fimm mánuði - skiptir það engu máli.“ +Kína og Rússland segja að öryggisráð SÞ ætti að umbuna Pyongyang fyrir skrefin sem það hefur tekið. +Hins vegar sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna við öryggisráð SÞ á fimmtudag að: „Viðskiptabönn öryggisráðsins verða að gilda áfram þar til alger kjarnorkuafvopnun hefur átt sér sta�� og hún staðfest.“ +Öryggisráðið var samhljóða um að auka á viðskiptabönn við Norður-Kóreu frá árinu 2006 í tilraun til að loka á fjármögnun fyrir kjarnorku- og eldflaugaáætlanir Pyongyang. +Pompeo hitti Ri á hliðarlínunni á allsherjarþingi SÞ og sagði eftir á að hann myndi heimsækja Pyongyang aftur í næsta mánuði til að undirbúa annan fund. +Pompeo hefur nú þegar heimsótt Norður-Kóreu þrisvar sinnum í ár, en síðasta ferð hans gekk ekki vel. +Hann fór frá Pyongyang í júlí og sagði að árangur hefði náðst, en aðeins nokkrum klukkutímum síðar fordæmdi Norður-Kórea hann fyrir að gera „glæpsamlegar kröfur.“ +Norður-Kórea lofaði á fundi með Moon í þessum mánuði að taka niður eldflaugasvæði og kjarnorkustöð ef Bandaríkin gripu til „samsvarandi aðgerða.“ +Hann sagði að Kim hefði sagt sér að þær „samsvarandi aðgerðir“ sem hann leitaðist eftir væru tryggingar um öryggi sem Trump lofaði í Singapúr og aðgerðir í átt að eðlilegum samböndum við Washington. +Nemendur í Harvard taka námskeið í nægri hvíld +Nýtt námskeiði við háskólann í Harvard hefur veitt öllum nemendum meiri svefn í tilraun til að sporna gegn vaxandi tilhneigingu nemenda til að vaka og læra alla nóttina með hjálp koffíntaflna. +Rannsókn leiddi í ljós að nemendur við besta háskóla heimsins vita oft lítið sem ekkert þegar kemur að grunnatriðunum um að hugsa um sjálfa sig. +Charles Czeisler, prófessor í svefnlækningum við læknaskóla Harvard og sérfræðingur við Brigham og kvennasjúkrahúsið, hannaði námskeiðið og telur að það sér hið fyrsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. +Hann fékk hugmyndina um að gera námskeiðið eftir að hafa haldið fyrirlestur um áhrifin sem svefnskortur hefur á námsgetu. +„Í lok fyrirlestrarins kom stúlka til mín og spurði: „Af hverju er mér sagt þetta fyrst núna, á lokaári mínu?“ +Hún sagði að enginn hefði sagt henni neitt um mikilvægi svefns, sem kom mér á óvart,“ sagði hann viðTelegraph. +Námskeiðið, sem haldið er í fyrsta skipti í ár, útskýrir fyrir nemendum grunnatriðin í því hvernig góðar svefnvenjur hjálpa námsgetu og frammistöðu í íþróttum og stuðla jafnvel að almennri vellíðan. +Paul Barreira, prófessor í geðlækningum við læknaskóla Harvard og framkvæmdastjóri heilbrigðisþjónustu skólans, sagði að háskólinn hefði ákveðið að kynna námskeiðið eftir að hafa komist að því að nemendur væru afar svefnvana yfir vikuna. +Námskeiðið er klukkutími að lengd og felur í sér ýmis gagnvirk verkefni. +Í einum hluta er mynd af herbergi á heimavist, þar sem nemendur smella á kaffibolla, gluggatjöld, íþróttaskó og bækur til að fræðast um áhrifin af koffíni og ljósi og hvernig frammistaða í íþróttum getur versnað við skort á svefni, ásamt mikilvægi góðrar rútínu fyrir svefninn. +Í öðrum hluta er þátttakendum sagt frá því hvernig skortur á svefni til langs tíma getur aukið á hættuna á hjartaáföllum, heilablóðfalli, þunglyndi og krabbameini. +Kort yfir skólasvæðið með gagnvirkum táknum hvetur síðan þátttakendur til að hugsa um daglegar venjur sínar. +„Við vitum að þetta mun ekki breyta hegðun nemenda undir eins. +En okkur finnst að þeir eigi rétt á að vita þetta, rétt eins og maður á rétt á því að vita af heilsufarsáhrifum þess að reykja sígarettur,“ bætti prófessor Czeisler við. +Menningin sem hyllir þá sem vaka og læra alla nóttina er enn til staðar, sagði hann og bætti við að nútímatækni og síaukinn þrýstingur á nemendur þýddi að svefnskortur væri vaxandi vandamál. +Trygging þess að ná nægum svefni af góðum gæðum ætti að vera „leynivopn“ nemenda til að verjast streitu, þreytu og kvíða, sagði hann - jafnvel til að forðast að fitna, því svefnskortur eykur á ákall heilans um mat svo að líkaminn er sísvangur. +Raymond So, 19 ára nemi í efna- og eðlislíffræði frá Kaliforníu, hjálpaði prófessor Czeisler að setja námskeiðið saman, en hann sat einn af kúrsum prófessorsins í fyrra á fyrsta ári sínu í Harvard. +Hann sagði að námskeiðið hefði opnað augu hans og hvatt hann til að kalla eftir námskeiði fyrir alla nemendur í skólanum. +Hann vonar að næsta skref verði að biðja alla meistaranema um að ljúka við svipað námskeið áður en þeir hefja nám í háskólanum. +Prófessor Czeisler mælti með að nemendur íhugi að stilla vekjaraklukku, sem minnir þá á að fara sofa, og til að vekja þá, og hafa í huga skaðlegu áhrifin frá bláu ljósi sem rafrænir skjáir og LED ljós gefa frá sér, en það getur ruglað innri klukku líkamans og leitt til vandræða við að falla í svefn. +Livingston 1 - 0 Rangers: Mark frá Menga skýtur niður menn Gerrards +Rangers áttu enn í erfiðleikum á útivelli er sundurleitt lið Stevens Gerrards þurfti að sætta sig við 1-0 tap á Livingston, eftir mark frá Dolly Menga. +Lið Ibrox vildi ná sínum fyrsta sigri á útivelli eftir sigur sinn á St Johnstone í febrúar, en lið Gary Holt gaf liði Gerrards aðeins sitt annað tap í 18 leikjum hans sem framkvæmdastjóra. Liðið er nú átta stigum á eftir Hearts, sem er í efsta sæti í Ladbrokes Premiership deildinni. +Menga skoraði sjö mínútum fyrir hálfleik og lið Rangers virtist skorta allan innblástur og var aldrei líklegt til að jafna. +Rangers falla nú niður í sjötta sæti en Livingston fer upp í það þriðja og eru eingöngu á eftir Hibernian í markamismun. +Rangers gætu lent í frekari vandræðum eftir að línumaðurinn Calum Spence þurfti að fá aðhlynningu vegna höfuðmeiðsla eftir að einhverjum hlut var kastað í hann frá vallarhelmingi gestanna. +Gerrard gerði átta breytingar á liðinu sem sópaði Ayr burt og komst í undanúrslit í Betfred bikarnum. +Holt hélt sig hins vegar við sömu Livi 11 uppsetninguna sem náði stigi af Hearts í síðustu viku og hann hefði verið ánægður með hvernig vel þjálfaðir liðsmenn hans völtuðu yfir andspyrnuna. +Rangers voru kannski meira með boltann, en Livingston skapaði fleiri tækifæri með þá bolta sem það náði. +Þeir hefðu átt að skora aðeins tveim mínútum eftir leikbyrjun þegar fyrsta sending frá Menga kom Scott Pitman fyrir framan mark Allans McGregors, en hann skaut framhjá. +Löng aukaspyrna frá Keaghan Jacobs endaði síðan hjá Craig Halkett en Alan Lithgow, varnarfélagi hans skaut framhjá fjærstönginni. +Rangers náðu aftur stjórn á leiknum en virtust lifa frekar í von heldur en trú á leik sínum í lokaþriðjungi leiksins. +Alfredo Morales fannst sannarlega að hann hefði átt að fá víti þegar fjórðungur var liðinn af leiknum, þegar hann og Steven Lawless skullu saman en dómarinn Steven Thomson vísaði ákalli Kólumbíumannsins frá. +Rangers náðu aðeins að taka tvö skot að marki í fyrsta hálfleik en Liam Kelly, fyrrum markmaður Ibrox, þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að verja skalla frá Lassana Coulibaly og auðvelt skot frá Ovie Ejaria. +Þó svo að tækifæri frá Livi á 34. mínútu hefði komið þrátt fyrir að hitt liðið hefði yfirhöndina, getur enginn neitað því að þeir áttu það skilið, þó ekki nema bara vegna þrautseigju sinnar. +Rangers mistókst aftur að gera neitt úr langri aukaspyrnu frá Jacobs. +Scott Arfield brást ekki við þegar Declan Gallagher sendi boltann á Scott Robinson, sem hélt ró sinni og valdi að senda á Menga sem skoraði síðan auðveldlega. +Gerrard tók til sinna ráða í hálfleik og sendi Ryan Kent inn á í staðinn fyrir Coulibaly og skiptin höfðu áhrif nær samstundis er bakvörðurinn kom Morelos inn, en Kelly brást snöggur við og hljóp fram til að loka á skotið. +Livingston hélt samt áfram að narra gestina til að spila einmitt þá gerð af leik sem þeir njóta að spila og Lithgow og Halkett náðu hverri löngu sendingunni á fætur annarri. +Lið Holts hefði getað aukið á forystu sína á lokamínútunum, en McGregor stóð sig vel í að neita Jacobs um tækifæri áður en Lithgow hljóp að marki frá horninu. +Glenn Middleton, varamaður Rangers, vildi fá annað víti er hann og Jacobs féllu saman niður, en Thomson vísaði því frá aftur. +Almanak: Maðurinn sem fann upp Geiger teljarann +Hér kemur blaðsíða úr almanaki okkar „Sunday Morning“: 30. september, 1882, fyrir 136 árum í dag og ÁFRAM... þetta er dagurinn sem framtíðareðlisfræðingurinn Johannes Wilhelm „Hans“ Geiger fæddist í Þýskalandi. +Geiger þróaði aðferð til að nema og mæla geislavirkni og sú uppfinning leiddi að lokum til tækis sem kallast Geiger mælir. +Geiger mælirinn hefur öðlast fastan sess í vísindaheiminum frá því en var einnig vinsæll í poppmenningunni, til dæmis í kvikmyndinni „Bells of Coronado“ frá 1950, með Roy Rogers og Dale Evans í ólíklegum hlutverkum sem vísindamenn: +Maður: „Hvað í ósköpunum er þetta?“ +Rogers: „Þetta er Geiger mælir, notaður til að finna geislavirk efni á borð við úraníum. +Þegar þú setur þessi heyrnartól á þig getur þú heyrt áhrifin frá atómunum vegna geislavirkni í steinunum.“ +Evans: „Það brakar svo sannarlega núna!“ +„Hans“ Geiger lést árið 1945, aðeins nokkrum dögum fyrir 63 ára afmæli sitt. +En uppfinningin sem ber nafn hans lifir áfram. +Nýtt bóluefni gegn krabbameini getur kennt ónæmiskerfinu að „sjá“ hættulegar frumur +Nýtt bóluefni gegn krabbameini getur kennt ónæmiskerfinu að „sjá“ hættulegar frumur og drepa þær +Bóluefnið kennir ónæmiskerfinu að þekkja hættulegar frumur sem hluti af meðferðinni +Meðferðin felur í sér að taka ónæmisfrumur úr sjúklingnum og breyta þeim á rannsóknarstofu +Þá geta þær „séð“ prótín, sem er algengt í mörgum krabbameinsfrumum, og er síðan sprautað aftur í sjúklinginn +Bóluefni á tilraunastigi hefur sýnt jákvæðar niðurstöður í sjúklingum sem þjást af mismunandi gerðum af krabbameini. +Í einni konu, sem fékk bóluefnið, hvarf eggjastokkakrabbamein í meira en 18 mánuði. Bóluefnið kennir ónæmisfrumum að þekkja hættulegar krabbameinsfrumur. +Aðferðin felur í sér að taka ónæmisfrumur úr sjúklingi og breyta þeim á rannsóknarstofu svo þær geti „séð“ prótín sem kallast HER2 og finnst í mörgum gerðum krabbameins. Síðan er frumunum sprautað aftur í sjúklinginn. +Prófessor Jay Berzofsky frá Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna í Bethesday, Maryland, sagði: „Niðurstöður okkar benda til að bóluefnið sé afar árangursríkt.“ +HER2 „lætur ýmsar gerðir krabbameins hætta að vaxa,“ þar á meðal krabbamein í brjóstum, eggjastokkum, lungum og ristli og endaþarmi, sagði Berzofsky, prófessor. +Svipuð aðferð þar sem ónæmisfrumur eru teknar úr sjúklingum og þeim „kennt“ að ráðast á krabbameinsfrumur hefur virkað við meðferð á einni gerð hvítblæðis. +Kanye West hélt langa einræðu til stuðnings Trump og bar MAGA derhúfu eftir að hafa komið fram í sjónvarpsþættinum SNL. +Það endaði ekki vel +Baulað var á Kanye West í stúdíóinu í Saturday Night Live þætti eftir langorða ræðu þar sem hann hrósaði Donald Trump Bandaríkjaforseta og sagði að hann myndi bjóða sig fram til forseta árið 2020. +Eftir að hafa flutt þriðja lag kvöldsins, Ghost Town, þar sem hann bar Make America Great derhúfu, talaði hann lengi gegn demókrötum og endurtók stuðning sinn við Trump. +„Ég hef talað svo oft við hvítar manneskjur sem segja: „Hvernig getur þér líkað við Trump, hann er kynþáttahatari?“ +Ef ég hefði áhyggjur af kynþáttahatri, væri ég löngu fluttur frá Bandaríkjunum,“ sagði hann. +SNL hóf þáttinn með stiklu þar sem Hollywoodstjarnan Matt Damon gerði grín að vitnisburði Bretts Kavanaughs fyrir dómsnefnd öldungadeildarinnar vegna ásakana Christine Blasey Ford um kynferðislegt áreiti. +Þó svo að langloka West hafi ekki verið send út, var upptakan af henni sett á samfélagsmiðla af grínistanum Chris Rock. +Ekki er víst hvort Rock vildi gera grín að West með því að birta upptökuna. +Einnig hafði West kvartað við áhorfendur um að hann hefði fengið slæmar móttökur baksviðs vegna húfuvals síns. +„Ég var lagður í einelti baksviðs. +Þeir sögðu við mig: „Ekki fara upp á svið með þessa derhúfu.“ +Þeir lögðu mig í einelti! +Síðan segja þeir að ég sé í djúpri holu,“ sagði hann, samkvæmt fréttum frá Washington Examiner. +West hélt áfram: „Viljið þið sjá djúpu holuna?“ og sagði að hann myndi setja á sig ofurhetjuskikkjuna sína „því það þýðir að þið getið ekki skipað mér fyrir verkum. Viljið þið að heimurinn nái framförum? +Prófið ástina.“ +Ummælum hans var mætt með bauli frá áhorfendum að minnsta kosti tvisvar og leikarar SNL virtust skömmustulegir, samkvæmt Variety, og einn viðstaddur sagði við blaðið: „Það varð steinþögn í stúdíóinu.“ +West hafði verið boðið að koma í þáttinn í stað söngkonunnar Ariönu Grande, en kærasti hennar, rapparinn Mac Miller, hafði látist nokkrum dögum áður. +West kom mörgum á óvart með sviðsframkomu sinni er hann söng lagið I Love it, klæddur eins og flaska af Perrier. +West fékk stuðning frá Candace Turner, formanni íhaldssama flokksins TPUSA, en hún sagði á Twitter: „Til einnar af hugrökkustu sálunum: TAKK FYRIR AÐ SÝNA MÚGNUM MÓTSTÖÐU.“ +En spjallþáttastýran Karen Hunter sagði á Twitter að West væri einfaldlega að vera „hann sjálfur og það er alveg dásamlegt.“ +„En ég valdi að umbuna EKKI einhverjum (með því að kaupa tónlistina hans eða fatnað eða styðja við „listina“ hans) sem mér finnst að styðji við og breiði út hugmyndafræði sem er skaðleg samfélaginu mínu. +Hann er frjáls. +Það erum við líka,“ bætti hún við. +Fyrir sýninguna tilkynnti rapparinn á Twitter að hann hefði skipt um nafn og sagði að nú væri hann „veran sem var áður þekkt sem Kanye West.“ +Hann er ekki fyrsti listamaðurinn til að skipta um nafn og fetar í fótspor Diddy, sem er einnig þekktur sem Puff Daddy, Puffy og P Diddy. +Annar rappari, Snoop Dogg, hefur einnig kallað sig Snoop Lion og ekki má gleyma tónlistargoðsögninni Prince heitnum, sem breytti nafni sínu í tákn og kallaði sig síðar listamanninn sem var áður þekktur sem Prince. +Ákæra fyrir morðtilraun eftir hnífsárás á veitingastað í Belfast +45 ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir morðtilraun eftir að maður var stunginn á veitingastað í austurhluta Belfast á þriðjudag. +Atvikið varð í Ballyhackamore, samkvæmt lögreglu. +Búist er við að hinn ákærði mæti í réttarsal í Belfast á mánudag. +Saksóknari mun fara yfir ákærurnar. +Kit Harington, stjarnan úr Krúnuleikunum, gagnrýnir eitraða karlmennsku +Kit Harington er þekktur fyrir hlutverk sitt sem Jon Snow í ofbeldisfullu ævintýraþáttunum frá HBO, Krúnuleikunum. +Leikarinn, 31 árs, hefur hins vegar gagnrýnt staðalímyndina um karlmannlegu hetjuna og segir að slík hlutverk á skjánum þýði að ungum strákum finnist oft að þeir þurfi að vera harðir af sér til að öðlast virðingu. +Í viðtali við Sunday Times Culture, sagði Kit að hann telji að „eitthvað hafi farið úrskeiðis“ og velti því fyrir sér hvernig ætti að takast á við vandamálið sem eitruð karlmennska er á #MeToo tímabilinu. +Kit, sem giftist nýlega meðleikkonu sinni úr Krúnuleikunum, hinni 31 árs gömlu Rose Leslie, viðurkenndi að hann hefði „sterkar skoðanir“ á því hvernig eigi að takast á við þetta mál. +„Persónulega finnst mér í augnablikinu - hvað hefur farið úrskeiðis með karlmennskuna?“ +„Hvað höfum við kennt karlmönnum í uppvexti þeirra, um vandamálin sem við sjáum núna?“ +Kit telur að sjónvarpið sé ábyrgt að hluta til fyrir aukningu á eitraðri karlmennsku, vegna afar karlmannlegra persóna í sjónvarpi. +Hann hélt áfram: „Hvað er meðfætt og hvað er kennt? +Hvað er kennt í sjónvarpinu og úti á götum sem lætur ungum drengjum líða eins og þeir verði að vera ákveðin gerð af karlmanni? +Ég held að það sé ein af mikilvægustu spurningum samtímans - hvernig breytum við þessu? +Því það er greinilegt að eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá ungum karlmönnum.“ +Hann viðurkenndi einnig í viðtalinu að hann myndi ekki leika í neinum öðrum Krúnuleikaþáttum eftir að þáttaröðinni líkur næsta sumar og sagði að hann hefði fengið „nóg af vígvöllum og hrossum.“ +Frá og með nóvember mun Kit leika í endursköpun á True West, mynd eftir Sam Shepard, sem segir söguna af kvikmyndaframleiðanda og bróður hans sem er ræningi. +Leikarinn sagði nýlega að það besta við að hafa leikið í Krúnuleikunum væri að hafa hitt eiginkonu sína, Rose. +„Ég hitti konuna mína í þessum þáttum, svo að þeir gáfu mér nokkurn veginn framtíðarfjölskyldu mína og líf mitt eftir það,“ sagði hann. +Rose lék Ygritte, ástkonu Jon Snow sem Kit lék í þessum Emmyverðlaunaþáttum. +Parið giftist í júní 2018, á landi fjölskyldu Lesliar í Skotlandi. +HIV/eyðni: Kína tilkynnir um 14% aukningu nýrra smita +Kína hefur tilkynnt um 14% aukningu í fjölda þeirra landsmanna sem eru smitaðir af HIV-veirunni eða eru með eyðni. +Heilbrigðisyfirvöld segja að yfir 820.000 manns séu smitaðir í landinu. +Um 40.000 ný smit voru tilkynnt bara á seinni ársfjórðungi ársins 2018. +Mikill meirihluti nýrra smita barst með kynlífi, sem er breyting frá því sem var áður. +Áður fyrr breiddist HIV-veiran hratt út í sumum landshlutum Kína vegna gjafa á smituðu blóði. +Fjöldi þeirra sem smitast af HIV-veirunni á þennan hátt hefur aftur á móti fallið niður í næstum því núll, eftir því sem kínverskir heilbrigðisstarfsmenn sögðu á ráðstefnu í Yunnan-héraði. +Fjöldi þeirra sem eru smitaðir af HIV-veirunni eða eyðni hefur hins vegar aukist um 100.000 manns frá ári til árs. +HIV-smit af völdum kynlífs er alvarlegt vandamál innan kínverska LGBT samfélagsins. +Samkynhneigð hefur ekki verið ólögleg í Kína frá árinu 1997, en mikil mismunun gegn LGBT fólki á að sögn sér enn stað. +Vegna íhaldssamra gilda í landinu hafa rannsóknir áætlað að 70-90% karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum mönnum kvænist að lokum konu. +Mörg smit verða vegna ófullnægjandi getnaðarvarna í þessum hjónaböndum. +Frá árinu 2003 hefur ríkisstjórn Kína lofað aðgangi fyrir alla að HIV-lyfjum sem hluti af áætlun um að takast á við vandann. +Maxine Waters neitar því að starfsmaður hafi lekið gögnum frá öldungadeildarþingmönnum repúblikana, gagnrýnir „hættulegar lygar“ og „samsæriskenningar“ +Maxine Waters, þingkona neitaði á laugardaginn ásökunum um að einn starfsmaður hennar hefði birt persónulegar upplýsingar þriggja öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins á Wikipediasíðum þeirra. +Demókratinn frá Los Angeles sagði að þessar fullyrðingar kæmu frá „ofurhægrisinnuðum“ öfgamönnum og vefsíðum. +„Lygar, lygar og fleiri ömurlegar lygar,“ sagði Waters í yfirlýsingu á Twitter. +Upplýsingarnar sem voru birtar innihéldu að sögn heimilisföng og símanúmer bandarísku þingmannanna Lindsey Graham frá Suður-Karólínu og Mike Lee og Orrin Hatch, sem eru báðir frá Utah. +Upplýsingarnar birtust á netinu á fimmtudag frá óþekktum aðila á Capitol Hill á meðan yfirheyrslur stóðu yfir hjá öldungadeildinni á Brett Kavanaugh, tilnefndum hæstaréttardómara, vegna ásakana um kynferðislegt áreiti. +Lekinn kom einhvern tímann eftir að öldungadeildarþingmennirnir þrír höfðu yfirheyrt Kavanaugh. +Íhaldssamar síður á borð við Gateway Pundit og RedState sögðu að IP-tölurnar sem auðkenna heimildarmann upplýsinganna hafi tengst skrifstofu Waters og birtu upplýsingar um einn starfsmann hennar, samkvæmt upplýsingum frá Capitol Hill. +„Þessi órökstudda ásökun er algerlega röng og hrein lygi,“ hélt Waters áfram. +„Starfsmaður minn - hvers persónuupplýsingar og öryggi eru nú í hættu vegna þessara röngu ásakana - bar á engan hátt ábyrgð á þessum upplýsingaleka. +Þessi órökstudda ásökun er algerlega röng og hrein lygi.“ +Yfirlýsing Waters var fljótt gagnrýnd á netinu, þar á meðal af Ara Fleischer, fyrrum fréttafulltrúa Hvíta hússins. +„Þessi afneitun er full af reiði,“ skrifaði Fleischer. +„Það bendir til þess að hún hafi ekki skap til að sitja á þingi. +Þegar einhver er ásakaður að ástæðulausu, má ekki bregðast við með reiði. +Það má ekki sýna andstöðu. +Það má ekki spyrja út í ástæður þess sem ásakar. +Það verður að sýna ró og yfirvegun.“ +Fleischer virtist bera saman viðbrögð Waters við gagnrýni demókrata á Kavanaugh dómara, sem gagnrýnendur sögðu að hefði virst vera of reiður við réttarhöldin á fimmtudag. +Omar Navarro, frambjóðandi repúblikana gegn Waters í miðtímabilskosningunum, sagði einnig skoðun sína á Twitter. +„Stórmál ef satt er,“ tísti hann. +Í yfirlýsingu sinni sagði Waters að skrifstofa hennar hefði látið „viðeigandi yfirvöld og löggæslumenn vita af þessum ósönnu fullyrðingum. +„Við munum tryggja að hinir seku verði fundnir,“ hélt hún áfram, „og að þeir verði látnir svara til saka fyrir allar þeirrar gjörðir sem eru skemmandi og hættulegar fyrir alla starfsmenn mína.“ +Kvikmyndagagnrýni fyrir Johnny English Strikes again - njósnagrínmynd með Rowan Atkinson reynist kraftlítil +Það er orðið að vana núorðið að leita að Brexit tilvísunum í öllum nýjum myndum þar sem Bretland kemur við sögu, og það virðist eiga við í þessari endurlífgun á Johnny English grínmyndaröðinni - sem byrjaði árið 2003 með myndinni Johnny English og rétt vaknaði aftur til lífsins árið 2011 með myndinni Johnny English Reborn. +Mun þessi kankvísa satíra um það hversu greinilega ömurleg við erum vera nýtt útflutningstækifæri fyrir landið? +Hvort sem svo sé eða ekki hefur hinn úteygði, grettni og klaufski Johnny English fengið endurnýjað leyfi í annað sinn til að klúðra öllu - nafnið hans sýnir umfram allt að hann er sköpunarverk hannað fyrir sýningu í öðrum en enskumælandi löndum. +Hann er að sjálfsögðu vitgranni leyniþjónustumaðurinn sem þykist búa yfir hrífandi persónutöfrum en er dálítil blanda af Clouseau, dass af hr. Bean og smá sletta af manninum sem spilaði eina nótu fyrir lagið Chariots of Fire á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London árið 2012. +Hann er einnig upphaflega byggður á ferðamanninum og dularfulla heimsborgaranum sem Atkinsons lék einu sinni í hinum gleymdu Barclaycard sjónvarpsauglýsingum, þar sem hann skildi allt við sig í óreiðu. +Það er eitt eða tvö ágæt atriði í þessari nýjustu Johnny English mynd. +Ég hafði gaman af því að sjá Johnny English ganga að þyrlu íklæddur miðaldabrynju og þyrlublöðin skullu í hjálminn hans. +Atkinson sýnir greinilega grínhæfileika sína, en húmorinn virðist frekar kraftlaus og undarlega yfirborðskenndur, sérstaklega nú þegar „alvarlegri“ kvikmyndir eins og James Bond og Mission Impossible myndirnar bjóða einnig hiklaust upp á grín. +Grínið virðist frekar ætlað börnum en fullorðnum og mér fannst ævintýrin sem Johnny English lenti í ekki eins hugmyndarík og einbeitt eins og þöglar grínstiklur Atkinsons í gervi hr. Beans. +Hin ævarandi forsenda myndarinnar nú er að Bretland sé í miklum vandræðum. +Tölvuhakkari hefur náð að brjótast inn í leynilegt njósnanet Bretlands og komið upp um auðkenni allra breskra njósnara, til mikils ama fyrir njósnarann sem er á vaktinni - en þar kemur Kevin Eldon því miður fyrir í of litlu hlutverki. +Þetta er lokastráið fyrir forsætisráðherrann sem er hrokafull og umdeild persóna og þegar í miklum ógöngum vegna gríðarlegra pólitískra óvinsælda: Emma Thompson gerir sitt besta með hlutverk sitt sem persóna sem á að minna á Theresu May, en handritið er ekki upp á marga fiska fyrir hana. +Ráðgjafar hennar segja henni að allir virkir njósnarar séu í hættu og að hún verði að finna einhvern sem var búinn að setjast í helgan stein. +Og þar kemur sjálfur Johnny English til sögunnar, nú skólastjóri í einhverjum fínum skóla, en veitir einnig leynilega kennslu í því hvernig eigi að vera njósnari: hér eru nokkrir fyndnir brandarar er English býður upp á njósnaskóla sem minnir á myndina School of Rock. +English er kallaður aftur til Whitehall á neyðarfund og hittir þar Bough, fyrrum langþreyttan félaga sinn, sem Ben Miller leikur aftur. +Bough er nú kvæntur maður, eiginkona hans er kafbátastjóri, en í því orkumikla hlutverki nær Vicki Pepperdine ekki alveg að láta ljós sitt skína. +Njósnatvíeykið sem klúðrar öllu í þjónustu hennar hátignar er nú aftur komið í gírinn og hittir háskakvendið Opheliu Bulletovu, sem er leikin af Olgu Kurylenko. +Samtímis er forsætisráðherrann við það að hrífast af töfrum hins heillandi milljarðamærings innan tæknigeirans, sem segist geta leyst úr tölvuvanda Bretlands: það er hinn illi Jason Volta, leikinn af Jake Lacy. +English og Bough hefja hrakfallaför sína: þeir kveikja í fínum frönskum veitingastað dulbúnir sem þjónar, þeir valda usla er þeir smygla sér í lúxussnekkju Volta, og English snýr öllu á hvolf þegar hann reynir að nota sýndarveruleikagleraugu til að kynna sér innviðina í húsi Volta. +Það er engu til sparað í því lokaatriði, en þó myndin sé fjörug og orkumikil, eimir þó nokkuð af barnaefni í henni í heild sinni. +Miðlungsgott efni. +Og rétt eins og með hinar Johnny English myndirnar, gat ég ekki annað en hugsað: getur breskur kvikmyndaiðnaður látið Rowan Atkinson fá hlutverk sem hæfir virkilega hæfileikum hans? +Verkamannaflokkurinn neitar að hann sé að búa til áætlun um fjögurra daga vinnuviku fyrir Breta, með sömu launum og fyrir fimm daga viku. +Verkamannaflokkurinn, undir forystu Jeremy Corbyn, íhugar nú róttæka áætlun sem myndi leyfa Bretum að vinna í fjóra daga á viku, en fá greitt fyrir fimm. +Að sögn vill flokkurinn láta yfirmenn fyrirtækja nýta sparnað sem myndast frá byltingunni í gervigreind, og láta starfsmenn njóta góðs af með því að fá einn aukafrídag. +Þá gæti starfsfólk notið þriggja daga langrar helgar, án þess að lækka í launum. +Heimildir segja að hugmyndin myndi „passa“ við efnahagsáætlun flokksins og stefnu hans um að bæta hag verkafólks. +Verkalýðssamtökin Trades Union Congress hefur stutt við styttingu vinnuvikunnar í fjóra daga, sem leið fyrir verkafólk að nýta sér breytingar á efnahagnum. +Heimildarmaður úr efri deildum Verkamannaflokksins sagði við Sunday Times: „Það er áætlað að tilkynnt verði um stefnuendurskoðun fyrir árslok. +„Breytingin mun ekki verða á einni nóttu, en fjögurra daga vinnuvika er markmið sem passar við nálgun flokksins um að breyta efnahagnum í þágu verkafólks og við heildariðnaðarstefnu flokksins.“ +Verkamannaflokkurinn yrði ekki fyrsti flokkurinn til að styðja þessa hugmynd, en græni flokkurinn lofaði fjögurra daga vinnuviku í kosningaherferð sinni árið 2017. +Markmiðið er hins vegar ekki stutt af Verkamannaflokknum í heild sinni. +Talsmaður Verkamannaflokksins sagði: „Fjögurra daga vinnuvika er ekki á stefnublaði flokksins og flokkurinn er ekki að íhuga að innleiða hana.“ +John McDonnell, viðskiptaráðherra skuggaráðuneytisins notaðu ráðstefnu Verkamannaflokksins í síðustu viku til að lýsa hugmyndum sínum um félagslega byltingu innan efnahagsins. +Hr. McDonnell sagðist vera ákveðinn í að ná aftur völdum frá „óþekktum forstjórum“ og „gróðasöfnurum“ veitufyrirtækja. +Áætlanir skuggaráðherrans þýða líka að núverandi hluthafar í vatnsveitufyrirtækjum fá mögulega ekki allan hlut sinn til baka þar sem ríkisstjórn Verkamannaflokksins gæti lagt á „frádrátt“ vegna meintra misgjörða. +Hann hefur einnig staðfest áætlanir um að setja verkafólk í stjórnarnefndir fyrirtækja og búa til sameiginlegan eignarhaldssjóð til að láta 10 prósent af eignum einkafyrirtækja til starfsfólks þeirra, sem gætu fengið 500 punda arð af þeim árlega í vasann. +Lindsey Graham og John Kennedy segja „60 mínútum“ hvort að rannsókn FBI á Kavanaugh gæti fengið þá til að skipta um skoðun +Rannsókn FBI á ásökunum gegn Brett Kavanaugh dómara hefur valdið að minnsta kosti vikulangri töf á lokaatkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til hæstaréttardómara, og vekur upp spurninguna um hvort að niðurstöður hennar gætu fengið öldungadeildarþingmenn repúblikana til að draga stuðning sinn til baka. +Í viðtali sem verður sýnt á sunnudag, spurði Scott Pelley, fréttamaður í þættinum „60 mínútur“ repúblikanana og öldungadeildarþingmennina John Kennedy og Lindsey Graham hvort að FBI gæti leitt eitthvað í ljós sem fengi þá til að skipta um skoðun. +Kennedy virtist vera opnari en kollegi hans frá Suður-Karólínu. +„Ég meina, auðvitað,“ sagði Kennedy. +„Ég sagði þegar réttarhöldin hófust, ég sagði að ég talaði við Kavanaugh dómara. +Ég hringdi í hann eftir að ásakanirnar voru settar fram og spurði: „Gerðirðu þetta?“ +Hann var ákveðinn, staðfastur, ótvíræður.“ +Atkvæði Grahams virðist hins vegar óbreytanlegt. +„Ég hef gert upp hug minn varðandi Brett Kavanaugh og það þyrfti ótrúlega ásökun til að breyta því,“ sagði hann. +„Dr. Ford, ��g veit ekki hvað kom fyrir, en þetta veit ég: Brett neitaði því staðfastlega,“ bætti Graham við og ávarpaði Christine Blasey Ford. +„Og allir sem hún nefnir á nafn gátu ekki staðfest það. +Þetta mál er 36 ára gamalt. +Ég sé ekki að neitt nýtt muni breytast.“ +Hvað er alþjóðlega borgarahátíðin og hefur hún gert eitthvað til að draga úr fátækt? +Alþjóðlega borgarahátíðin (Global Citizen Festival) verður haldin á laugardag í New York. Það er árlegur tónlistarviðburður þar sem röð stórstjarna mun koma fram og með álíka áhrifamikla stefnu; að enda fátækt um allan heim. +Þetta er sjöunda árið sem alþjóðlega borgarahátíðin er haldin og tugþúsundir manna munu flykkjast til Central Park, ekki bara til að hlusta á tónlistaratriði frá meðal annars Janet Jackson, Cardi B og Shawn Mendes, heldur líka til að vekja athygli á raunverulegu markmiði hátíðarinnar um að binda enda á sára fátækt fyrir árið 2030. +Alþjóðlega borgarahátíðin, sem var fyrst haldin árið 2012, er hluti af alþjóðlega fátæktarverkefninu (Global Poverty Project), en það eru alþjóðleg baráttusamtök sem vilja binda enda á fátækt með því að auka fjölda þeirra sem berjast gegn henni. +Til að fá ókeypis miða á viðburðinn (nema fyrir þá sem vilja borga fyrir VIP-miða), þurftu tónleikagestir að ljúka við ýmis verkefni, eða „aðgerðir“, svo sem að vinna sjálfboðavinnu, senda tölvupóst til einhvers af leiðtogum heimsins, hringja símtal eða nota aðrar gildar leiðir til að hjálpa til við að vekja athygli á markmiði þeirra að binda endi á fátækt. +En hversu miklum árangri hefur hátíðin náð, nú þegar 12 ár eru til stefnu til að ná markmiðinu? +Er hugmyndin um að verðlauna fólk með ókeypis tónleikum í alvöru leið til að sannfæra fólk um að kalla eftir aðgerðum, eða er þetta bara en ein svokölluð „smelluaðgerð“ - þar sem fólki finnst það gera eitthvað sem skiptir máli með því að skrifa undir kröfulista á netinu eða senda skilaboð á Twitter? +Global Citizen segir að frá árinu 2011 hefur það skráð yfir 19 milljón „aðgerðir“ frá stuðningsmönnum sínum, til að kalla eftir margs konar mismunandi markmiðum. +Það segir að þessar aðgerðir hafi hjálpað við að fá leiðtoga heimsins til að lýsa yfir skuldbindingum og stefnum sem jafngilda yfir 35 milljörðum dala sem munu hafa áhrif á líf yfir 2,25 milljarða manna fyrir árið 2030. +Snemma á árinu 2018, taldi hópurinn upp 390 skuldbindingar og tilkynningar vegna aðgerða hans, þar af er búið að fjárfesta eða safna að minnsta kosti 10 milljörðum dala. +Hópurinn áætlar að fjármagnið, sem safnast, hafi hingað til hafi haft bein áhrif á nærri því 649 milljón manns um allan heim. +Ein aðalskuldbindingin kemur frá The Power of Nutrition, sem er félag fjárfesta og framkvæmdastjóra í Bretlandi sem vinnur að því að „hjálpa börnum við að njóta sín til fulls,“ og lofaði að veita 35 milljón dölum til Rúanda til að hjálpa til við að binda endi á vannæringu í landinu, eftir að hafa borist 4700 skilaboð á Twitter frá Global Citizens. +„Með stuðningi frá ríkisstjórn Bretlands, styrktaraðilum, ríkisstjórnum um allan heim og alþjóðaborgurum eins og ykkur, getum við látið það samfélagslega óréttlæti sem vannæring er heyra fortíðinni til,“ sagði Tracey Ullmann, fulltrúi The Power of Nutrition við áheyrendur á tónleikum í London í apríl 2018. +Hópurinn sagði líka að eftir að 5000 áköll voru send um að Bretland ætti að bæta næringu fyrir mæður og börn, tilkynnti ríkisstjórnin um fjármögnun verkefnis, the Power of Nutrition, sem mun ná til 5 milljón kvenna og barna og veita þeim betri næringu. +Á lista yfir algengar spurningar á vefsíðu hópsins er ein spurningin svohljóðandi: „Af hverju teljið þið ykkur geta bundið endi á sára fátækt?“ +Global citizen svaraði: „Það mun verða langt og erfitt verkefni - stundum mun okkur mistakast í sífellu. +En, við munum ná takmarki okkar, rétt eins og hreyfingar sem börðust fyrir réttindum borgara og afnámi kynþáttaaðskilnaðar á undan okkur, því að við erum sterkari saman. +Á meðal þeirra sem koma fram á viðburðinum í ár eru Janet Jackson, the Weeknd, Shawn Mendes, Cardi B, og Janelle Monáe. Viðburðurinn verður haldinn í New York og kynnarnir eru Deborra-Lee Furness og Hugh Jackman. +Bandaríkin gætu notað sjóherinn sem „hindrun“ til að hindra orkuútflutning Rússa, segir innanríkisráðherra +„Ef nauðsynlegt er,“ gæti Washington notað sjóherinn til að koma í veg fyrir að orka á Rússlandi nái á markaði, þar á meðal í Miðausturlöndum, segir Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, samkvæmt frétt frá Washington Examiner. +Zinke hélt því fram að aðstoð Rússlands við Sýrland, sérstaklega þar sem landið vinnur í boði lögmætu ríkisstjórnarinnar þar, væri fyrirsláttur til að kanna nýja markaði. +„Ég tel ástæðuna fyrir veru þeirra í Miðausturlöndum vera þá að þeir vilji gera viðskipti með orku eins og í Austur-Evrópu og suðurhluta hennar,“ á hann að hafa sagt samkvæmt heimildum. +Og, samkvæmt opinberri tilkynningu, eru til leiðir og aðferðir til að sporna gegn því. +„Bandaríkin geta notað sjóherinn til að tryggja að sjóleiðir séu opnar og til að mynda hindrun, ef nauðsynlegt er, til að tryggja að að orkan frá þeim komist ekki á markað,“ sagði hann. +Zinke ávarpaði gesti samkomu í boði the Consumer Energy Alliance, sem er góðgerðarhópur sem kallar sig „rödd orkuneytandans“ í Bandaríkjunum. +Hann hélt áfram og bar saman nálgun Washington við að takast á við Rússland og Íran og sagði hana vera meira eða minna þá sömu. +„Efnahagsvalkosturinn fyrir Íran og Rússland er meira og minna hagnýting á orkugjöfum og að skipta þeim út fyrir aðra,“ sagði hann og sagði Rússland hafa bara eitt spil í erminni með efnahag sem væri háður jarðefnaeldsneyti. +Yfirlýsingarnar koma í kjölfar þess að stjórn Trumps vill auka útflutning sinn á jarðgasi til Evrópu og koma þar í stað Rússlands, sem er mun ódýrari valkostur fyrir evrópska neytendur. +Til að gera þetta hafa opinberir starfsmenn í stjórn Trumps, og þar á meðal Donald Trump forseti sjálfur, reynt að fá Þýskaland til að hætta við þátttöku í hinu „óviðeigandi“ Nord Stream 2 verkefni um að leggja nýja orkuleiðslu, sem Trump segir að myndi gera Berlín að „fanga“ Moskvu. +Moskva hefur margsinnis haldið því fram að hin 11 milljarða dollara Nord Stream 2 orkuleiðsla, sem mun tvöfalda flutningsgetu núverandi leiðslu upp í 110 milljarða rúmmetra, sé eingöngu efnahagslegt verkefni. +Rússar segja að sterk andstaða Washington gegn verkefninu sé einfaldlega drifin áfram af efnahagslegum ástæðum og að hún sé dæmi um ósanngjarna samkeppni. +„Ég tel okkur deila því áliti að orka megi ekki vera verkfæri til að beita þrýstingi og að neytendur ættu að geta valið um birgjana,“ sagði Aleksandr Novak, orkumálaráðherra Rússlands eftir fund með Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, í Moskvu í september. +Staða Bandaríkjanna hefur verið gagnrýnd af Þýskalandi, sem hefur staðfest skuldbindingu sína við verkefnið. +Leiðandi iðnaðarsamtök Þýskalands, the Federation of German Industries (BDI), hafa ákallað Bandaríkin um að skipta sér ekki af orkustefnu ESB og tvíhliða samkomulagi á milli Berlínar og Moskvu. +„Ég er mjög ósáttur við að utanaðkomandi ríki skipti sér af orkuveitu okkar,“ sagði Dieter Kempf, formaður Federation of German Industries (BDI) eftir fund sem var haldinn nýlega með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Vladimir Putin, forseta Rússlands. +Elizabeth Warren mun „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til forsetaembættisins árið 2020, segir hún +Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Massachusetts sagði á laugardag að hún myndi „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til forseta eftir miðtímabilskosningarnar. +Warren staðfesti að hún myndi íhuga að bjóða sig fram á borgarafundi í Holyoke í Massachusetts. +„Það er tími kominn til að konur fari til Washington og lagi ríkisstjórnina okkar, og þá þarf einnig konu sem leiðtoga,“ sagði hún samkvæmt frétt frá The Hill. +„Eftir 6. nóvember mun ég íhuga alvarlega að bjóða mig fram til embættis forseta.“ +Warren talaði um Donald Trump forseta á fundinum og sagði að hann væri að „fara með landið í ranga stefnu. +„Ég hef miklar áhyggjur af því sem Donald Trump er að gera við lýðræði okkar,“ sagði hún. +Warren hefur verið ódul á gagnrýni sína á Trump og Brett Kavanaugh, tilnefndan hæstaréttardómara hans. +Á föstudag sagði Warren á Twitter að „auðvitað verðum við að láta FBI rannsaka málið áður en atkvæðagreiðslan fer fram.“ +Skoðanakönnun sem var birt á fimmtudag sýnir hins vegar að meirihluti kjósenda í fylki Warrens finnst ekki að hún ætti að bjóða sig fram árið 2020. +Fimmtíu og átta prósent „líklegra“ kjósenda í Massachusetts sögðu að öldungadeildarþingmaðurinn ætti ekki að bjóða sig fram, samkvæmt skoðanakönnun sem var birt af Suffolk University Political Research Center/Boston Globe. +Þrjátíu og tvö prósent sögðust styðja framboð hennar. +Skoðanakönnunin sýndi meiri stuðning við framboð Deval Patrick, fyrrum ríkisstjóra, þar sem 38 prósent sögðust styðja mögulegt framboð hans og 48 prósent sögðust vera á móti því. +Meðal annarra vinsælla demókrata sem voru ræddir fyrir mögulegt forsetaframboð árið 2020 voru Joe Biden, fyrrum varaforseti, og Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont. +Biden sagðist ætla að taka opinbera ákvörðun í janúar, samkvæmt frétt frá Associated Press. +Sarah Palin talar um áfallastreituröskun Track Palin á kosningafundi hjá Donald Trump +Track Palin, 26 ára, var í Írak í eitt ár eftir að hafa gengið í herinn í september. +Hann var handtekinn og ákærður vegna heimilisofbeldis á mánudagskvöld +„Sonur minn er að ganga í gegnum mikla erfiðleika eftir að hafa komið aftur, ég finn til með öðrum fjölskyldum sem finna fyrir áhrifum af áfallastreituröskun og þeim andlegu sárum sem hermennirnir okkar snúa aftur heim með,“ sagði hún við áheyrendur á kosningafundi fyrir Donald Trump í Tulsa í Oklahoma. +Palin kallaði handtöku hans „fílinn í herberginu“ og sagði að sonur hennar og aðrir stríðshermenn „kæmu til baka aðeins öðruvísi, þeir eru harðnaðir og velta því fyrir sér hvort einhver virðing sé borin fyrir því sem félagar þeirra í hernum og lofthernum og öðrum deildum hersins hafa gert fyrir landið.“ +Hann var handtekinn á mánudag í Wasilla í Alaska og ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn konu, fyrir að reyna að hindra tilkynningu um heimilisofbeldi og fyrir vopnaburð undir áhrifum áfengis, samkvæmt Dan Bennett, talsmanni lögregludeildarinnar í Wasilla. +18 fylki og Washington D.C. styðja áskorun gegn nýrri hælisleitendastefnu +Átján fylki og Washingtonborg styðja lagalega áskorun gegn nýrri stefnu Bandaríkjanna sem neitar fórnarlömbum sem flýja gengja- eða heimilisofbeldi um hæli. +Fulltrúar fylkjanna 18 og borgarinnar sendu inn réttarskýrslu á föstudag í Washington til að styðja við hælisleitanda sem mótmælir stefnunni, samkvæmt frétt frá NBC News. +Fullt nafn ákærandans í Grace v. Sessions lögsókninni sem samtökin American Civil Liberties Union settu fram gegn alríkisstefnunni hefur ekki verið gefið upp. +Hún sagði að maki hennar „og ofbeldisfullir synir hans sem voru gengjameðlimir,“ hafi beitt hana ofbeldi, en bandarískir ríkisstarfsmenn höfnuðu umsókn hennar um hæli hinn 20. júlí. +Hún var sett í varðhald í Texas. +Saksóknararnir, sem styðja Grace, lýstu El Salvador, Hondúras og Gvatemala sem löndum þar sem vandamál tengd gengjum og heimilisofbeldi fara sífellt stækkandi. Fjöldi hælisumsækjanda til Bandaríkjanna kemur frá þessum löndum. +Hin nýja hælisleitendastefna afturkallar úrskurð sem áfrýjunarnefnd innflytjenda hafði sett árið 2014 til að leyfa óskráðum innflytjendum sem flúðu heimilisofbeldi að sækja um hæli. +Karl Racine, ríkissaksóknari Washington sagði í yfirlýsingu á föstudag að nýja stefnan „hunsaði fleiri áratugi af ríkis- alríkis- og alþjóðalögum.“ +„Alríkislög krefjast þess að tekin sé ákvörðun um allar hælisumsóknir byggt á staðreyndum og kringumstæðum umsóknarinnar, og þessi stefna brýtur gegn þessari reglu,“ sagði í réttarskýrslunni. +Lögmenn sögðu enn fremur í skýrslunni að stefnan sem neitaði innflytjendum um inngöngu væri skaðleg fyrir efnahag Bandaríkjanna, og héldu því fram að innflytjendur væru líklegri til að stofna fyrirtæki og „veittu mikilvægt vinnuafl.“ +Jeff Sessions, ríkissaksóknari skipaði dómurum í innflytjendamálum að hætta að veita hæli til fórnarlamba sem flúðu heimilisofbeldi og gengjaofbeldi í júní. +„Þeir sem yfirgefa heimaland sitt vegna ofsókna sem byggjast á kynþætti, trúarbrögðum, þjóðerni eða aðild að ákveðnum samfélagshópi eða stjórnmálaskoðun geta sótt um hæli,“ sagði Sessions í tilkynningu sinni um stefnuna hinn 11. júní. +Hælisveitingum var aldrei ætlað að leysa öll vandamálum, ekki einu sinni öllu alvarleg vandamál, sem fólk tekst á við á hverjum degi um allan heim. +Örvæntingarfullar björgunaraðgerðir í kapphlaupi við að finna eftirlifendur í Palu, er tala látinna tvöfaldast +Aðstæður verða æ erfiðari fyrir þá sem lifðu af. +„Það er mikil spenna í loftinu,“ sagði Risa Kusuma, 35 ára móðir, er hún huggaði veikan son sinn í hjálparmiðstöðinni í borginni Palu. +„Sjúkrabílar koma með lík hingað í sífellu. +Það er lítið um hreint vatn.“ +Íbúar sáust snúa aftur til eyðilagðra heimila sinna og leita í vatnsósa eigum sínum til að reyna að bjarga því sem þeir gátu fundið. +Hundruðir manna særðust og spítalar eru yfirfullir og skemmdir eftir jarðskjálftann sem mældist 7,5 stig á Richter skalanum. +Sumir hinna særðu, þar á meðal Dwi Haris, sem bak- og axlarbrotnaði, lágu fyrir utan hersjúkrahúsið í Palu, þar sem hlynnt var að sjúklingum utandyra vegna áframhaldandi kraftmikilla eftirskjálfta. +Tár fylltu augu hans er hann sagði frá því hvernig hann fann jarðskjálftan hrista hótelherbergi hans á fimmtu hæð, þar sem hann var með konu sinni og dóttur. +„Það var enginn tími til að bjarga okkur sjálfum. +Ég þrýstist upp að veggjarústunum, held ég,“ sagði Haris við Associated Press og sagði að fjölskylda hans hefði verið í bænum til að fara í brúðkaup. +„Ég heyrði konu mína kalla á hjálp, en síðan þögn. +Ég veit ekki hvað kom fyrir hana og dóttur mína. +Ég vona að þær séu öruggar.“ +Sendiherra Bandaríkjanna sakar Kína um „ofsóknir“ með „áróðursauglýsingum“ +Viku eftir að opinbert fréttablað í Kína birti fjögurra síðna auglýsingu í bandarísku dagblaði til að fjalla um gagnkvæma kosti í viðskiptum á milli landanna tveggja, sakaði sendiherra Bandaríkjanna í Kína Peking um að notfæra sér bandaríska fjölmiðla til að dreifa áróðri. +Donald Trump, forseti Bandaríkjanna talaði síðastliðinn miðvikudag um auglýsingu kínverska blaðsins í blaðinu Des Moines Register - sem er mest selda fréttablaðið í Iowa - eftir að hafa sakað Kína um að reyna að blanda sér í þingkosningar Bandaríkjanna sem verða hinn 6. nóvember. Kína neitar þessari ásökun. +Ásökun Trump um að Peking vildi blanda sér í bandarísku þingkosningarnar markaði það sem opinberir bandarískir fulltrúar sögðu fréttastofu Reuters að væri nýtt stig í stækkandi herferð frá Washington til að beita Kína þrýstingi. +Þó svo að það sé eðlilegt að erlendar ríkisstjórnir birti auglýsingar til að ýta undir viðskipti, þá eiga Peking og Washington í síharðnandi viðskiptastríði, með nýjum tollum á innflutningsvörur beggja landa. +Kínverskir og bandarískir sérfræðingar segja að hefndartollar Kína snemma í viðskiptastríðinu voru hannaðir til að skaða útflytjendur í fylkjum á borð við Iowa, sem studdu repúblikanaflokk Trumps. +Terry Branstad, sendiherra Bandaríkjanna í Kína og fyrrum ríkisstjóri í Iowa til langs tíma, en það fylki flytur út mikið af landbúnaðarvörum til Kína, sagði að Peking hefði skaðað bandarískt verkafólk, bændur og fyrirtæki. +Branstad sagði í innsendri álitsgrein sinni í sunnudagsblaði Des Moines Register að „Kína væri nú að auka á ofsóknir sínar með því að birta áróðursauglýsingar í okkar eigin frjálsu fjölmiðlum.“ +„Með því að breiða út áróðri sínum er ríkisstjórn Kína að notfæra sér ástkæra málfrelsishefð Bandaríkjanna og frjálsa fjölmiðla okkar með því að birta kostaða auglýsingu í blaðinu Des Moines Register,“ sagði Branstad í grein sinni. +„Aftur á móti má finna fáar mótmælaraddir í blaðasölubásum á götum Peking, og ekki má finna neina sanna endurspeglun á þeim mismunandi skoðunum sem Kínverjar gætu haft á áhyggjuvaldandi efnahagsstefnu Kína, þar sem að fjölmiðlar eru fastir undir hæl kínverska kommúnistaflokksins,“ skrifaði hann. +Hann bætti því við að „eitt af stærstu fréttablöðunum í Kína kom sér undan tilboðinu um að birta“ grein hans, en hann tók ekki fram hvaða blað það var. +Sérfræðingar vara við því að repúblikanar séu að gera kvenkyns kjósendur afhuga þeim fyrir miðtímabilskosningarnar með Kavanaugh-málinu. +Sérfræðingar hafa varað við neikvæðum viðbrögðum, sérstaklega frá konum, í næstu miðtímabilskosningum, vegna þess að margir repúblikanar hafa stutt og varið Brett Kavanaugh, tilnefndan hæstaréttardómara, sem hefur sætt ásökunum um kynferðislega áreitni. +Afar sterkar tilfinningar hafa verið í kringum þetta mál og flestir repúblikanar hafa þegar sýnt opinberlega að þeir vildu byrja atkvæðagreiðslu. +„Það er ekki hægt að bakka með þessa hluti,“ sagði Grant Reeher, prófessor í stjórnmálafræði við stofnunina Maxwell School í háskólanum í Syracuse, við The Hill fyrir grein sem var gefin út á laugardag. +Reeher sagðist efast um að ákall Jeff Flake, öldungadeildarþingmanns repúblikana í Arizona, á síðustu mínútu um rannsókn hjá FBI dugi til að róa reiða kjósendur. +„Konur munu ekki gleyma því sem kom fyrir í gær, þær gleyma því ekki á morgun og ekki í nóvember, sagði Karine Jean-Pierre, yfirráðgjafi og talskona fyrir frjálslynda hópinn MoveOn, á föstudag, samkvæmt fréttablaði Washington D.C. +Á föstudagsmorgun sungu mótmælendur „Nóvember nálgast!“ er þeir mótmæltu á göngum öldungadeildarinnar þegar repúblikanarnir sem stjórnuðu úrskurðarnefndinni ákváðu að halda áfram með tilnefningu Kavanaughs, þrátt fyrir vitnisburð dr. Christine Blasey Ford, samkvæmt Mic. +„Áhugi og eldmóður kjósenda mun fara upp úr öllu valdi,“ sagði Stu Rothenberg, óháður stjórnmálagreinandi, við fréttavefsíðuna. +„Fólk mun segja að áhuginn hafi þegar verið mikill og það er satt. +En hann gæti verið meiri, sérstaklega hjá kvenkyns kjósendum í úthverfunum og yngri kjósendum, 18-29 ára, sem líkar illa við forsetann, en kjósa sjaldan.“ +Greinendur spáðu bakslagi ef repúblikanar ýttu á að láta staðfesta Kavanaugh, jafnvel fyrir vitnisburð Ford þar sem hún lýsti ásökunum sínum um kynferðislegt áreiti frá honum. +„Þetta er orðið stórt klúður fyrir Repúblikanaflokkinn,“ sagði Michael Still, fyrrum meðlimur í landsnefnd Repúblikanaflokksins, snemma í síðustu viku, samkvæmt NBC News. +„Málið snýst ekki bara um atkvæði nefndarinnar eða lokaatkvæðagreiðsluna eða hvort Kavanaugh verði látinn sitja á bekknum, þetta snýst líka um það hvernig repúblikanar hafa höndlað þetta og hvernig þeir hafa komið fram við hana,“ sagði Guy Cecil, formaður Priorities USA, hóps sem hjálpar við að kjósa demókrata, við fréttastöðina. +Hins vegar virðast Bandaríkjamenn vera ósammála hverjum eigi að trúa eftir vitnisburði frá bæði Ford og Kavanaugh, og naumur meirihluti styður þann síðarnefnda. +Ný skoðanakönnun frá YouGov sýnir að 41 prósent svarenda trúði örugglega eða líklega vitnisburðinum frá Ford, á meðan 35 prósent sögðust trúa örugglega eða líklega vitnisburði Kavanaughs. +Að auki sögðu 38 prósent svarenda að þeir teldu Kavanaugh hafa líklega eða örugglega logið í vitnisburði sínum, á meðan aðeins 30 prósent sögðu það sama um Ford. +Eftir ákallið frá Flake er FBI nú að rannsaka ásakanirnar sem Ford setti fram og frá að minnsta kosti einni annarri konu, Deboruh Ramirez, samkvæmt frétt frá Guardian. +Ford bar eiðsvarið vitni frammi fyrir úrskurðarnefnd öldungadeildarinnar í síðustu viku og sagði að Kavanaugh hefði ráðist á hana þegar hún var 17 ára og að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. +Ramirez segir að Kavanaugh hafi berað kynfæri sín fyrir framan hana þegar þau voru bæði í veislu sem nemar í Yale háskólanum á 9. áratugnum. +Maðurinn sem fann upp internetið er með áætlanir um að byrja nýtt internet til að berjast gegn Google og Facebook +Tim Berners-Lee, maðurinn sem fann upp netið, ætlar að stofna sprotafyrirtæki til að berjast gegn Facebook, Amazon og Google. +Síðasta verkefni tæknigoðsagnarinnar, Inrupt, er fyrirtæki sem byggir á Solid, opnum verkvangi Berners-Lee. +Solid gerir notendum kleift að velja hvar gögnin þeirra eru vistuð og hvaða fólk hefur leyfi til að fá aðgang að hvaða upplýsingum. +Í einkaviðtali við Fast Company, sagði Berners-Lee í gríni að ásetningurinn á bak við Inrupt væri „heimsyfirráð.“ +„Við verðum að gera þetta núna,“ sagði hann um sprotafyrirtækið. +„Þetta er sögulegt augnablik.“ +Forritið notar tækni frá Solid til að gera fólki kleift að búa til sína eigin „persónulega gagnaverslun á netinu“ eða POD. +Þar má hafa lista yfir tengiliði, verkefnalista, dagatal, tónlistarsafn og önnur persónuleg og vinnutengd tæki. +Það svipar til þess að Google Drive, Microsoft Outlook, Slack og Spotify séu öll til staða í einum vafra og öll samtímis. +Það einstaka við persónulegu gagnaverslunina er að það er algerlega undir notandanum komið hver getur fengið aðgang að hvaða upplýsingum. +Fyrirtækið kallar það „persónulega valdeflingu með því að nota gögn.“ +Samkvæmt John Bruce, forstjóra fyrirtækisins, er hugmyndin að Inrupt sú að fyrirtækið veiti aðföng, ferli og viðeigandi kunnáttu til að hjálpa við að gera Solid aðgengilegt öllum. +Núna samanstendur fyrirtækið af Berners-Lee, Bruce, öryggisverkvangi sem var keyptur af IBM, nokkrum forriturum sem voru ráðnir sem verktakar til að vinna í verkefninu, og hópi forritara í sjálfboðavinnu. +Frá og með þessari viku gætu tækniþróendur um allan heim búið til sín eigin sjálfstæðu forrit með tólunum sem eru í boði á vefsíðu Inrupt. +Berners-Lee sagði að hann og teymið hans ættu ekki í viðræðum við „Facebook og Google um hvort ætti að koma af stað algerri breytingu sem myndi setja núverandi viðskiptamódel þeirra á hausinn á einni nóttu. +„Við biðjum þá ekki um leyfi.“ +Berners-Lee skrifaði í grein sem var birt á laugardag á Medium að Inrupt hefði það „að markmiði að skapa orku í viðskiptum og vistkerfi sem hjálpar við að vernda heiðarleika og gæði nýja vefsins sem er byggður á Solid.“ +Berners-Lee umbylti netinu árið 1994 þegar hann stofnaði the World Wide Web Consortium við Massachusetts Institute of Technology. +Á síðustu mánuðum hefur Berners-Lee verið áhrifamikil rödd í umræðunni um hlutleysi netsins. +Berners-Lee verður áfram stofnandi og forstjóri World Wide Web Consortium, the Web Foundation of the Open Data Institute, jafnvel á meðan hann kemur Inrupt á fót. +„Ég er fullur bjartsýni fyrir næsta tímabil netsins,“ bætti Berners-Lee við. +Bernard Vann: Prestur og handhafi Viktoríukrossins frá fyrri heimstyrjöldinni heiðraður +Eini enski presturinn til að vera heiðraður með Viktoríukrossinum í fyrri heimstyrjöldinni sem hermaður hefur verið hylltur í heimabæ sínum 100 árum síðar. +Séra Bernard Vann sem gegndi stöðu undirofursta í hernum, fékk krossinn þann 29. september 1918 í árásinni á Bellenglise og Lehaucourt. +Hins vegar drap leyniskytta hann fjórum dögum síðar og hann fékk aldrei að vita að hann hefði hlotið æðstu heiðursorðu breska hersins. +Tveir afasynir hans afhjúpuðu minnisvarða um hann í skrúðgöngu í Rushden, Northamptonshire, á laugardag. +Einn afasonur hans, Michael Vann, sagði að það væri „dásamlega táknrænt“ að minnisvarðinn væri afhjúpaður nákvæmlega 100 árum frá heiðursafreki afa hans. +Samkvæmt blaðinu London Gazette, leiddi Vann undirofursti herlið sitt hinn 29. september 1918 yfir Canal de Saint-Quentin skurðinn „í gegnum afar þykka þoku og undir harðri skotárás frá fallbyssum og vélbyssum.“ +Síðar hljóp hann að skotlínunni og með „miklu hugrekki“ leiddi hann línuna áfram áður en hann réðist að fallbyssu eins síns liðs og yfirbugaði þrjá hermenn. +Vann undirofursti var drepinn af þýskri leyniskyttu hinn 4. október 1918, aðeins mánuði áður en stríðinu lauk. +Michael Vann, 72 ára, sagði að hetjudáðir afa hans væru „eitthvað sem ég gæti aldrei gert, en eitthvað sem gerir mann auðmjúkan.“ +Hann og bróðir hans, dr. James Vann, lögðu einnig blómkrans eftir skrúðgönguna, sem var leidd af Brentwood Imperial Youth Band. +Michael Vann sagði að honum þætti það „mikill heiður að taka þátt í skrúðgöngunni“ og bætti við að „dáðir sannrar hetju eru sýndar með stuðningnum sem svo margir sýna.“ +MMA aðdáendur vöktu alla nóttina til að horfa á Bellator 206, fengu í staðinn að sjá Gurru grís +Ímyndaðu þér bara, að hafa vakið alla nóttina til að sjá yfirfullan Bellator 206, bara til að vera neitað um að sjá aðalviðburðinn. +Á dagskránni voru 13 bardagar frá San Jose, þar af sex á aðalskránni og voru þeir sýndir í beinni útsendingu alla nóttina í Bretlandi á Channel 5 rásinni. +Klukkan 6 um morguninn, einmitt þegar Gegard Mousasi og Rory McDonald voru að undirbúa sig til að berjast, fengu breskir áhorfendur óvænta uppákomu þegar útsendingin breyttist yfir í Gurru grís. +Sumir voru óánægðir eftir að hafa vakað alla nóttina til að horfa á bardagann. +Einn aðdáandi á Twitter lýsti skiptunum yfir í barnaefnið sem „einhvers konar sjúkum brandara.“ +„Samkvæmt opinberum reglum var efnið ekki hæft áhorfendum klukkan sex um morguninn svo þeir urðu að skipta yfir í barnaefni,“ sagði Dave Schwartz, varaforstjóri markaðssetningar og samskipta fyrir Bellator, þegar hann var spurður út í útsendinguna. +„Gurra grís, já.“ +Scott Coker, forstjóri Bellator sagði að þeir myndu fara yfir tímaáætlanir sínar og taka áhorfendur í Bretlandi með í reikninginn í framtíðinni. +„Ég held að þegar ég hugsa um endursýninguna að við gætum líklega leyst úr þessu,“ sagði Coker. +„En klukkan er sex um morguninn á sunnudegi þarna og við getum ekki leyst úr þessu fyrr en á sunnudegi að okkar tíma, sem er mánudagur hjá þeim. +En við erum að vinna í þessu. +Trúðu mér, þegar skipt var um útsendingu voru fjölmörg textaskilaboð send fram og til baka, og þau voru ekki öll vinsamleg. +Við vorum að reyna að laga þetta, við héldum að þetta væri tæknilegt vandamál. +En það var ekki svo, þetta var opinbert vandamál. +Ég get lofað að þetta mun ekki gerast í næsta skipti. +Við takmörkum kvöldið við fimm bardaga í staðinn fyrir sex, eins og venjulega, en við reyndum of mikið og fórum fram úr okkur. +Þetta er óheppilegt ástand.“ +Desert Island Discs: Tom Daley fann fyrir „vanmætti“ vegna kynhneigðar +Ólympíudýfingamaðurinn Tom Daley segist hafa fundið fyrir vanmætti gagnvart öðru fólki í uppvexti sínum vegna kynhneigðar sinnar, en að það hafi hvatt hann til að ná árangri. +Hinn 24 ára Daley sagði að honum hafi ekki orðið ljóst að „hann væri frábrugðinn öðrum“ fyrr en hann fór í gagnfræðaskóla.“ +Í útvarpsþættinum Desert Island Discs á Radio 4 rásinni, með Lauren Laverne, sagði Daley að hann talaði um réttindi samkynhneigðra til að veita öðrum „von.“ +Hann sagði líka að foreldrahlutverkið hafi dregið úr áhuga hans á því að vinna Ólympíuleikana. +Kirsty Young, venjulegi þáttastjórnandinn, hefur tekið sér nokkurra mánaða frí vegna veikinda. +Daley mætti utanveltu í fyrsta þátt Laverne og sagði að honum hafi fundist hann vera „minni maður“ en allir aðrir þegar hann var barn af því að „það var ekki samþykkt í samfélaginu að vera hrifinn af bæði strákum og stelpum.“ +Hann sagði: „Allt fram til dagsins í dag hafa þessar tilfinningar um að finnast ég vera óæðri og öðruvísi gefið mér kraftinn og styrkinn til að ná árangri.“ +Hann langaði til að sanna að hann væri „eitthvað,“ sagði hann, svo að hann myndi ekki valda neinum vonbrigðum þegar lokst kæmist upp um kynhneigð hans. +Tvöfaldi Ólympíubronshafinn hefur látið mikið á sér bera sem stuðningsmaður LGBT og notaði þátttöku sína í Commonwealth leikunum í Ástralíu til að ákalla fleiri þjóðir til að lögleiða samkynhneigð. +Hann sagðist láta í sér heyra því honum fyndist hann vera heppinn að geta lifað opinberlega án refsinga og langaði til að veita öðrum „von.“ +Heimsmeistarinn þrefaldi sagði að það hefði „komið honum á óvart“ að verða ástfanginn af karlmanni - bandaríska kvikmyndagerðarmanninum Dustin Lance Black, sem hann hitti fyrst árið 2013. +Daley giftist Óskarsverðlaunahafanum, sem er 20 árum eldri en hann, í fyrra en sagði að aldursmismunurinn hefði aldrei verið vandamál. +„Þegar maður gengur í gegnum svona mikið á unga aldri“ - en hann tók þátt í fyrstu Ólympíuleikum sínum 14 ára og faðir hans lést úr krabbameini þremur árum síðar - sagði hann að það væri erfitt að finna jafnaldra sem hefði upplifað svipaða velgengni og erfiðleika. +Parið ættleiddi barn í júní, son að nafni Robert Ray Black-Daley og Daley sagði að „allar lífsskoðanir“ hans hefðu kúvenst. +„Ef þú hefðir spurt mig í fyrra, þá snerist allt um að vinna gullverðlaun,“ sagði hann. +„Veistu hvað, það eru mikilvægari hlutir en gullverðlaun á Ólympíuleikunum. +Robbie er Ólympíugullverðlaunin mín.“ +Sonur hans er skírður í höfuðið á Robert, föður hans sem lést árið 2011, fertugur að aldri, eftir að hafa greinst með krabbamein í heila. +Daley sagði að faðir hans hefði ekki sætt sig við að hann myndi deyja og eitt af því síðasta sem hann hafði spurt um var hvort þeir væru búnir að fá miðana sína fyrir London 2012 - því hann langaði að sitja í fremstu röð. +„Ég gat ekki sagt við hann að hann myndi ekki lifa nógu lengi til að sitja í fremstu röðinni,“ sagði hann. +„Ég hélt í höndina á honum þegar hann hætti að anda, og það var ekki fyrr en andardráttur hans stöðvaðist og hann var látinn að ég viðurkenndi loks að hann væri ekki ósigrandi,“ sagði hann. +Næsta ár keppti Daley á Ólympíuleikunum 2012 og vann bronsverðlaun. +„Ég vissi bara að mig hafði dreymt um þetta alla mína ævi, að dýfa mér fyrir framan áhorfendur á heimavelli á Ólympíuleikunum. Það finnst ekki betri tilfinning,“ sagði hann. +Það var einnig innblástur að valinu á fyrsta laginu - Proud eftir Heather Small - sem hafði veitt honum innblástur fyrir Ólympíuleikana og gaf honum ennþá gæsahúð. +Desert Island Discs er á BBC Radio 4 á sunnudag klukkan 11.15 að breskum staðartíma. +Mickelson í slæmu formi og látinn sitja á bekknum í Ryder bikarnum á laugardag +Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson mun slá met á sunnudag er hann leikur sinn 47. leik í Ryder bikarnum, en hann þarf að finna aftur sína gömlu takta svo að metið sé ekki umkringt slæmum minningum. +Mickelson, sem spilar í keppninni í 12. sinn, sem er met, var látinn sitja á bekknum eftir ákvörðun fyrirliðans Jim Furyk fyrir keppnirnar í fjórkúluleik og fjórleikjum á laugardag. +Í stað þess að vera miðpunktur hasarsins, eins og hann hefur verið svo oft áður fyrir Bandaríkin, skiptist dagurinn hjá fimmfalda meistaranum á milli þess að vera klappstýra og æfa leiktaktana á vellinum í von um að leiðrétta það sem að honum amar. +Mickelson, 48 ára gamall, var aldrei sá sem skaut beinast með drævernum, og er ekki besti leikmaðurinn fyrir Le Golf National golfvöllinn, þar sem að langar glompur refsa oft fyrir slæm skot. +Og ekki nóg með að golfvöllurinn sé mikil áskorun í sjálfu sér, heldur þarf Mickelson að keppa á móti Frances Molinari, sigurvegara British Open, í níunda leiknum á sunnudag. Molinari er með nýliðanum Tommy Fleetwood í liði og saman hafa þeir unnið alla fjóra leiki sína í þessari viku. +Ef Bandaríkjamennirnir, sem eru fjórum stigum undir er þeir taka fyrsta leikinn af 12 einliðaleikjum, ná góðri byrjun, gæti leikur Mickelsons skipt sköpum. +Furyk lýsti yfir trausti á sínum manni, en hann gat varla sagt mikið annað. +„Hann skildi fullkomlega hlutverkið sem hann hafði í dag, klappaði mér á bakið og tók utan um mig og sagði að hann yrði tilbúinn á morgun,“ sagði Furyk. +„Hann er með mikið sjálfstraust. +Hann er í frægðarhöllinni og hann hefur verið svo mikil bót fyrir liðin áður fyrr og í þessari viku. +Ég bjóst líklega ekki við að hann spilaði tvo leiki. +Ég sá meira fyrir mér, en þannig endaði þetta og við töldum að við urðum að fara þessa leið. +Hann vill vera þarna úti, rétt eins og allir aðrir.“ +Mickelson mun slá met Nick Faldo í fjölda spilaðra leikja í Ryder bikarnum á sunnudag. +Þetta gæti markað endalokin á ferli í Ryder bikarnum sem hefur aldrei náð alveg jafn hátt og önnur afrek á skrá hans. +Mickelson er með 18 sigra, 20 töp og 7 jafntefli, en Furyk sagði að nærvera hans hefði ákveðin óljós áhrif á liðið. +„Hann er fyndinn, hann er kaldhæðinn, hnyttinn, hefur gaman af því að gera grín að fólki og það er frábært að hafa hann í liðsherberginu,“ útskýrði hann. +„Ég held að yngri leikmennirnir höfðu gaman af því að stríða honum líka í vikunni, og það var skemmtilegt að sjá. +Hann gefur svo miklu meira en bara golfleikinn.“ +Thomas Bjorn, fyrirliði Evrópu veit að mikið forskot getur horfið fljótt +Evrópski fyrirliðinn Thomas Bjorn veit það af reynslunni að gott forskot fyrir síðasta dag einstaklingskeppninnar í Ryder bikarnum getur auðveldlega breyst í óþægilega reynslu. +Daninn spilaði fyrst í leik í Valderrama árið 1997, þar sem að hlið undir stjórn fyrirliðans Seve Ballesteros hafði fimm stiga forskot yfir Bandaríkjamönnunum, en náði rétt að kreista fram sigur í lokin með minnsta mögulega stigamun, með 14½-13½ sigri. +„Maður minnir sig á í sífellu að við höfðum mikið forskot í Valderrama, við vorum með mikið forskot í Brookline þar sem við töpuðum og í Valderrama, þar sem við unnum, en aðeins rétt svo,“ sagði Bjorn, sem sést hér á mynd, eftir að hafa horft á 2018 árganginn vinna 5-3 bæði á föstudag og á laugardag og ná forskotinu 10-6 á Le Golf National vellinum. +Sagan mun sýna mér og öllum í liðinu að þetta er ekki búið. +Við leggjum okkur alla fram á morgun. +Förum og gerum allt rétt. +Þetta er ekki búið fyrr en öll stigin eru á töflunni. +Við höfum okkar markmið og það er að reyna að vinna þennan bikar, við einbeitum okkur að því +Ég hef alltaf sagt þetta, ég einbeiti mér að leikmönnunum 12 í okkar liði, en við erum afar meðvitaðir um mótherja okkar í hinu liðinu - bestu golfara í heimi.“ +Bjorn var hæstánægður með hvernig hans leikmenn hefðu staðið sig á erfiðum velli og bætti við: „Ég fer aldrei framúr sjálfum mér í þessu. +Morgundagurinn verður allt öðruvísi. +Á morgun er það frammistaða einstaklinganna sem skiptir máli, og það er annar hlutur. +Það er frábært að spila með félaga þegar allt gengur vel, en þegar maður spilar einn er reynt á alla manns hæfileika sem golfari. +Það eru skilaboðin sem þarf að senda leikmönnunum, að ná því besta úr sjálfum sér á morgun. +Nú skilur maður félaga sinn eftir og hann þarf líka að spila sinn besta leik sjálfur.“ +Ólíkt Bjorn, mun mótherji hans, Jim Furyk, leitast við að leikmenn hans standi sig betur í einstaklingsleikjum heldur en með félaga, að undanskildum Jordan Spieth og Justin Thomas, sem unnu þrjú stig af fjórum. +Furyk hefur sjálfur upplifað báðar hliðar á þessum stóru umskiptum á síðasta degi, en hann var sigurstranglegur með liði sínu í Brookline en endaði á því að tapa þegar Evrópa framkvæmdi „kraftaverkið í Medinah.“ +„Ég man hvert einasta fjandans orð,“ svaraði hann aðspurður hvernig Ben Crenshaw, fyrirliðinn árið 1999, hefði hvatt áfram leikmenn sína fyrir síðasta daginn. +„Við þurfum að spila 12 mikilvæga leiki á morgun en mann langar til að byrja hratt eins og gerðist í Brookline og Medinah. +Þegar sá skriður nær að byggjast upp veldur það miklum þrýstingi á leikina sem eru í miðjunni. +Við röðuðum leikmönnum okkar samkvæmt því og látum þá spila eins og okkur finnst að muni ganga best á morgun.“ +Thomas hefur fengið það verkefni að reyna að leiða vörnina og leikur á móti Rory McIlroy í fyrsta leiknum, með Paul Casey, Justin Rose, Jon Rahm, Tommy Fleetwood og Ian Poulter sem hina Evrópuleikmennina í fyrsta helmingi leikjanna. +„Ég valdi þessa leikmenn í þessari röð því ég held að þeir dekki alla leið í gegn,“ sagði Bjorn um val sitt á leikmönnum í einstaklingskeppninni. +Nýju herskipi Þýskalands frestað enn á ný +Nýjasta herskip þýska sjóhersins hefði átt að vera smíðað árið 2014 til að koma í stað gamalla herskipa frá kaldastríðstímabilinu, en það verður ekki tilbúið fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári vegna bilaðra kerfa og síhækkandi kostnaðar, samkvæmt fréttum á svæðinu. +Bygginu á „Rheinland-Pfalz,“ forystuskipi hinna glænýju herskipa af Baden-Wuerttemberg-flokki, hefur nú verið frestað fram að fyrri helming ársins 2019, samkvæmt heimildum frá talsmanni hersins sem talaði við Die Zeit blaðið. +Skipið hafði átt að vera tekið í gagnið hjá sjóhernum árið 2014, en alvarleg vandamál eftir afhendingu plöguðu verkefnið. +Skipin fjögur af Baden-Wuerttemberg-flokki sem sjóherinn pantaði árið 2007 eiga að koma í staðinn fyrir herskipin af Bremen-flokki, sem eru komin til ára sinna. +Þau eiga að vera útbúin öflugri fallbyssu, mörgum loftvarnar- og skipavarnareldflaugum og felutækni á borð við minnkuð ratsjár- innrauð-, og hljóðmerki. +Aðrir mikilvægir eiginleikar eru lengri notkunartími - það ætti að vera hægt að nota nýjustu skipin í allt að tvö ár fjarri heimahöfnum þeirra. +Hins vegar þýða stöðugar tafir að þessi herskip af nýjustu gerð - sem eru sögð gera Þýskalandi kleift að sýna styrk sinn á hafi - verði þegar úrelt þegar þau loks eru tekin í gagnið, segir í Die Zeit. +F125 herskipið komst í fréttirnar í fyrra þegar þýski herinn neitaði opinberlega að taka við fleyinu og skilaði því aftur til Blohm & Voss slippsins í Hamborg. +Þetta var í fyrsta skipti sem sjóherinn hefur skilað skipi aftur til framleiðanda eftir afhendingu. +Lítið var vitað um ástæðurnar á bak við skilin, en þýskir fjölmiðlar töluðu um margs kona alvarlega „galla í hugbúnaði og vélbúnaði“ sem gerðu herskipið gagnslaust ef það væri sent í herför. +Gallar í hugbúnaði voru sérlega mikilvægir því herskip af Baden-Wuerttemberg-flokki verður stýrt af 120 manna áhöfn, sem er helmingi minni en á herskipum af Bremen-flokki. +Einnig kom í ljós að skipið væri allt of þungt, sem dregur úr frammistöðu þess og takmarkar getu sjóhersins til að gera viðbætur á því í framtíðinni. +Hið 7000 tonna skip „Rheinland-Pfalz“ er talið vera tvisvar sinnum þyngra en skip í svipuðum flokki sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. +Fyrir utan galla í vélbúnaði, er kostnaðurinn við allt verkefnið - þ.m.t. þjálfun áhafnarinnar - farinn að valda vandamálum. +Sagt er að hann hafi náð 3,1 milljarði evra (3,6 milljörðum dala), en átti upphaflega að vera 2,2 milljarðar evra. +Vandamál sem hrjá nýjustu skipin eru sérlega mikilvæg í ljósi viðvarana um að yfirburðir Þjóðverja á hafi úti fari minnkandi. +Fyrr á þessu ári viðurkenndi Hans-Peter Bartels, yfirmaður varnarmálanefndar þýska þingsins, að sjóherinn væri í raun að verða „uppiskroppa með starfhæf skip.“ +Fulltrúinn sagði að vandamálið hefði undið upp á sig með tímanum, því að eldri skip voru tekin úr notkun en engin skip komu í þeirra stað. +Hann harmaði að ekkert af skipunum af Baden-Wuerttemberg-flokki gætu verið tekið í notkun af sjóhernum. +National Trust náttúruverndarsamtökin njósna um leynilegt líf leðurblakna +Ný rannsókn, sem fer fram á landsvæði í skosku hálöndunum, hefur það að markmiði að komast að því hvernig leðurblökur nota landslagið þegar þær veiða sér til fæðu. +Vonast er til að niðurstöðurnar varpi nýju ljósi á hegðun þessara einstöku fljúgandi spendýra og hjálpi við að leiðbeina náttúruverndaraðgerðum í framtíðinni. +Rannsóknin, sem vísindamenn við náttúruverndarsamtökin National Trust for Scotland stýra mun fylgjast með mismunandi tegundum af leðurblökum í Inverewe görðunum í Wester Ross. +Sérstök upptökutæki verða sett upp á lykilstöðum um svæðið til að fylgjast með hegðun leðurblaknanna yfir tímabilið. +Starfsfólk NHS og sjálfboðaliðar munu einnig fara í eftirlitsferðir með handheldum skynjurum. +Sérfræðingar munu hljóðgreina allar upptökur til að komast að tíðni kallanna, sem leðurblökurnar gefa frá sér, og hvaða tegundir gera hvað. +Kort yfir búsvæði og skýrsla verða síðan gefin út til að búa til nákvæma mynd af hegðun þeirra á landfræðilegum skala. +Rob Dewar, nátturúverndarráðgjafi fyrir NTS, vonar að niðurstöðurnar leiði í ljós hvers konar búsvæði eru mikilvægust fyrir leðurblökurnar og hvernig þau eru notuð af hverri tegund. +Þessar upplýsingar munu hjálpa við að ákvarða kostina við stjórnun búsvæða, t.d. með því að búa til engi og hvernig best sé að viðhalda skóglendi fyrir leðurblökur og aðrar tengdar tegundir. +Leðurblökum hefur fækkað umtalsvert á síðustu öld í Skotlandi og um allt Bretland. +Þær eru í hættu vegna bygginga- og þróunarverkefna sem hafa áhrif á hreiður þeirra og minnkar búsvæði. +Vindmyllur og ljós geta einnig valdið áhættu, einnig flugnapappír og ákveðnar efnameðhöndlanir á byggingaefni, svo og árásir frá heimilisköttum. +Leðurblökur eru í raun ekki blindar. +Hins vegar koma eyrun þeim mun betur að gagni en augun þegar kemur að því að veiða bráð, vegna þess að þær eru vanar að veiða á nóttunni. +Þær notaða háþróaða bergmálsmiðunartækni til að finna skordýr og hluti sem eru á flugleið þeirra. +NTS, sem ber ábyrgð á viðhaldi yfir 270 sögulegra bygginga, 38 mikilvægra garða og 76000 hektara lands um allt landið, tekur leðurblökur mjög alvarlega. +Hjá samtökunum starfa tíu sérfræðingar, sem framkvæma reglulega athuganir, hreiðurskoðanir og stundum björgunaraðgerðir. +Samtökin hafa jafnvel komið á fót fyrsta og eina leðurblökufriðlandi Skotlands við Threave búgarðinn í Dumfries og Galloway þar sem átta af tíu leðurblökutegundum Skotlands eiga sér heimili. +David Thompson, umsjónarmaður búgarðsins segir hann vera fullkomið svæði fyrir þær. +„Svæðið hér hjá Threave er frábært fyrir leðurblökur,“ sagði hann. +„Við erum með gamlar byggingar, nóg af vöxnum trjám og fullt af góðu búsvæði. +En það er enn margt óvitað um leðurblökur, þannig að starfið sem við vinnum hér og á öðrum stöðum mun hjálpa okkur að skilja betur hvað þær þurfa til að þrífast.“ +Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að athuga með leðurblökur áður en viðhald fer fram á bústöðum, þar sem að mögulega óviljandi eyðilegging á einu hreiðri getur drepið allt að 400 kvenkynsleðurblökur og unga og gjöreytt öllum leðurblökum á svæðinu. +Leðurblökur eru verndaðar og það er bannað að drepa þær, áreita eða trufla, eða eyðileggja hreiður þeirra. +Elisabeth Ferrell, skoskur fulltrúi hjá Bat Conservation Trust, hefur hvatt almenning til að hjálpa til. +Hún sagði: „Við eigum enn mikið eftir ólært um leðurblökur og við vitum ekki hversu vel hversu vel mörgum tegundum þeirra gengur.“ +Ronaldo afneitar ásökunum um nauðgun er lögfræðingar undirbúa lögsókn gegn þýsku tímariti +Cristiano Ronaldo hefur kallað ásakanir gegn honum um nauðgun „falsfréttir“ og segir að fólk vilji „vekja athygli á sér“ með því að nota nafn hans. +Lögfræðingar hans ætla að lögsækja þýska fréttatímaritið Der Spiegel, sem birti ásakanirnar. +Framherjinn fyrir Portúgal og Juventus hefur verið sakaður um að nauðga bandarískri konu, Kathryn Mayorga að nafni, á hótelherbergi í Las Vegas árið 2009. +Hann er sagður hafa greitt henni 375.000 dali eftir á fyrir að þaga um atvikið, samkvæmt frétt Der Spiegel á föstudag. +Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar voru birtar, sagði Ronaldo, 33 ára, í Instagram Live myndbandi við 142 milljón fylgjendur sína að þær væru „falsfréttir.“ +„Nei, nei, nei, nei, nei. +Þetta sem sagt var í dag eru falsfréttir,“ sagði heimsmeistarinn fimmfaldi við myndavélina. +„Þetta fólk vill vekja athygli á sjálfu sér með því að nota nafn mitt. +Það er eðlilegt. +Það vill verða frægt með því að nota nafn mitt, en það er hluti af starfinu. +Ég er hamingjusamur maður og allt er í góðu,“ bætti leikmaðurinn við brosandi. +Lögfræðingar Ronaldos búa sig undir að lögsækja Der Spiegel vegna ásakananna, sem þeir hafa kallað „óásættanlega birtingu á grun sem varðar einkalíf,“ samkvæmt fréttastofu Reuters. +Lögfræðingurinn Christian Schertz sagði að Ronaldo myndi krefjast bóta fyrir „meinnsæri af sömu upphæð og alvarleiki brotsins, sem er líklega eitt alvarlegasta brotið á persónuréttindum á síðustu árum.“ +Hið meinta atvik er sagt hafa átt sér stað í júní 2009 í svítu á Palms hótelinu og spilavítinu í Las Vegas. +Eftir að hafa hist á næturklúbbi fóru Ronaldo og Mayorga að sögn aftur til herbergis leikmannsins, þar sem hann á að hafa nauðgað henni í endaþarminn, samkvæmt skjölum sem voru lögð fyrir héraðsdóm Clark-sýslu í Nevada. +Mayorga segir að Ronaldo hafi fallið á kné eftir hiðmeinta atvik og sagði henni að hann væri „99 prósent góður maður“ sem hafi fallið í freistni vegna „1 prósentsins.“ +Skjölin halda því fram að Ronaldo hafi samþykkt að parið hafi stundað kynlíf en að það hafi verið með samþykki beggja. +Mayorga heldur því fram að hún hafi farið til lögreglunnar og lét taka myndir af áverkum sínum á sjúkrahúsi, en samþykkti loks sættir utan réttarsalsins því hún var „dauðhrædd við hefndaraðgerðir“ og hafði áhyggjur af því að verða „niðurlægð opinberlega.“ +Hún segist nú vilja hætta við sættirnar því hún er enn í áfalli eftir meint atvik. +Ronaldo var nálægt því að fara til Real Madrid frá Manchester United þegar nauðgunin átti að hafa átt sér stað, og í sumar fór hann yfir til ítalska risans Juve með 100 milljón evra samningi. +Brexit: Bretland myndi „sjá eftir því að eilífu“ að tapa bílaframleiðendum +Bretland myndi „sjá eftir því að eilífu“ ef það tapaði stöðu sinni sem alþjóðlegur leiðtogi meðal bílaframleiðenda eftir Brexit, segir Greg Clark viðskiptamálaráðherra. +Hann bætti því við að það væri „áhyggjuefni“ að Toyota UK hefði sagt BBC að ef Bretland færi úr ESB án samnings myndi fyrirtækið hætta tímabundið framleiðsluí verksmiðju sinni í Burnaston, nálægt Derby. +„Við þurfum samning,“ sagði hr. Clark. +Japanski bílaframleiðandinn sagði að áhrifin frá töfum við landamærin ef Brexit án samnings yrði að raunveruleika myndi kosta störf. +Burnaston verksmiðjan, sem framleiðir Toyota Auris og Avensis bifreiðar, framleiddi næstum því 150.000 bíla í fyrra, þar af voru 90% fluttir út til annarra Evrópusambandslanda. +„Mitt álit er að ef Bretland hrökklast úr ESB í lok mars munum við sjá framleiðslustöðvanir í verksmiðju okkar,“ sagði Marvin Cooke, framkvæmdastjóri Toyota í Burnaston. +Aðrir breskir bílaframleiðendur hafa látið í ljós áhyggjur yfir útgöngu úr ESB án samþykkis um hvernig millilandaviðskipti eigi að fara fram, þar á meðal Honda, BMW og Jaguar Land Rover. +BMW segist til dæmis munu loka Mini verksmiðju sinni í Oxford í mánuð eftir Brexit. +Helstu áhyggjurnar lúta að því sem bílaframleiðendur segja vera aðfangakeðjuáhættur ef Brexit án samnings verður að raunveruleika. +Framleiðslulína Toyota byggist á viðtöku á „síðustu stundu“, þar sem hlutar eru afhentir á 37 mínútna fresti frá birgjum bæði í Bretlandi og ESB fyrir bíla framleidda eftir pöntun. +Ef Bretland dregur sig úr ESB án samnings þann 29. mars gætu orðið truflanir við landamærin sem iðnaðurinn telur geta leitt til tafa og skorts á íhlutum. +Það væri ómögulegt fyrir Toyota að geyma meira en dagslager í verksmiðju sinni í Derbyshire, sagði fyrirtækið, og því myndi framleiðsla stöðvast. +Hr Clark sagði að Chequers-áætlun Theresu May fyrir framtíðarsamband við ESB „sé miðuð sérstaklega til að koma í veg fyrir þessar skoðanir við landamærin.“ +„Við verðum að hafa samning. Við viljum að fá besta samninginn sem gerir okkur kleift að njóta ekki eingöngu velgengni í nútímanum, heldur sem tækifæri sem við getum nýtt okkur,“ sagði hann í útvarpsþætti á BBC Radio 4. +„Sönnunargögnin, ekki bara frá Toyota heldur öðrum framleiðendum líka, sýna að við verðum að geta haldið áfram með afar árangursríkar aðfangaleiðir. +Toyota gat ekki sagt til um hversu lengi framleiðsla þeirra myndi stöðvast, en varaði að til lengri tíma myndi aukinn kostnaður draga úr samkeppnishæfni verksmiðjunnar og kosta að lokum störf. +Peter Tsouvallaris, sem hefur unnið í Burnaston í 24 ár og er trúnaðarmaður verkalýðsfélagsins í verksmiðjunni, sagði að starfsfélagar hans hefðu sífellt meiri áhyggjur: „Mín reynsla er sú að þegar þessi störf hverfa koma þau aldrei aftur. +Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði: „Við höfum lagt fram nákvæma og heildstæða áætlun fyrir framtíðarsamband okkar við ESB.“ +Fundi á milli Trump og Rosenstein gæti verið frestað aftur, samkvæmt Hvíta húsinu. +Hvíta húsið lýsti því yfir á sunnudag að mikilvægum fundi á milli Donald Trump og Rod Rosenstein,aðstoðarríkissaksóknara, gæti verið „frestað aftur um eina viku“ nú er ágreiningurinn vegna Brett Kavanaugh, tilnefnds hæstaréttardómara, heldur áfram. +Rosenstein hefur umsjón með starfi Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, sem rannsakar rússnesk ítök í kosningum, tengingar á milli aðstoðarfólks Trumps og Rússlands, og mögulegar hindranir á framgangi réttvísinnaraf hendi forsetans. +Í margar vikur hafa sögusagnir gengið í Washington um hvort Trump muni reka aðstoðarríkissaksóknara og þar með stofna sjálfstæði Muellers í hættu. +Fyrr í þessum mánuði sagði blaðið New York Times að Rosenstein hefði rætt um að bera upptökutæki á sér til að taka upp samtöl við Trump og möguleikann á að velta forsetanum úr sessi með því að nota 25. viðbótargrein stjórnarskrárinnar. +Rosenstein neitaði þessum fullyrðingum. +En síðastliðinn mánudag heimsótti hann Hvíta húsið, meðal frétta um að hann ætlaði að segja af sér. +Í staðinn var tilkynnt um fund með Trump á fimmtudaginn, en hann var þá hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. +Trump sagðist „helst ekki“ vilja reka Rosenstein en síðan var fundinum frestað til að hann væri ekki á sama tíma og áheyrn hjá dómsmálanefnd öldungadeildarinnar, þar sem Kavanaugh og dr. Christine Blasey Ford, ein kvennanna sem hefur kært hann fyrir kynferðislegt áreiti, báru bæði vitni. +Á föstudaginn fyrirskipaði Trump vikulanga rannsókn FBI á ásökunum gegn Kavanaugh, sem frestaði atkvæðagreiðslu öldungadeildarinnar enn frekar. +Sarah Sander, fjölmiðlafulltrúi Trumps, var í útsendingu í þættinum Fox News Sunday. +Þegar hún var spurð út í fundinn með Rosenstein, sagði hún: „Það er ekki búið að ákveða dagsetningu fyrir hann, það gæti orðið í þessari viku. Ég tel mögulegt að honum verði frestað um aðra viku vegna alls annars sem er í gangi hjá hæstarétti. +En við sjáum til og það er mér alltaf ánægja að upplýsa fjölmiðla.“ +Sumir fréttamenn eru ósammála þessari fullyrðingu: Sanders hefur ekki haldið blaðamannafund í Hvíta húsinu síðan 10. september. +Þáttastjórnandinn Chris Wallace spurði um ástæðu þess. +Sanders sagði að lítill fjöldi funda væri ekki vegna óánægju yfir því að sjónvarpsfréttamenn væru með „sýndarmennsku,“ en hún sagði þó: „Ég er ekki ósammála þeirri staðreynd að þeir séu með sýndarmennsku.“ +Hún gaf síðan vísbendingar um að beint samband á milli Trumps og fjölmiðla myndi aukast. +„Forsetinn svarar fleiri spurningum fjölmiðla en nokkur annar forseti hefur gert áður,“ sagði hún, án þess að vísa til heimilda: „Við höfum farið yfir þessar tölur.“ +Fjölmiðlafundir munu enn fara fram, sagði Sanders, en „ef fjölmiðlar hafa tækif��ri til að spyrja forseta Bandaríkjanna beint, þá er það miklu betra en að tala við mig. +Við reynum að gera mikið af því og þið hafið séð okkur gera mikið af því síðastliðnar vikur og það mun koma í stað fjölmiðlafunda þegar hægt er að tala við forseta Bandaríkjanna.“ +Trump svarar reglulega spurningum þegar hann fer frá Hvíta húsinu eða tekur þátt í opnum fundum eða fjölmiðlafundum með öðrum leiðtogum sem heimsækja hann. +Fjölmiðlafundir með honum einum eru sjaldgæfir. +Forsetinn sýndi ef til vill ástæðu þess í New York í þessari viku, þegar hann sýndi af sér hömlulausa og á tímum undarlega hegðun fyrir framan hóp fréttamanna. +Heilbrigðisráðherra skrifar ESB starfsfólki innan heilbrigðiskerfisins í Skotlandi vegna áhyggja af Brexit +Heilbrigðisráðherrann hefur skrifað starfsfólki frá ESB sem vinnur innan heilbrigðiskerfisins í Skotlandi (NHS Scotland) til að lýsa yfir þakklæti þjóðarinnar og óska þess að það starfi áfram eftir að Brexit hefur gengið í gegn. +Jeane Freeman sendi bréf þegar innan við sex mánuðir eru þar til Bretland gengur úr ESB. +Skoska ríkisstjórnin hefur þegar lofað að mæta kostnaði vegna starfsleyfisumsókna fyrir ESB-þegna sem vinna innan opinbera þjónustugeirans. +Frk. Freeman skrifaði í bréfi sínu: „Yfir sumarið hafa viðræður á milli Bretlands og ESB vegna úrsagnar haldið áfram og búist er við ákvarðanatöku í haust. +Breska ríkisstjórnin hefur einnig unnið að undirbúningi ef mögulega verður ekki af samningi. +Ég veit að þetta hljóta að vera miklir óvissutímar fyrir ykkur öll. +Þess vegna vil ég taka það fram aftur hversu mikils ég met störf alls starfsfólksins, sama hvert þjóðerni þess er. +Samstarfsfélagar frá ESB og víðar koma með dýrmæta reynslu og kunnáttu sem styrkir og bætir störf heilbrigðisþjónustunnar og er til hagsbóta fyrir sjúklingana og samfélögin sem við þjónum. +Skotland er svo sannarlega heimili ykkar og við viljum afar mikið að þið verðið hér um kyrrt.“ +Christion Abercrombie gekkst undir neyðarskurðaðgerð eftir að hafa fengið höfuðáverka +Christion Abercrombie, línumaður fyrir Tennessee State Tigers þurfti að gangast undir neyðarskurðaðgerð eftir að hafa fengið höfuðáverka í 31-27 tapleik gegn liðinu Vanderbilt Commodores á laugardag, samkvæmt frétt frá Mike Organ, blaðamanni Tennessean. +Rod Reed, yfirþjálfari Tennessee State sagði fréttamönnum að áverkinn hefði orðið skömmu fyrir hálfleik. +„Hann kom að hliðarlínunni og féll niður þar,“ sagði Reed. +Þjálfarar og sjúkraliðar gáfu Abercrombie súrefni á hliðarlínunni áður en hann var settur á börur og borinn út af fyrir nánari skoðun. +Fulltrúi frá Tennessee State sagði Chris Harris, útvarpsmanni WSMV í Nashville, Tennesse, að Abercrombie væri búinn í skurðaðgerð hjá sjúkrahúsinu í Vanderbilt. +Harris bætti við að það væru „engar upplýsingar um gerð eða alvarleika áverkans enn“ og að Tennessee State væri að reyna að komast að því hvenær slysið átti sér stað. +Abercrombie, sem er á lokaári í skóla, leikur sitt fyrsta tímabil með Tennessee State eftir að hafa flust frá Illinois. +Hann var með fimm tæklingar alls á laugardag áður en hann fór út af, sem hækkaði heildarfjölda tæklinga hjá honum upp í 18. +Erlendir kaupendur verða rukkaðir um hærri stimpilgjöld þegar þeir kaupa fasteign í Bretlandi +Erlendir kaupendur verða rukkaðir um hærri stimpilgjöld þegar þeir kaupa fasteign í Bretlandi. Umframféð verður notað til að aðstoða heimilislausa, samkvæmt nýrri áætlun Íhaldsflokksins +Aðgerðin mun gera að engu árangur herferðar Corbyns til að laða að unga kjósendur +Hækkuð stimpilgjöld verða lögð á þá sem greiða ekki skatt í Bretlandi +Ríkissjóður áætlar að afla 120 milljón punda á ári - til að hjálpa heimilislausum. +Erlendir kaupendur verða rukkaðir um hærri stimpilgjöld þegar þeir kaupa fasteign í Bretlandi. Umframféð verður notað til að aðstoða heimilislausa. Theresa May mun tilkynna þetta í dag. +Aðgerðin verður álitin tilraun til að gera að engu árangur herferðar Jeremy Corbyn til að laða að sér unga kjósendur með því að lofa húsnæði á viðráðanlegra verði og skattleggja hátekjufólk frekar. +Einstaklingar og fyrirtæki, sem greiða ekki skatta í Bretlandi, þurfa að borga hærri stimpilgjöld, og umframféð mun fara í aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að aðstoða heimilislausa. +Hækkunin - sem er til viðbótar við núverandi stimpilgjöld, þar með talið hækkunina sem var lögð á fyrir tveimur árum á aukaheimili og fasteignakaup fyrir leigu - gæti verið allt að þrjú prósent. +Ríkissjóður áætlar að hækkunin muni afla allt að 120 milljón punda á ári. +Áætlað er að 13 prósent af nýbyggingum í London séu keyptar af erlendum aðilum, en það veldur verðhækkunum og gerir þeim sem vilja kaupa fasteign í fyrsta sinn erfiðara fyrir að komast inn á markaðinn. +Mörg efnaðri svæði í landinu - sérstaklega í höfuðborginni - hafa orðið að „draugabæjum“ vegna fjölda erlendra kaupenda sem eyða mestum sínum tíma erlendis. +Nýja stefnan kemur aðeins nokkrum vikum eftir að Boris Johnson kallaði eftir lækkun á stimpilgjöldum til að hjálpa fleira ungu fólki að eignast sitt fyrsta heimili. +Hann ásakaði stór byggingafyrirtæki um að halda fasteignaverði háu með því að kaupa landsvæði en nota þau ekki, og hvatti May til að hætta við kvóta á heimilum á viðráðanlegu verði til að laga „húsnæðisskömm“ Bretlands. +Hr. Corbyn hefur tilkynnt um fjölda álitlegra endurbóta á húsnæðismálum, þar á meðal leigueftirliti og endalokum útburðar úr leiguhúsnæði án saka. +Einnig vill hann gefa ráðum meiri völd til að byggja ný heimili. +Theresa May sagði: „Í fyrra sagði ég að ég myndi helga mig endurreisn breska draumsins á fyrsta tímabili mínu - að hver ný kynslóð ætti að njóta betri lífsgæða. +Og það felur í sér að laga ónýtan fasteignamarkað okkar. +Dyr Bretlands verða ávallt opnar þeim sem vilja búa hérna, vinna og byggja upp líf sitt. +Hins vegar getur það ekki verið rétt að það sé jafn auðvelt fyrir erlenda aðila og fyrirtæki með höfuðstöðvar í útlöndum að kaupa heimili og fyrir duglega breska landsmenn. +Fyrir marga er draumurinn um sitt eigið húsnæði orðinn allt of fjarlægur, og smánin sem fylgir heimilisleysi er enn of raunveruleg.“ +Jack Ross: „Mitt helsta markmið er að þjálfa Skotland“ +Jack Ross, þjálfari Sunderland, segir að það sé hans „helsta markmið“ að verða þjálfari Skotlands einhvern tímann. +Þessi 42 ára Skoti nýtur nú áskorunarinnar við að blása nýju lífi í North-East klúbbinn sem situr nú í þriðja sæti í fyrstu deild, þremur stigum frá toppnum. +Hann flutti til Sunderland í sumar eftir að hafa komið St. Mirren aftur í skosku úrvalsdeildina á síðasta leiktímabili. +„Mig langaði að spila fyrir þjóð mína sem leikmaður. +Ég meiddist á hné og þar með var því lokið,“ sagði Ross í viðtali við Sportsound hjá BBC Scotland. +„En ég ólst upp við að horfa oft á Scotland í Hampden með pabba mínum, sem barn, og það er alltaf nokkuð sem hefur togað mig til baka. +En það tækifæri myndi aðeins fást ef mér gengur vel að þjálfa deildarlið.“ +Forverar Ross sem þjálfarar Sunderland eru meðal annars Dick Advocaat, David Moyes, Sam Allardyce, Martin O’Neill, Roy Keane, Gus Poyet og Paulo Di Canio. +Fyrrum þjálfari Alloa Athletic klúbbsins sagðist ekki finna fyrir neinum ótta við að fylgja í fótspor svo frægra nafna hjá svo stórum klúbbi, en hann hafði áður hafnað þjálfarastöðum hjá Barnsley og Ipswich Town. +„Eins og er mun ég mæla velgengni mína með því að hugsa: „get ég komið þessum klúbb aftur í úrvalsdeildina?“ +Þessi klúbbur á tvímælalaust heima í úrvalsdeildinni vegna uppbyggingar hans og aðstöðu,“ sagði hann. +„Það er ekki auðvelt verk að koma honum þangað, en ég myndi líklega aðeins líta á mig sem farsælan hérna ef ég kem klúbbnum aftur þangað upp.“ +Ross hefur aðeins þriggja ára reynslu, sem þjálfari, eftir tímabil sem aðstoðarþjálfari hjá Dumbarton og 15 mánuði sem hluti af þjálfaraliði fyrir Hearts. +Hann aðstoðaði þá Alloa við að jafna sig af því að falla niður í þriðju deild, og breytti St Mirren, sem var við það að falla um deild, í deildarmeistara næsta leiktímabil á eftir. +Ross segist vera sjálfsöruggari nú en hann var nokkru sinni á leikmannsferli sínum hjá Clyde, Hartlepool, Falkirk, St Mirren og Hamilton Academical. +„Þetta voru líklega alvöru tímamót,“ segir hann um tímabilið þegar hann varð þjálfari Alloa. +„Ég trúði því virkilega að þjálfarastarfið hentaði mér, jafnvel enn meira en að spila. +Það hljómar furðulega, því mér gekk ágætlega, ég hafði sæmilegar tekjur af því og naut mátulegrar velgengni. +En breytingar geta verið erfiðar. +Maður þarf að ganga í gegnum margt í hverri viku. +Ég geng enn í gegnum það hvað varðar streitu og þrýsting frá starfinu, en þjálfarastarfið virðist einfaldlega rétt fyrir mig. +Mig langaði alltaf til að þjálfa og nú geri ég það, mér hefur aldrei liðið betur með sjálfan mig á öllum mínum fullorðinsárum.“ +Hægt er að hlusta á allt viðtalið í þættinum Sportsound á sunnudag, 30. september á Radio Scotland á milli 12.00 og 13.00 að breskum staðartíma +Besti tíminn fyrir bjór er klukkan 17.30 á laugardögum, samkvæmt skoðanakönnun +Hitabylgjan í sumar hefur reynst ábatasöm fyrir breska bari sem eiga í basli, en jók þrýsting á veitingahúsakeðjur. +Sala hjá pöbbum og börum jókst um 2,7 prósent í júlí, en sala hjá veitingastöðum lækkaði um 4,8 prósent, samkvæmt tölum. +Peter Martin, frá viðskiptaráðgjafafyrirtækinu CGA, sem tók saman tölurnar, sagði: „Áframhaldandi sólskin og óvænt velgengni Englands í heimsbikarnum þýddi að júlí fylgdi svipuðu mynstri og júnímánuður, þegar barsala jókst um 2,8 prósent, nema hvað veitingastaðir seldu enn minna. +Salan féll um 1,8 prósent hjá veitingastöðum í júní og versnaði aftur í júlí. +Pöbbar og barir, sem miða aðallega á drykkjarsölu, stóðu sig langbest með meiri uppsveiflu á meðan veitingastaðir fóru niður á við. +Pöbbar sem seldu mat áttu einnig erfitt í sólinni, en þó ekki jafn mikið og veitingastaðir. +Það virðist sem fólk vildi bara fara út að drekka. +Sala á drykkjum hjá pöbbum og börum jókst um 6,6 prósent fyrir mánuðinn, en matarsala minnkaði um þrjú prósent.“ +Paul Newman, frá greiningarfyrirtækinu RSM, sagði: „Þessar niðurstöður eru áframhald á sveiflunni sem við höfum séð síðan í lok apríl. +Veður og áhrifin frá mikilvægum félagslegum atburðum eða íþróttaviðburðum eru enn stærstu þættirnir þegar kemur að sölu hjá mörkuðum utan heimilis. +Það kemur ekki að óvart að veitingahúsahópar eigi enn í erfiðleikum, þó svo að söluminnkun upp á 4,8 prósent á milli mánaða sé sérlega sársaukafullt ofan á áframhaldandi þrýsting af völdum kostnaðar. +Þetta langa og heita sumar gat varla komið á verri tíma fyrir matsölustaði og aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort að temprað hitastig, eins og við höfum haft í ágúst, muni bæta ástandið.“ +Heildarvöxtur í sölu hjá pöbbum og veitingastöðum, þar með talið hjá nýopnuðum stöðum, var 2,7 prósent í júlí, sem endurspeglar hvernig hægt hefur á opnunum. +Coffer Peach Tracker, eftirlitsfyrirtækið með sölu í breska pöbba- bar- og veitingahúsageiranum, safnar saman og greinir gögn frá 47 rekstrarhópum, með samanlagða veltu upp á 9 milljarða punda og er iðnaðarviðmiðið fyrir geirann. +Eitt af hverjum fimm börnum er með leynilega reikninga á samfélagsmiðlum sem þau fela fyrir foreldrum sínum +Eitt af hverjum fimm börnum, allt niður í 11 ára gömul, eru með leynilega reikninga á samfélagsmiðlum sem þau fela fyrir foreldrum sínum og kennurum, samkvæmt niðurstöðum könnunar. +Skoðanakönnun sem náði til 20.000 nemenda sýndi fram á aukningu á „gervi Insta“ síðum +Fréttirnar hafa aukið á áhyggjur um að kynferðislegt efni sé birt +Tuttugu prósent nemenda segist hafa „aðal“ reikning sem þeir sýna foreldrum +Eitt af hverjum fimm börnum, allt niður í 11 ára gömul, búa til leynilega reikninga á samfélagsmiðlum sem þau halda leyndum fyrir fullorðnum. +Skoðanakönnun sem náði til 20.000 nemenda sýndi mikla aukningu í „gervi Insta“ reikningum - sem er tilvísun í vefsíðuna Instagram. +Fréttirnar hafa aukið á áhyggjur um að kynferðislegt efni sé birt. +Tuttugu prósent nemenda sagðist vera með hreinan „aðal“ reikning til að sýna foreldrum, jafnframt því að hafa leynireikninga. +Ein móðir, sem datt niður á leynilega vefsíðu 13 ára dóttur sinnar, fann ungling sem hvatti aðra til að „nauðga mér.“ +Rannsóknin, sem var gerð af Digital Awareness UK og þingi einkaskólastjóra (HMC), sýndi að 40 prósent barna á aldrinum 11-18 ára var með tvo reikninga og helmingur af þeim viðurkenndi að vera með leynireikninga. +Mike Buchanan, formaður HMC, sagði: „Það er áhyggjuefni að svo margir unglingar freistist til að búa til svæði á netinu þar sem foreldrar og kennarar geta ekki fundið þá.“ +Eilidh Doyle verður „rödd íþróttamanna“ í Scottish Athletics íþróttanefndinni +Eilidh Doyle hefur verið kosin í Scottish Athletics nefndina sem yfirmaður án framkvæmdavalds á árlegum allsherjarfundi stjórnarinnar. +Doyle er farsælasta frjálsíþróttakona Skotlands og Ian Beattie, formaður nefndarinnar sagði að tilnefningin væri frábært tækifæri fyrir þá sem leiddu íþróttina til að njóta góðs af mikilli reynslu hennar á alþjóðasviði síðastliðinn áratug. +„Eilidh nýtur mikillar virðingar innan íþróttasamfélaga í Skotlandi, Bretlandi og alþjóðlega, og við erum viss um að íþróttir í Skotlandi myndu græða mikið á að fá hana í nefndina,“ sagði Beattie. +Doyle sagði: „Ég hef mikinn áhuga að tala fyrir hönd íþróttamanna og vona að ég geti lagt mitt af mörkum og hjálpað við að leiða íþróttina áfram í Skotlandi.“ +Bandaríkjamaðurinn, sem vann meðal ananrs 200 metra og 400 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996, en á í heild fjögur Ólympíugull, oger nú reglulegur gestur hjá BBC, lamaðist eftir að hafa fengið skammvinnt blóðþurrðarkast. +Hann skrifaði á Twitter: „Fyrir einum mánuði fékk ég heilablóðfall. +Ég gat ekki gengið. +Læknar sögðu að aðeins tíminn myndi leiða í ljós hvort ég jafnaði mig og þá að hve miklu leyti. +Þetta hefur verið erfið vinna en ég jafnaði mig að fullu, lærði aftur að ganga og geri íþróttaæfingar í dag! +Takk fyrir hvatningarorð ykkar!“ +Brjóstapumpuauglýsing, sem ber mæður saman við kýr, veldur ágreiningi á netinu +Fyrirtæki sem framleiðir brjóstapumpur er nú umtalað á netinu vegna auglýsingar sem ber mjólkandi mæður við kýr sem eru mjólkaðar. +Fyrirtækið Elvie birti hnyttna auglýsingu til að marka kynningu á því sem sagt er vera „fyrsta hljóðláta brjóstapumpa heimsins sem hægt er að bera utan á sér“. Auglýsingin er innblásin af tónlistamyndböndum og á að sýna frelsið sem nýja pumpan veitir mæðrum sem eru með börn á brjósti. +Fjórar alvöru mæður dansa í hlöðu fullri af heyi og kúm við lag með texta á borð við: „Já, ég mjólka mig, en þú sérð engan hala á mér“ og „Ef þú tókst ekki eftir því, þá eru þetta ekki júgur heldur brjóstin á mér.“ +Viðlagið heldur áfram: „Pumpaðu, pumpaðu, ég næri börnin, pumpaðu, pumpaðu, ég pumpa mjólk úr júllunum.“ +Hins vegar hefur auglýsingin, sem birtist á Facebook-síðu fyrirtækisins, valdið umtali á netinu. +Myndbandið er með 77.000 áhorf og hundruð ummæla og hefur fengið misjöfn viðbrögð frá áhorfendum, sem segja margir að hún gantist með „hryllinginn“ sem fylgi mjólkuriðnaðinum. +„Virkilega slæm ákvörðun að nota kýr til að auglýsa þessa vöru. +Rétt eins og við, þá þurfa þær að verða kálffullar og bera til að framleiða mjólk, nema hvað kálfarnir eru teknir frá þeim aðeins nokkrum dögum eftir að þeir fæðast,“ sagði í einum ummælunum. +Elvie brjóstapumpan passar þægilega í brjóstagjafahaldara (Elvie/Mother) +Annar áhorfandi skrifaði: „Skiljanlega erfitt fyrir bæði móður og barn. +En já, hví ekki að nota þær til að auglýsa brjóstapumpu fyrir mæður sem fá að halda börnunum sínum?“ +Annar bætti við: „Þessi auglýsing er algerlega úr takti við tímann.“ +Aðrir komu auglýsingunni til varnar og ein kona viðurkenndi að henni þætti lagið vera „bráðfyndið.“ +„Ég held að þetta sé stórsnjöll hugmynd. +Ég hefði keypt svona ef ég hefði enn barn á brjósti. +Mér leið nákvæmlega eins og kú þegar ég var að pumpa mjólk úr mér. +Auglýsingin er dálítið klikkuð, en ég tók henni eins og hún er. +Þetta er snilldarvara,“ skrifaði einn áhorfendanna. +Annar sagði: „Þetta er skemmtileg auglýsing sem er beint að mæðrum sem pumpa mjólk (oft á vinnustöðum eða inni á klósetti) og líður eins og „kúm.“ +Þetta er ekki auglýsing sem hrósar eða dæmir mjólkuriðnaðinn.“ +Í lok auglýsingarinnar sýnir kvennahópurinn að þær hafi allar verið dansandi með brjóstapumpurnar faldar í brjóstahöldurunum þeirra. +Hugmyndin á bak við auglýsingaherferðina byggist á því að margar konur segi að þeim líði eins og kúm þegar þær pumpa mjólk úr sér. +Elvie pumpan er hins vegar alveg hljóðlát, er með enga víra eða leiðslur og passar þægilega ofan í brjóstahaldara, sem veitir konum frelsi til að hreyfa sig, halda á barninu sínu og fara jafnvel út á meðan þær pumpa. +Ana Balarin, meðeigandi og yfirmaður hjá Mother, sagði: „Elvie pumpan er svo byltingarkennd vara að hún átti skilið áberandi kynningu sem myndi vekja umtal. +Með því að líkja konum við kýr vildum við beina kastljósinu að brjóstapumpun og öllum hennar áskorunum, og sýna jafnvel á skemmtilegan og kunnuglegan hátt hversu mikla frelsistilfinningu nýja pumpan myndi veita. +Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Elvie pumpan hefur komist í fréttirnar. +Á tískuvikunni í London kom tveggja barna móðir fram á tískusýningu fyrir hönnuðinn Mörtu Jakubowski, á meðan hún notaði vöruna. +Hundruð innflytjendabarna flutt hljóðlega í tjaldbúðir við landamæri Texas +Fjöldi innflytjendabarna í varðhaldi hefur aukist skyndilega jafnvel þótt að fjöldi þeirra sem fara yfir landamærin mánaðarlega hefur haldist nokkurn veginn sá sami. Hluti ástæðunnar er að hörð orðræða og stefnur sem ríkisstjórn Trump hefur sett fram hafa gert það erfiðara að koma börnunum í tímabundið fóstur. +Yfirleitt hafa fósturforeldrarnir verið óskráðir innflytjendur sjálfir, og hafa óttast að leggja möguleika sína á að vera áfram í landinu í hættu, með því að bjóða sig fram til að fóstra barn. +Áhættan jókst í júní, þegar opinber yfirvöld tilkynntu að mögulegir fósturforeldrar og aðrir fullorðnir innan heimilisins yrðu að leggja fram fingraför, og að gögnunum yrði deilt með innflytjendaeftirlitinu. +Í síðustu viku bar Matthew Albence, yfirmaður innan innflytjenda- og tollaeftirlitsins, vitni frammi fyrir öldungadeildinni og sagði að stofnun hans hefði handtekið fjölda manns sem sótti um að fóstra einsömul börn. +Stofnunin staðfesti síðar að 70 prósent þeirra sem voru handteknir voru ekki á sakaskrá. +„Nær 80 prósent þeirra sem eru annaðhvort fósturforeldrar eða inni á heimili sem fóstrar börn, er í landinu ólöglega, og mikill hluti þeirra eru ólöglegir innflytjendur á sakaskrá. +„Því höldum við áfram að leita þeirra einstaklinga,“ sagði hr. Albence. +Í tilraun til að vinna hraðar úr málum barnanna, tilkynntu fulltrúar um nýjar reglur sem krefjast þess að sum barnanna komi fram í réttarsal innan mánaðar frá því að þau voru sett í varðhald, frekar en eftir 60 daga, sem var fyrra viðmið, samkvæmt starfsfólki sem vinnur í athvörfunum. +Mörg þeirra munu mæta í gegnum vídeófund, frekar en í eigin persónu, til að færa rök fyrir lagalegri stöðu sinni frammi fyrir dómara í innflytjendamálum. +Þau börn sem eru dæmd óhæf til inngöngu í landið eru send skjótt úr landi. +Því lengur sem börn eru í varðhaldi, þeim mun líklegri eru þau til að verða kvíðin eða þunglynd, sem getur leitt til ofbeldishneigðar eða flóttatilrauna, samkvæmt starfsmönnum athvarfanna og skýrslum sem kerfið hefur birt undanfarna mánuði. +Talsmenn sögðu að þessi vandamál væru enn líklegri í stærri stofnun eins og í Tornillo, þar sem líklegt er að enginn taki eftir því þótt að barn eigi erfitt, vegna þess hve mörg þau eru. +Þeir bættu því við að flutningur barnanna í tjaldborgina án þess að veita nægan tíma til að undirbúa þau andlega eða kveðja vini gæti aukið á áfall sem mörg þeirra glíma nú þegar við. +Sýrland segir „hernámsliði“ Bandaríkjanna, Frakklands og Tyrklands að draga sig til baka þegar í stað +Walid al-Moualem, utanríkisráðherra, sagði einnig í ræðu sinni á allsherjarþingi SÞ að sýrlenskir flóttamenn ættu að snúa aftur heim, jafnvel þótt að stríðið í landinu sé nú á sínu áttunda ári. +Moualem, sem gegnir einnig hlutverki varaforsætisráðherra, sagði að erlend herlið væru ólöglega í Sýrlandi, undir þeirri fölsku forsendu að þau berðust gegn hryðjuverkum, og að „þau verði meðhöndluð í samræmi við það.“ +„Þau verða að draga sig til baka tafarlaust og án nokkurra skilyrða,“ sagði hann við þingið. +Moualem hélt því staðfastlega fram að „stríðinu gegn hryðjuverkjum væri næstum því lokið“ í Sýrlandi, þar sem yfir 360.000 manns hafa látist frá árinu 2011 og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. +Hann sagði að Damaskus myndi halda áfram „að heyja þessa helgu baráttu þar til við hreinsum öll sýrlensk svæði„ af bæði hryðjuverkahópum og „öllum ólöglegum erlendum aðilum.“ +Bandaríkin eru með um 2000 hermenn í Sýrlandi, þar sem flestir þeirra þjálfa og ráðleggja bæði kúrdískum herliðum og sýrlenskum Aröbum sem berjast gegn forsetanum Bashar al-Assad. +Frakkland er með yfir 1000 herlið í þessu stríðshrjáða landi. +Hvað málefni flóttamanna varðar, sagði Moualem að aðstæður væru nógu góðar til að þeir gætu snúið aftur og hann kenndi „sumum vestrænum löndum“ um að „breiða út ástæðulausan ótta“ sem hvetti flóttamenn til að halda sig í burtu. +„Við höfum ákallað alþjóðlegt samfélag og mannúðarsamtök til að auðvelda endurkomu þeirra,“ sagði hann. +„Þeir búa til stjórnmál úr einhverju sem ætti að vera eingöngu mannúðarmál.“ +Bandaríkin og Evrópusambandið hafa varað við því að þau muni ekki veita neinu fjármagni til endurbyggingar í Sýrlandi nema pólitískt samkomulag liggi fyrir á milli Assad og andspyrnunnar um að binda enda á stríðið. +Erindrekar SÞ segja að nýlegur samningur á milli Rússlands og Tyrklands um að setja upp hlutlaust svæði hjá síðasta stóra vígi andspyrnunnar hafi skapað tækifæri til að halda áfram pólitískum samræðum. +Samningurinn á milli Rússlands og Tyrklands kom í veg fyrir mikla árás frá sýrlenskum herliðum styrktum af Rússum, á héraðið þar sem þrjár milljónir manna búa. +Moualem lagði hins vegar áherslu á að samningurinn hefði „greinilegan lokafrest“ og lýsti von um að hernaðaraðgerðir myndu beinast að jíhadístum, þar á meðal bardagamönnum frá Nusra Front, sem er með tengsl við Al-Qaeda, og að þeim „yrði útrýmt.“ +Staffan de Mistura, sendiherra SÞ, vonast til að geta komið á fyrstu fundunum með nýrri nefnd sem samanstendur af meðlimum ríkisstjórnarinnar og andspyrnunnar, til að semja stjórnarskrá fyrir Sýrland eftir stríðið og greiða götuna fyrir kosningum. +Moualem setti fram skilyrði fyrir þátttöku sýrlensku ríkisstjórnarinnar í nefndinni, og sagði að störf hennar ættu að takmarkast við að „fara yfir ákvæði núverandi ríkisstjórnar,“ og varaði við öllum ígripum. +Ástæður þess að Trump mun vinna annað kosningatímabil +Samkvæmt þeirri röksemdafærslu myndi hr. Trump vinna endurkosningarnar árið 2020, nema ákærur og hneyksli bindi enda á forsetaferil hans, eins og margir frjálslyndir áhorfendur vonast líklega eftir. +Í því sem yrði efalaust „dramatískustu endalok forsetaferils nokkru sinni!“ +Eins og er bera áhorfendur engin þreytumerki á sér. +Frá árinu 2014 hefur áhorf á besta tíma meira en tvöfaldast upp í 1,05 milljónir hjá CNN, og næstum þrefaldast upp í 1,6 milljónir hjá MSNBC. +Fox News hefur að meðaltali 2,4 milljónir áhorfenda á besta tíma, sem er aukning frá 1,7 milljónum áhorfenda fyrir fjórum árum síðan, samkvæmt Nielsen, og þáttur MSNBC, „The Rachel Maddow Show“ hefur toppað áhorf með allt að 3,5 milljónir áhorfenda á mikilvægum fréttakvöldum. +„Þetta er eldur sem fólk laðast að, vegna þess að þetta er eitthvað sem við skiljum ekki,“ sagði Neal Baer, þáttastjórnandi ABC dramaþáttanna „Designated Survivor“ um starfsmann innan ríkisstjórnarinnar sem verður forseti eftir að þinghúsið er gjöreyðilagt í árás. +Nell Scovell, reyndur grínhöfundur og rithöfundur bókarinnar „Just the Funny Parts: And a Few Hard Truths About Sneaking Into the Hollywood Boys" Club,“ er með aðra tilgátu. +Hún man eftir ferð í leigubíl í Boston fyrir kosningarnar árið 2016. +Leigubílstjórinn sagði henni að hann ætlaði að kjósa hr. Trump. +Af hverju? spurði hún. +„Hann sagði, „Af því að hann kemur mér til að hlæja,““ sagði frk. Scovell við mig. +Það er skemmtanagildi í óreiðunni. +Hins vegar, ólíkt því sem er sýnt í sjónvarpinu, gætu sögurnar frá Washington ákvarðað örlög Roe v. Wade, hvort fjölskyldur innflytjenda geti sameinast og heilbrigði alþjóðaefnahagsins. +Eingöngu þeir áhorfendur sem njóta hvað mestra forréttinda hafa efni á því að hætta að fylgjast með. +Og samt er þetta meira en að vera upplýstur borgari þegar maður horfir á sjötta tímanum á hóp sérfræðinga rökræða notkun Bob Woodwards á „afar nánum“ heimildarmönnum fyrir bókina sína „Fear,“ eða 15.000 dollara jakka úr strútsleðri sem Paul Manafort klæddist („flík sem er fóðruð með hroka,“ sagði Washington Post) og afleiðingarnar af nákvæmum líffræðilegum lýsingum Stormy Daniels á hr. Trump. +Ég mun að minnsta kosti aldrei líta Super Mario sömu augum aftur. +„Hluti af því sem hann gerir oglætur manni finnast þetta vera eins og raunveruleikaþáttur, er að hann gefur manni eitthvað á hverju kvöldi,“ sagði Brent Montgomery, framkvæmdastjóri Wheelhouse Entertainment og höfundur þáttanna „Pawn Stars“, er hann ræddi starfsmannaveltuna í sýningu Trumps og daglegar breytingar á söguþræðinum (t.d. að hefja slagsmál við N.F.L. og hrós í garð Kim Jong-Un). +Maður getur ekki misst af einum þætti, annars missir maður þráðinn. +Þegar ég náði sambandi við hr. Fleiss, var 26 gráðu hiti og sólskin fyrir utan heimili hans á norðurströnd Kauai, en hann hélt sig innandyra og horfði á MSNB á meðan hann tók upp CNN. +Hann gat ekki slitið sig í burtu, ekki þegar Brett Kavanaugh átti að bera vitni frammi fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarinnar og framtíð hæstaréttar var í húfi. +„Ég man þegar við vorum að búa til alla þessa klikkuðu þætti í gamla daga og fólk sagði, „þetta er upphafið að endalokum vestrænnar siðmenningar,““ sagði hr. Fleiss við mig. +„Ég hélt að þetta væri einhvers konar brandari, en í ljós kom að fólk hafði rétt fyrir sér.“ +Amy Chozick, skrifar greinar fyrir Times um viðskipti, stjórnmál og fjölmiðla og er höfundur ævisögunnar „Chasing Hillary.“ +Peningar að utan flæða í naumustu kosningar miðtímabilsins +Það kemur ekki á óvart að 17. kjörsvæði Pennsylvaníu sjái peningana flæða til sín, þökk sé endurskipulagningu á kjörsvæðum sem leiddi til þess að tveir fulltrúar keppa um sama sætið. +Hið nýendurskipulagða Pittsburg svæði sendir fram demókratann Conor Lamb, sem vann sæti sitt á öðru kjörsvæði í sérstökum kosningum síðastliðið sumar. +Lamb býður sig fram á móti öðrum fulltrúa, repúblikananum Keith Rothfus, sem er nú fulltrúi gamla 12. kjörsvæðisins í Pennsylvaníu, sem skarast mikið á við nýja 17. kjörsvæðið. +Kortin yfir kjörsvæði voru endurskipulögð eftir að hæstiréttur Pennsylvaníu úrskurðaði í janúar að gömlu kjörsvæðin væru skipulögð í hag repúblikana og að það bryti gegn stjórnarskránni. +Kapphlaupið á nýja 17. kjörsvæðinu hefur verið upphafið að keppni í fjármögnun kosningaherferða á milli helstu fjármögnunaraðila beggja flokka, demókratísku kjörnefndarinnar (DCCC) og kjörnefndar repúblikana (NRCC). +Lamb varð kunnuglegt nafn í Pennsylvaníu eftir nauman sigur í sérstökum kosningum í mars fyrir 18. kjörsvæðið í Pennsylvaníu, en margir fylgdust með þeim kosningum. +Repúblikanar höfðu áður vermt það sæti í meira en áratug og Donald Trump, forseti hlaut sigur á kjörsvæðinu með 20 stiga mun. +Pólitískir sérfræðingar hafa gefið demókrötum dálítið forskot. +Bandaríkin íhuguðu að refsa El Salvador vegna stuðnings við Kína, en hætti síðan við. +Ríkiserindrekar tóku eftir því að Dóminíska lýðveldið og Panama hefðu þegar viðurkennt Peking, með litlum andmælum frá Washington. +Hr. Trump átti hlýlegan fund með Juan Carlos Varela, forseta Panama í júní 2017 og gisti á hóteli í Panama þar til meðeigendur ráku stjórnunarteymi Trump samsteypunnar burt. +Fulltrúar utanríkisráðuneytisins ákváðu að kalla til baka bandaríska sendiherrann í El Salvador, Dóminíska lýðveldinu og Panama vegna „nýlegrar ákvörðunar um að viðurkenna Tævan ekki lengur,“ sagði Heather Nauert, talskona ráðuneytisins í yfirlýsingu snemma í þessum mánuði. +Hins vegar voru refsingar eingöngu íhugaðar gegn El Salvador, sem áætlað er að hafi hlotið 140 milljónir dala frá Bandaríkjum fyrir hjálparstarf árið 2017, þar á meðal fyrir eiturlyfjaeftirlit, þróunarstarf og efnahagslegan stuðning. +Refsingarnar, sem voru lagðar til og fólu í sér meðal annars skerðingu á fjárhagslegum stuðningi og takmarkanir á útgáfu dvalarleyfa, hefðu verið sársaukafullar fyrir Mið-Ameríkulandið, þar sem mikið atvinnuleysi ríkir og morðtíðni er há. +Eftir því sem innanbúðarfundir héldu áfram, frestuðu bandarískir og mið-amerískir fulltrúar ráðstefnu um öryggismál og efnahagslega velgengni og átti að fylgja eftir svipaðri samkomu sem var haldin í fyrra og taldist vera skref fram á við í aðgerðum til að hindra fólk frá því að flytja til Bandaríkjanna. +En um miðjan september tóku fulltrúar úr efstu röðum það skýrt fram að þeir vildu að ráðstefnan færi fram, og enduðu þar af leiðandi allar vangaveltur um refsingar gegn El Salvador. +Mike Pence, varaforseti, á nú að ávarpa ráðstefnuna, sem á að fari fram í miðjum október, sem tákn um hversu mikilvæg hún er í augum stjórnarinnar, sögðu erindrekarnir. +Bandarísku sendierindrekarnir þrír sneru einnig hljóðlega aftur til El Salvador, Panama og Dóminíska lýðveldisins, með engin ný hörð skilaboð eða refsingar frá Washington. +Talsmaður Hvíta hússins fyrir hr. Bolton neitaði að ræða nánar um umræðurnar sem bandarísku fulltrúarnir þrír lýstu, þar á meðal tveir erindrekar, sem samþykktu að ræða innanbúðarrökræðurnar gegn því að fá að vera nafnlausir. +Lýsingar þeirra voru staðfestar af utanaðkomandi greinanda sem vinnur náið með stjórninni og talaði líka um málið gegn nafnleysi. +Lærum söguna +Næsta hneykslismál gæti verið skýrsla Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, um mögulegar aðgerðir hr. Trump til að hindra réttvísina, en fyrir þeirri ásökun liggja margvísleg opinber sönnunargögn. +Einnig er sagt að hr. Mueller snúi rannsókn sinni einnig að því hvort að kosningaherferð hr. Trumps hafi unnið með Rússlandi í árás þess á kosningar okkar. +Ef þinginu verður stjórnað af öðrum flokki gæti Trump þurft að bera ábyrgð gagnvart því, í þann mund sem hann undirbýr sig að hitta kjósendur sína aftur, og ef til vill kviðdóm skipaðan jafningjum hans. +Þetta eru þó afar óvíst og ég vil ekki ýja að því að fall Trumps sé ótvírætt, né heldur fall kollega hans í Evrópu. +Við þurfum öll að velja, beggja megin Atlantshafsins, sem mun hafa áhrif á hversu löng baráttan mun verða. +Árið 1938 voru þýskir ráðamenn tilbúnir til að ræna Hitler völdum, bara ef vestræn lönd hefðu veitt honum mótspyrnu og stutt Tékkóslóvakíumennina í München. +Okkur mistókst það og misstum af tækifæri til að forðast hörmungarárin sem fylgdu á eftir. +Sagan snýst í kringum svona mikilvæga punkta og hraðar eða tefur fyrir óstöðvandi framgöngu lýðræðisins. +Bandaríkjamenn standa frammi fyrir nokkrum slíkum mikilvægum punktum nú. +Hvað gerum við ef hr. Trump rekur Rod Rosenstein ríkissaksóknara, manninn sem ræður örlögum rannsóknar hr. Muellers? +Rosenstein hefur verið í slæmri stöðu frá því að þetta blað sagði frá því að í fyrra hefði hann lagt til að gera leynilegar upptökur af forsetanum og ræddi hvort hann væri óhæfur í embætti. +Hr. Rosenstein segir að fréttin frá Times sé ekki rétt. +„Hvernig munum við bregðast við ef hinn nýumbeðna rannsókn FBI á Brett Kavanaugh er ekki ítarleg eða sanngjörn, eða ef hann er staðfestur í sæti hæstaréttardómara þrátt fyrir trúlegar ásakanir um kynferðislegt áreiti og óheiðarlegan vitnisburð? +Og umfram allt, munum við kjósa þing á miðtímabilinu sem mun láta hr. Trump axla ábyrgð? +Ef við föllum á þessum prófum, mun lýðræðið þurfa að þreyja langan vetur. +En ég tel að við munum ekki falla, vegna lexíunnar sem ég lærði í Prag. +Móðir mín var gyðingur frá Tékkóslóvakíu og var send til Auschwitz af sömu nasistastjórn og sat áður í sendiherrabústað mínum. +Hún lifði af, fluttist til Bandaríkjanna og 60 árum síðar sendi hún mig til að kveikja á Sabbath kertum á borðinu með hakakrossinn. +Með slíka arfleifð, hvernig get ég annað en horft jákvæðum augum til framtíðar okkar?“ +Norman Eisen, félagi í Brookings Institution, er líka formaður samtakanna Citizens for Responsibility and Ethics í Washington og höfundur bókarinnar „The Last Palace: Europe's Turbulent Century in Five Lives and One Legendary House." +Graham Dorrans, liðsmaður Rangers, bjartsýnn fyrir leikinn gegn Rapid Vienna +Rangers taka á móti Rapid Vienna á fimmtudag, vitandi að sigur gegn Austurríkismönnunum mun koma þeim í sterka stöðu til að komast upp úr G-hópi Evrópudeildarinnar. Rangers gerðu glæsilegt jafntefli á Spáni gegn Villarreal fyrr í þessum mánuði. +Meiðsli á hné komu í veg fyrir að miðvörðurinn Graham Dorrans gæti spilað sinn fyrsta leik á leiktíðinni fyrr en í leiknum gegn Villareal sem endaði með 2-2 jafntefli, en hann telur að Rangers geti nýtt sér þau úrslit sem stökkbretti til betri árangurs. +„Það var gott að fá þetta stig fyrir okkur, því að Villarreal er sterkt lið,“ sagði Dorrans, 31 árs. +„Við hófum leikinn í þeirri trú að við gætum náð einhverju og enduðum á því að taka eitt stig. +Kannski hefðum við getað kreist fram sigur í lokin, en á heildina litið var jafntefli líklega sanngjörn úrslit. +Þeir voru líklega betri í fyrri hálfleik og við komum sterkir inn í seinni hálfleik og lékum betur. +Á fimmtudaginn er annað mikilvægt kvöld fyrir Evrópudeildina. +Vonandi getum við náð þremur stigum en það verður erfiður leikur því þeim gekk vel í síðasta leik sínum. En með áhorfendur sem styðja okkur er ég viss um að við þraukum þetta og fáum jákvæð úrslit. +Síðasta ár var erfitt, bæði vegna meiðsla minna og breytinganna sem urðu í klúbbnum sjálfum, en núna ríkir góð tilfinning á staðnum. +Liðið er gott og strákarnir njóta sín, þjálfunin er góð. +Vonandi getum við komist lengra áfram núna, sett síðasta leiktímabil á bak við okkur og náð árangri.“ +Konur missa svefn vegna ótta um að tapa eftirlaunasparnaði +Þó svo að þátttakendur í skoðanakönnuninni hefðu skýra hugmynd um hvernig þeir vildu láta annast sig, ræddu fáir við fjölskyldumeðlimi sína um það. +Um helmingur einstaklinganna í Nationwide könnuninni, sagði að þeir ræddu við maka sína um kostnaðinn við langtímaumönnun. +Aðeins 10 prósent sögðust ræða þetta við börnin sín. +„Fólk vill að fjölskyldumeðlimur annist það, en það tekur ekki réttu skrefin til að eiga þær samræður,“ sagði Holly Snyder, varaforstjóri líftryggingadeildar Nationwide. +Svona á að byrja. +Talaðu við maka þinn og börnin: Þú getur ekki búið fjölskyldu þína undir að veita umönnun ef þú gerir þeim óskir þínar ekki ljósar með góðum fyrirvara. +Ræddu við ráðgjafa þinn og fjölskyldu þína um hvar og hvenær þú færð umönnun, því þessir valkostir geta breytt miklu hvað kostnað varðar. +Fáðu fjármálaráðgjafa þinn með í málið: Ráðgjafi þinn getur líka aðstoðað þig við að finna leið til að greiða fyrir þennan kostnað. +Meðal valkosta sem þú hefur til að borga fyrir langtímaumönnun eru hefðbundin líftrygging með langtímaumönnun, blönduð líftrygging sem greiðir út í reiðufé, til að hjálpa við að greiða kostnað, eða sjálfstrygging með þínu eigin fé - svo lengi sem þú átt það. +Undirbúðu öll lagaleg skjöl: Komdu í veg fyrir lagalegan ágreining fyrirfram. +Fáðu ábyrgðarmann fyrir heilbrigðisumönnun þína svo að þú getir tilnefnt einhvern sem þú treystir til að hafa umsjón með heilbrigðisumönnun þinni og tryggir að heilbrigðisstarfsfólk fari að óskum þínum ef þú getur ekki sagt þær beint út sjálf(ur). +Íhugaðu einnig að fá prókúruhafa fyrir fjármál þín. +Þú myndir velja einhvern sem þú treystir til að gera fjárhagslegar ákvarðanir fyrir þína hönd og sér um að reikningar þínir séu greiddir ef þú getur ekki gert það sjálf(ur). +Ekki gleyma smáatriðunum: Ímyndaðu þér að aldraður faðir þín eða móðir lendi í neyðartilviki og sé á leið á sjúkrahús. +Gætir þú svarað spurningum um lyf og ofnæmi? +Gefðu þær upplýsingar nákvæmlega upp í skriflegri áætlun svo að þú sért tilbúin(n). +„Það snýst ekki bara um fjármálin, heldur líka hverjir læknarnir eru,“ sagði Martin. +„Hver eru lyfin? +Hver mun gæta hundsins? +Vertu með þá áætlun tilbúna.“ +Maður skotinn margsinnis með loftbyssu í Ilfracombe +Maður var skotinn margsinnis með loftbyssu er hann var á leið heim fótgangandi eftir að hafa verið úti að skemmta sér. +Fórnarlambið er maður á fimmtugsaldri og var á Oxford Grove svæðinu í Ilfracombe, Devon, þegar hann var skotinn í brjóstkassann, kviðarholið og höndina. +Fulltrúar lýsa skotárásinni, sem varð um klukkan 02.30 að breskum staðartíma, sem „árás af handahófi.“ +Fórnarlambið sá ekki árásarmann sinn. +Maðurinn særðist ekki lífshættulega og lögregla hefur kallað eftir vitnum. +Jarðskjálftar og flóðbylgjur í Indónesíu +Að minnsta kosti 384 létu lífið eftir öflugan jarðskjálfta og flóðbylgju í indónesísku borginni Palu á föstudag, sögðu fulltrúar, og búist er við að tala látinna muni hækka. +Þar sem öll samskipti liggja niðri hafa hjálparstarfsmenn ekki getað veitt neinar upplýsingar frá Donggala sýslu, sem er svæði norður af Palu og liggur nær miðju jarðskjálftans, sem var 7,5 á Richter. +Yfir 16.000 manns voru látin yfirgefa heimili sín í Palu eftir að ógæfan reið yfir. +Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um Palu og Donggala, á eyjunni Sulawesi: +Palu er höfuðborg Mið-Sulawesi héraðsins og er staðsett fyrir botni þröngs flóa á vesturströnd eyjunnar Sulawesi. Áætlaður fjöldi íbúa var 379.800 árið 2017. +Borgin var að halda upp á 40 ára afmæli sitt þegar jarðskjálftinn og flóðbylgjan skullu á. +Donggala er sýsla sem nær yfir meira en 380 km af strandlínu í norðvesturhluta eyjunnar Sulawesi. +Sýslan, sem er stjórnsvæði undir héraði, var með áætlaðan íbúafjölda upp á 299.200 árið 2017. +Fiskveiðar og landbúnaður eru helstu atvinnugreinarnar í Mið-Sulawesi héraðinu, sérstaklega á strandsvæði Donggala. +Nikkelnámur eru líka mikilvægar í héraðinu en þær eru flestar í Morowali, sem er á ströndinni andspænis Sulawesi. +Flóðbylgjur hafa skollið á Palu og Donggala nokkrum sinnum síðastliðna öld, samkvæmt hamfarastofnun Indónesíu. +Árið 1938 dóu yfir 200 manns þegar flóðbylgja skall á og hundruð húsa í Donggala eyðilögðust. +Einnig skall flóðbylgja á vesturhluta Donggala árið 1996, þar sem níu létust. +Indónesía situr á hinum virka eldhring Kyrrahafsins og þar eru jarðskjálftar reglulegir. +Hér eru helstu jarðskjálftar og flóðbylgjur síðustu ára: +2004: Stór jarðskjálfti á vesturströnd Aceh-héraðsins í norðurhluta Súmötru reið yfir þann 26. desember og kom af stað flóðbylgju sem skall á 14 löndum og drap 226.000 manns víðsvegar á strandlínu Indlandshafs, þar af var rúmlega helmingur þeirra í Aceh. +2005: Röð sterkra skjálfta gengu yfir vesturströnd Súmötru seint í mars og snemma í apríl. +Hundruð láta lífið á Nias eyju, út frá strönd Súmötru. +2006: Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir suðurhluta Jövu, fjölmennustu eyju Indónesíu og olli flóðbylgju sem skall á suðurströndinni og drap næstum því 700 manns. +2009: Jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir nálægt borginni Padang, sem er höfuðborg héraðs í vesturhluta Súmötru. +Yfir 1.100 manns létu lífið. +2010: Jarðskjálfti upp á 7,5 á Richter reið yfir eina af Mentawai eyjunum, nálægt Súmötru, og vakti upp allt að 10 metra háar flóðbylgjur sem eyðilagði fjölda þorpa og drap í kringum 300 manns. +2016: Grunnur jarðskjálfti reið yfir Pidie Jaya sýsluna í Aceh og olli eyðileggingu og ofsahræðslu er fólk minntist eyðileggingarinnar í hinum banvænu jarðskjálftum og flóðbylgju árið 2004. +Engin flóðbylgja myndaðist í þetta skipti, en yfir 100 létu lífið er byggingar hrundu. +2018: Stórir skjálftar ríða yfir ferðamannaeyjuna Lombok í Indónesíu og yfir 500 manns létu lífið, aðallega á norðurhluta eyjunnar. +Jarðskjálftinn eyðilagði hundruð bygginga og þúsundir ferðamanna voru fastir tímabundið á eyjunni. +Elsti sonur Söruh Palin handtekinn vegna ákæru um heimilisofbeldi +Track Palin, elsti sonur Söruh Palin, fyrrum ríkisstjóra Alaska og forsetaframbjóðanda, hefur verið handtekinn vegna ákæru um líkamsárás. +Palin, sem er 29 ára og frá Wasilla í Alaska, var handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi, fyrir að reyna að hindra tilkynningu um heimilisofbeldi og streitast á móti handtöku, samkvæmt skýrslu frá ríkislögreglunni í Alaska, sem var birt á laugardag. +Samkvæmt skýrslu lögreglunnar tók Palin símann af vinkonu sinni þegar hún reyndi að hringja í lögregluna til að tilkynna um meint afbrot. +Palin er haldið í Mat-Su stöðinni þar sem hann bíður áheyrnar fyrir dómi, og honum er haldið gegn 500 dala tryggingu, samkvæmt frétt frá KTUU. +Hann mætti fyrir dóm á laugardag, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri „ekki sekur, pottþétt“ þegar hann var beðinn um að lýsa yfir sekt eða sakleysi, samkvæmt fréttastöðinni. +Palin er ákærður fyrir þrjú afbrot í flokki A, sem þýðir að hann gæti verið dæmdur í fangelsi í allt að eitt ár og þurft að greiða 250.000 dala sekt. +Einnig hefur hann verið ákærður fyrir afbrot í flokki B, sem er refsivert með einum degi í fangelsi og 2000 dala sekt. +Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Palin hefur verið ákærður. +Í desember árið 2017, var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á föður sinn, Todd Palin. +Móðir hans, Sarah Palin hringdi í lögreglu til að tilkynna um meintu árásina. +Málið er nú í meðferð fyrir uppgjafaherréttinum í Alaska. +Í janúar árið 2016 var hann ákærður fyrir heimilisofbeldi, fyrir að hindra tilkynningu um heimilisofbeldi og fyrir að bera vopn undir áhrifum áfengis í tengslum við atvikið. +Kærastan hans hefur haldið því fram að hann hafi kýlt hana í andlitið. +Sarah Palin var gagnrýnd af hópum uppgjafarhermanna árið 2016 eftir að hún kenndi áfallastreituröskun um ofbeldisfulla hegðun sonar síns, eftir herþjónustu hans í Írak. +Jarðskjálfti og flóðbylgja í Indónesíu: hundruð látnir +Að minnsta kosti 384 manns létu lífið eftir að jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyjuna Sulawesi á föstudag. +Jarðskjálftinn, sem var 7,5 á Richter, kom af stað flóðbylgju og hefur eyðilagt þúsundir heimila. +Rafmagns- og samskiptakerfi liggja niðri og búist er við að tala látinna fari hækkandi á næstu dögum. +Jarðskjálftinn varð rétt hjá miðri Sulawesi-eyju sem liggur norðaustur frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu. +Myndbönd sem sýna þegar atvikið varð ganga nú um á samfélagsmiðlum. +Hundruð manns höfðu safnast saman á strandhátíð í borginni Palu þegar flóðbylgjan skall á ströndinni. +Saksóknarar sækjast eftir sjaldgæfri dauðarefsingu fyrir grunaðan hryðjuverkaárásarmann í New York borg +Saksóknarar í New York vilja dauðarefsingu yfir Sayfullo Saipov, sem er grunaður um að hafa tekið þátt í hryðjuverkaárás í New York borg, sem varð átta manns að bana. Þetta er sjaldgæf refsing sem hefur ekki verið notuð í fylkinu fyrir brot gegn alríkislögum frá því árið 1953. +Saipov, 30 ára, er talinn hafa tekið Home Depot vörubíl á leigu til að ráðast á fólk á hjólastíg meðfram götunni West Side Highway í neðri hluta Manhattan. Hann ók þar niður gangandi og hjólandi vegfarendur í október. +Til að réttlæta dauðarefsinguna verða saksóknararnir að sanna að Saipov hafi drepið fórnarlömbin átta „viljandi“ og valdið alvarlegum líkamsáverkum „viljandi“, samkvæmt viljayfirlýsingunni um að beita dauðarefsingu, sem var skrásett í suðurhéraðsdómnum í New York. +Báðir þessir ákæruliðir geta leitt til mögulegrar dauðarefsingar, samkvæmt réttarskjalinu. +Mörgum vikum eftir árásina ákærði alríkisdómur Saipov í 22 liðum, þar á meðal átta ákærur vegna morðs í glæpsamlegum tilgangi, sem er yfirleitt notað af saksóknurum í ákærum gegn skipulögðum glæpasamtökum. Einnig var Saipov ákærður fyrir ofbeldisglæp og fyrir að eyðileggja bifreið. +Árásin fól í sér „töluverða fyrirhugaða áætlanagerð“ sögðu ákærendur og lýstu verknaði Sapiovs sem „hræðilegum, grimmdarlegum, og siðlausum.“ +„Sayfullo Habibullaevic Saipov varð valdur að líkamsmeiðslum, skaða og missi fyrir fjölskyldur og vini Diego Enrique Angelini, Nicholas Cleves, Ann-Laure Decadt, Darren Drake, Ariel Erlij, Hernan Ferruchi, Hernan Diego Mendoza, og Alejandro Damian Pagnucco,“ segir í viljayfirlýsingunni. +Fimm fórnarlambanna voru ferðamenn frá Argentínu. +Það er áratugur síðan suðurhérað New York tók síðast dauðarefsingarmál til meðferðar. +Hinn ákærði, Khalid Barnes, var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvo eiturlyfjasala en var á endanum dæmdur í lífstíðarfangelsi í september 2009. +Dauðarefsingin var síðast framkvæmd í dómsmáli í New York árið 1953, gegn Julius og Ethel Rosenberg, hjónum sem voru tekin að lífi eftir að hafa verið sakfelld fyrir að stunda njósnir fyrir Sovétríkin í kalda stríðinu tveimur árum áður. +Hjónin voru bæði aflífuð í rafmagnsstólnum hinn 19. júní 1953. +Saipov, sem er fæddur í Úsbekistan, sýndi engin merki um iðrun dagana og mánuðina eftir árásina, samkvæmt réttarskjölum. +Hann sagði við rannsóknarfulltrúa að honum liði vel með það sem hann hafði gert, sagði lögregla. +Saipov sagði yfirvöldum að hann hefði fengið hugmyndina að árásinni eftir að hafa horft á myndbönd frá ISIS í símanum sínum, eftir því sem segir í ákærunni. +Einnig bað hann um að sýna ISIS fánann í sjúkrahúsherberginu sínu, sagði lögregla. +Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu í öllum 22 liðum ákærunnar. +David Patton, einn af opinberum verjendunumSaipovs, sagði að þeir væru „auðvitað vonsviknir“ með ákvörðun ákæruvaldsins. +„Við teljum að ákvörðunin um að biðja um dauðarefsingu í stað þess að samþykkja sektaryfirlýsingu gegn lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn, muni aðeins framlengja áfallið vegna þessa atburðar fyrir alla hlutaðeigandi,“ sagði Patton. +Verjendur Saipov’s höfðu áður beðið saksóknara um að leitast ekki eftir að dauðarefsingu yrði beitt. +Þingmaður íhaldsflokksins segir að NIGEL FARAGE ætti að leiða samningaviðræður vegna Brexit. +Nigel Farage lofaði að „virkja her fólksins“ í dag við mótmæli hjá ráðstefnu íhaldsmanna. +Þessi fyrrum leiðtogi Ukip sagði að stjórnmálamenn yrðu að „finna fyrir þrýstingi“ frá efasemdarmönnum um ESB, á sama tíma og einn af þingmönnum Theresu May lagði til að hann ætti að leiða samningaviðræðurnar við ESB. +Íhaldsmaðurinn Peter Bone sagði við mótmælagönguna í Birmingham að Bretland „væri farið út“ núna ef hr. Farage væri leiðtoginn fyrir Brexit. +En áskorunin sem May stendur frammi fyrir við að sætta djúpan ágreining á milli hennar eigin liðsmanna kom enn betur í ljós er íhaldsmenn, sem vilja vera áfram í ESB, tóku þátt í öðrum mótmælum gegn Brexit í borginni. +Forsætisráðherrann á í erfiðleikum með að halda Chequers áætlun sinni á réttri braut og situr undir gagnrýni frá þeim sem eru hlynntir Brexit, þeim sem eru andvígir, og ESB. +Bandamenn fullyrtu að hún muni berjast áfram við að ná samkomulagi við Brussel þrátt fyrir andstöðu - og neyða þá sem eru andvígir Brexit og Verkamannaflokkinn til að velja á milli áætlunar hennar og „óreiðu“. +Hr. Bone sagði við Leave Means Leave mótmælagönguna í Solihull að hann vildi „losna við Chequers áætlunina“. +Hann lagði til að hr. Farage hefði átt að fá að taka þátt og axla ábyrgð á samningaviðræðum við Brussel. +„Ef hann væri við stjórnvölinn, þá værum við farin út núna,“ sagði hann. +Þingmaðurinn frá Wellingborough bætti við: „Ég mun styðja Brexit en við verðum að losna við Chequers áætlunina.“ +Hann útskýrði andstöðu sína við ESB og sagði: „Við börðumst ekki í heimsstyrjöldum til að þjóna öðrum. +Við viljum skrifa okkar eigin lög í okkar eigin landi.“ +Hr. Bone vísaði frá vísbendingum um að álit almennings hefði breytt frá kosningunum árið 2016: „Sú hugmynd að breskur almenningur hafi skipt um skoðun og vilji vera um kyrrt er algerlega ósönn.“ +Andrea Jenkyns, íhaldsamur stuðningsmaður Brexit var líka í mótmælagöngunni og sagði við fréttamenn: „Ég vil einfaldlega segja: Forsætisráðherra, hlustaðu á fólkið. +Chequers áætlunin er óvinsæl á meðal almennings og andstaðan mun ekki kjósa með henni. Hún nýtur óvinsælda meðal flokksmanna okkar og aðgerðasinna sem eru á götum úti og kjósa okkur. +Gerðu það, hættu við Chequers áætlunina og byrjaðu að hlusta.“ +Í beinskeyttum skilaboðum til May bætti hún við: „Forsætisráðherrar halda starfinu þegar þeir standa við loforð sín.“ +Hr. Farage sagði að stjórnmálamennirnir yrðu að fá að „finna fyrir þrýstingi“ ef þeir ætluðu að svíkjast undan ákvörðuninni sem var tekin í kjölfar atkvæðagreiðslunnar árið 2016. +„Þetta snýst núna um traust á milli okkar - fólksins - og stjórnmálaflokks okkar,“ sagði hann. +„Þeir vilja reyna að svíkja Brexit og við erum hér saman komin í dag til að segja við þá „við látum ykkur ekki komast upp með þetta“.“ +Hann bætti við í skilaboðum sínum til mannfjöldans: „Ég vil að þið látið stjórnmálaflokk ykkar, sem er við það að svíkjast undan Brexit, finna fyrir þrýstingi. +Við virkjum her almennings í þessu landi sem veitti okkur sigur í Brexit og við munum aldrei hvílast fyrr en við erum orðin að sjálfstæðu, sjálfstjórnandi, stoltu Stóra-Bretlandi.“ +Á sama tíma héldu stuðningsmenn ESB mótmælagöngu í Birmingham sem lauk með tveggja tíma mótmælafundi í miðborginni. +Lítill hópur aðgerðasinna veifaði fánum íhaldsmanna gegn Brexit eftir að hópurinn var settur á fót um helgina. +Adonis lávarður, úr Verkamannaflokknum, gerði grín að íhaldsmönnum vegna öryggisvandamála sem komu upp í símaforriti flokksins þegar ráðstefnan var opnuð. +„Þetta er fólkið sem segir okkur að það geti haft öll tölvukerfi í lagi og alla tækni fyrir Canada plus plus, fyrir landamæri án hindrana, fyrir frjáls viðskipti við Írland án landamæra,“ bætti hann við. +„Þetta er algert hneyksli. +Það er ekkert til sem má kalla gott Brexit,“ sagði hann. +Warren ætlar að „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til forsetaembættisins. +Elizabeth Warren, bandarískur öldungadeildarþingmaður, segist ætla að „íhuga alvarlega framboð til forsetaembættisins“ eftir kosningarnar í nóvember. +Í frétt frá Boston Globe segir að demókratinn frá Massachusetts hafi rætt um framtíð sína á borgarafundi í vesturhluta Massachusetts á laugardag. +Warren, sem hefur ósjaldan gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta, býður sig fram til endurkosninga í nóvember á móti repúblikananum Geoff Diehl, sem var meðstjórnandi í kosningaherferð Trumps árið 2016 í Massachusetts. +Hún hefur verið miðpunktur vangaveltna um að hún gæti boðið sig fram gegn Trump árið 2020. +Fundurinn í Holyoke síðdegis á laugardag var hennar 36. fundur í formi borgarafundar með íbúum í kjördæmi hennar, frá því að Trump tók við embætti. +Einn viðstaddra á fundinum spurði hana hvort hún hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. +Warren svaraði að það væri tími til að „konur fari til Washington og lagi ríkisstjórnina okkar, og þá þarf einnig konu sem leiðtoga.“ +Handtaka eftir banvæna skotárás á Sims frá LSU +Lögreglan í Baton Rouge í Louisiana tilkynnti á laugardag að hún hefði handtekið einn grunaðan í máli LSU körfuboltaleikmannsins Wayde Sims, en hann var skotinn til bana á föstudag. +Lögreglan í Baton Rouge tilkynnti um handtöku á Dyteon Simpson, 20 ára á fréttafundi klukkan 11 um morguninn. +Hún hafði áður birt myndband af skotárásinni á föstudag og beðið um aðstoð við að bera kennsl á mann sem sást á upptökunni. +Sims, 20 ára, var skotinn til bana nálægt háskólasvæði Southern University snemma á föstudag. +„Wayde Sims fékk skotsár í höfuðið og lést af völdum þess,“ sagði Murphy J. Paul, lögreglustjóri, við fjölmiðla á laugardag, samkvæmt frétt frá 247sports. +Wayde kom til varnar vini sínu og var skotinn af Simpson. +Simpson var yfirheyrður og játaði að hafa verið á vettvangi, með vopn í fórum sínum, og viðurkenndi að hafa skotið Wayde Sims. +Simpson var handtekinn vandræðalaust og settur í varðhald hjá lögregludeild austurhluta Baton Rouge. +Sims var tveggja metra hár og ólst upp í Baton Rouge, Hann spilaði í 32 leikjum, þar af 10 í byrjunarliðinu á síðasta leiktímabili og spilaði að meðaltali 17,4 mínútur, skoraði 5,6 stig og náði 2,9 fráköstum í hverjum leik. +Grand Prix í Rússlandi: Lewis Hamilton nálgast heimsmeistaratitilinn eftir að Sebastian Vettel veitir honum sigursætið eftir skipun frá liði þeirra. +Það var greinilegt allt frá því að Valtteri Bottas náði sæti fyrir framan Lewis Hamilton við fyrir ræsingu á laugardag, að skipanir frá liði Mercedes myndu leika stóran part í keppninni. +Bottas fékk góða byrjun í ræsingu og skildi Hamilton næstum því eftir er hann varði stöðu sína í fyrstu tveimur beygjunum og bauð Vettel að berjast gegn liðsfélaga sínum. +Vettel fór fyrstur í gryfjuna og lét Hamilton um að keyra inn í umferðina við enda hópsins, en það hefði átt að geta ráðið úrslitum. +Mercedes-bíllinn fór í gryfjuna einum hring síðar og kom út á eftir Vettel, en Hamilton komst fram úr eftir naum átök þar sem ökumaður Ferrari neyddist til að láta eftir innri hliðina eftir að hafa átt á hættu að verða eftir, eftir varnartilraunir í þriðju beygjunni. +Max Verstappen byrjaði aftarlega í hópnum og var í sjöunda sæti við lok fyrsta hringsins, á 21 árs afmælisdegi hans. +Hann leiddi síðan meirihluta keppninnar er hann frestaði þess að skipta um dekk til að reyna að klára fljótt og fara fram úr Kimi Raikkonen og ná fjórða sæti. +Hann fór að lokum í gryfjuna í 44. hring en gat ekki aukið hraðann í hringjunum átta sem eftir voru, og Raikkonen tók fjórða sæti. +þetta er erfiður dagur því að Valtteri stóð sig glæsilega alla helgina og var sannur herramaður að hleypa mér framúr. +Liðið hefur staðið sig stórkostlega til að ná þessum árangri,“ sagði Hamilton. +Þetta var virkilega slæm líkamstjáning +Donald Trump, Bandaríkjaforseti gerði grín að öldungadeildarþingmanninum Dianne Feinstein á fundi á laugardag, vegna fullyrðinga hennar um að hún hafi ekki lekið bréfinu frá Christine Blasey Ford, með ásökun á hendur Brett Kavanaugh, tilnefnds hæstaréttardómara, um kynferðislegt áreiti. +Forsetinn talaði á fundi í Vestur-Virginíu, en ræddi ekki beint vitnisburðinn frá Ford fyrir úrskurðarnefnd öldungadeildarinnar. Í staðinn sagði hann að það sem gengi á í öldungadeildarþinginu sýndi að fólk væri „vont og grimmt og ósannsögult.“ +„Það eina sem gæti gerst og það dásamlega sem hefur verið í gangi síðustu daga í öldungadeildinni, þegar maður sér reiðina, þegar maður sér fólk sem er reitt og vont og grimmt og ósannsögult,“ sagði hann. +„Þegar maður sér birtingarnar og lekana og síðan segja þau „ó, ég gerði það ekki. +Ég gerði það ekki.“ +Munið þið? +Dianne Feinstein, lakst þú þessu? +Munið þið eftir svari hennar... lakst þú skjalinu - „ó, ha, hvað? +Ó, nei. +Ég lak því ekki.“ +Bíðið nú aðeins hæg. +Lákum við... Nei, við lákum því ekki,“ sagði hann og hermdi eftir öldungadeildarþingmanninum. +Bréfið var sent til Feinstein í júlí, þar sem fram komu ásakanirnar frá Ford gegn Kavanaugh, og því var lekið snemma í september. Feinstein neitaði því að lekinn hefði komið frá skrifstofu hennar. +„Ég faldi ekki ásakanir dr. Ford, ég lak ekki sögu hennar,“ sagði Feinstein við nefndina, samkv��mt frétt frá The Hill. +„Hún bað mig um að geyma það í trúnaði og ég gerði eins og hún bað mig um.“ +En afneitun hennar virtist ekki fara vel ofan í forsetann, sem sagði á fundinum á laugardaginn: „Ég skal segja ykkur það, þetta var virkilega slæm líkamstjáning. +Kannski lak hún engu, en þetta var versta líkamstjáning sem ég hef nokkru sinni séð.“ +Forsetinn hélt áfram vörn sinni fyrir Brett Kavanaugh, sem hefur verið ásakaður um kynferðislegt áreiti af þremur konum, og ýjaði að því að demókratar væru að notfæra sér ásakanirnar sér í hag. +„Þeir eru ákveðnir í að ná aftur völdum, sama hvaða aðferðum þarf að beita. +Þið sjáið grimmdina, vonskuna, þeim er sama hverja þeir særa, hverja þeir þurfa að valta yfir til að ná völdum og stjórn,“ sagði forsetinn, samkvæmt frétt frá Mediaite. +Elite League deildin: Dundee Stars 5-3 Belfast Giants +Patrick Dwyer skoraði tvö mörk fyrir Giants gegn Dundee +Dundee Stars bættu fyrir tap sitt á föstudag í Elite League deildinni gegn Belfast Giants, með því að sigra í næsta leik á eftir, 5-3 í Dundee á laugardag. +Giants fengu snemma tveggja marka forskot eftir mörk frá Patrick Dwyer og Francis Beauvillier. +Mike Sullivan og Jordan Cownie jöfnuðu fyrir heimamenn en Dwyer kom Giants síðan aftur yfir. +Francois Bouchard jafnaði fyrir Dundee og tvö mörk frá Lukas Lundvald Nielsen tryggðu síðan sigur þeirra. +Þetta var þriðji tapleikurinn á leiktímabilinu fyrir lið Adam Keefe í Elite League deildinni, en það hafði unnið Dundee 2-1 í Belfast á föstudagskvöld. +Þetta var fjórði leikurinn á milli liðanna á leiktímabilinu, og Giants höfðu unnið leikina þrjá á undan. +Dwyer skoraði fyrsta markið á fjórðu mínútu er klukkan sýndi 3.35, eftir stoðsendingu frá Kendall McFaull. David Rutherford kom síðan með stoðsendingu þegar Beauvillier tvöfaldaði forskotið fjórum mínútum síðar. +Það var síðan mikið um að vera á fyrstu mínútunum og Sullivan kom heimamönnum aftur í leikinn þegar klukkan sýndi 13.10 og Cownie jafnaði síðan eftir stoðsendingu frá Matt Marquardt á fimmtándu mínútu. +Dwyer sá til þess að koma Giants yfir fyrir hálfleik þegar hann skoraði annað mark sitt í leiknum við lok fyrsta leikþriðjungs. +Heimaliðið tók sig saman og Bouchard jafnaði aftur eftir mark þegar þeir voru einum manni yfir á 27. mínútu annars leikþriðjungs. +Cownie og Charles Corcoran unnu saman og hjálpuðu Nielsen að koma Dundee yfir í fyrsta skipti í leiknum seint í öðrum leikþriðjungi og hann tryggði liði sínu sigur með fimmta markinu þegar helmingur síðasta leikþriðjungs var liðinn. +Giants, sem hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum, taka á móti Milton Keynes í næsta leik sínum á föstudag. +Flugumferðarstjóri lætur lífið til að tryggja að hundruð farþega í flugvél sleppi undan jarðskjálfta +Flugumferðarstjóri í Indónesíu hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann lét lífið við að tryggja að flugvél með hundruðum farþega gæti tekið á loft heilu og höldnu. +Yfir 800 manns hafa látið lífið og margra er saknað eftir að stór jarðskjálfti reið yfir eyjuna Sulawesi á föstudag og kom af stað fljóðbylgju í kjölfarið. +Stórir eftirskjálftar halda áfram að hrjá svæðið og margir eru fastir undir rústum í borginni Palu. +Hinn 21 árs gamli Anthonius Gunawan Agung neitaði að fara, þrátt fyrir að samstarfsfélagar hans hefðu flúið stjórnturninn sem sveiflaðist ofsalega við Mutiara Sis Al Jufri flugvöllinn í Palu. +Hann var um kyrrt til að tryggja að Batik Air flugvélin númer 6321, sem var á flugbrautinni þegar jarðskjálftinn reið yfir, gæti örugglega tekist á loft. +Hann stökk síðan úr stjórnturninum þegar hann hélt að hann væri að hrynja. +Hann lést síðar á sjúkrahúsi. +Yohannes Sirait, talsmaður Air Navigation Indonesia, sagði að ákvörðun hans hafi mögulega bjargað hundruðum mannslífa, samkvæmt frétt frá ABC News í Ástralíu. +Við undirbjuggum þyrlu frá Balikpapan í Kalimantan til að flytja hann á stærra sjúkrahús í annarri borg. +Því miður lést hann í morgun áður en þyrlan náði til Palu. +„Við erum afar sorgmædd að frétta þetta,“ bætti hann við. +Yfirvöld óttast að tala látinna gæti farið yfir þúsund, er hamfarastofnun landsins segir að aðgangur sé takmarkaður til bæjanna Donggala, Sigi og Boutong. +„Talið er að fjöldi látinna fari enn hækkandi því að mörg lík eru enn undir rústum og ekki er hægt að ná til þeirra,“ sagði Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður stofnunarinnar. +Allt að sex metra háar öldur hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu í Palu, en þar verður haldinn fjöldajarðarför á sunnudag. +Herinn og farþegaflugvélar vinna að því að koma með hjálpargögn og birgðir. +Risa Kusuma, 35 ára gömul móðir, sagði í viðtali við Sky News: „Á hverri mínútu kemur sjúkrabíll með lík. +Það er lítið um hreint vatn. +Smámarkaðirnir hafa alls staðar verið rændir.“ +Jan Gelfand, yfirmaður alþjóðlega Rauða krossins í Indónesíu, sagði í viðtali við CNN: „Indónesíski Rauði krossinn keppist við að finna eftirlifendur en við vitum ekki hvað þeir munu finna þar. +Þetta er nú þegar harmleikur, en gæti farið versnandi.“ +Joko Widodo, forseti Indónesíu, kom til Palu á sunnudag og sagði við her landsins: „Ég bið ykkur öll um að vinna dag og nótt til að ljúka við öll verkefni sem tengjast brottflutningnum. +Eruð þið tilbúin?“ sagði í frétt frá CNN. +Fyrr á þessu ári riðu jarðskjálftar yfir Lombok í Indónesíu þar sem yfir 550 manns létust. +Flugslys í Míkrónesíu: Air Niugini segir nú að eins sé saknað eftir að flugvél hrapaði ofan í lón +Flugfélagið, sem átti flugvél sem hrapaði ofan í lón í Míkrónesíu, segir nú að eins manns sé saknað, eftir að hafa áður sagt að allir 47 farþegar og áhöfn hefðu bjargast úr sökkvandi flugvélinni. +Air Niugini sagði í tilkynningu að frá og með síðdegis á laugardaginn vissi það ekki um afdrif eins karlkyns farþega. +Flugfélagið sagðist vinna með yfirvöldum staðarins, sjúkrahúsum og rannsóknaraðilum til að reyna að finna manninn. +Flugfélagið svaraði ekki strax spurningum um nánari upplýsingar um farþegann, svo sem aldur hans eða þjóðerni. +Bátar á svæðinu hjálpuðu við að bjarga hinum farþegunum og áhöfninni eftir að flugvélin hrapaði ofan í vatnið þegar hún reyndi að lenda á flugvellinum á Chuuk-eyju. +Fulltrúar sögðu á föstudag að sjö manns hefðu verið fluttir á sjúkrahús. +Flugfélagið sagði að sex farþegar væru enn á sjúkrahúsi á laugardag og að ástand þeirra allra væri stöðugt. +Það er enn óljóst hvað olli slysinu og hver nákvæm röð atvikanna var. +Flugfélagið og sjóher Bandaríkjanna sögðu bæði að flugvélin hefði lent í lóninu skammt á undan flugbrautinni. +Sum vitni héldu að flugvélin hefði farið of langt yfir flugbrautina. +Bill Jaynes, bandarískur farþegi, sagði að aðflug flugvélarinnar hefði verið afar lágt. +„Það var virkilega gott,“ sagði Jaynes. +Jaynes sagði að hann og aðrir gátu vaðið mittisdjúpt vatnið og komist að neyðarútgöngum í sökkvandi flugvélinni. +Hann sagði að flugliðarnir hefðu verið hræddir og hrópandi og að hann hefði fengið lítils háttar höfuðáverka. +Sjóher Bandaríkjanna sagði að sjómenn, sem voru við vinnu skammt frá við að gera upp bryggju, hjálpuðu líka við björgunina með því að nota uppblásinn bát til að ferja fólk í land, áður en flugvélin sökk í um það bil 30 metra djúpu vatni. +Gögn frá Flugöryggisstofnuninni sýna að 111 manns hafa látist í flugslysum PNG-skráðra flugvélaga síðastliðna tvo áratugi, en ekkert þeirra tengdist Air Niugini. +Sérfræðingur lýsir tímalínu kvöldsins sem kona var brennd lifandi +Saksóknarar luku máli sínu á laugardag í endurupptöku máls gegn manni sem er sakaður um að hafa brennt konu frá Mississippi lifandi árið 2014. +Paul Rowlett, sérfræðingur frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, var í réttarsalnum í marga klukkutíma sem sérfræðivitni á sviði upplýsingagreiningar. +Hann lýsti því fyrir kviðdómnum hvernig hann notaði farsímaskrár til að púsla saman ferðum hins ákærða, 29 ára gamla Quinton Tellis, og 19 ára fórnarlambsins, Jessicu Chambers, kvöldið sem hún lést. +Rowlett sagðist hafa fengið staðsetningargögn frá nokkrum farsímum sem sýndu að Tellis var með Chambers kvöldið sem hún dó, þvert á fyrri fullyrðingar hans, samkvæmt frétt frá The Clarion Ledger. +Þegar gögn sýndu að farsíminn hans var hjá Chamber á sama tíma og hann sagðist hafa verið hjá vini sínum, Michael Sanford, fór lögregla til Sanford til að tala við hann. +Sanford bar vitni á laugardag og sagðist ekki hafa verið í bænum þann daginn. +Þegar saksóknarar spurðu hvort að Tellis væri að segja satt þegar hann sagðist hafa verið í bíl Sanfords það kvöld, sagði Sanford að það væri „lygi, því að bíllinn minn var í Nashville.“ +Annað ósamræmi var að Tellis sagðist hafa þekkt Chambers í um tvær vikur áður en hún lést. +Farsímagögn sýndu að þau höfðu bara þekkst í eina viku. +Rowlett sagði að einhvern tímann eftir andlát Chambers hefði Tellis eytt textaskilaboðum, símhringingum og tengiliðaupplýsingum hennar úr símanum sínum. +„Hann eyddi henni úr lífi sínu,“ sagði Hale. +Áætlað er að verjendur flytji lokaræðu sína á sunnudag. +Dómarinn sagðist búast við því að málið verði lagt fyrir kviðdóm seinna sama dag. +The High Breed: Hvað er meðvitað hipp hopp? +Hipp hopp þríeyki vill berjast gegn neikvæðu áliti gagnvart tónlistartegundinni með því að fylla tónlist sína af jákvæðum skilaboðum. +The High Breed, frá Bristol, heldur því fram að hipp hopp hafi fjarlægst uppruna sinn þar sem það innihélt pólitísk skilaboð og fjallaði um samfélagsmál. +Þeir vilja leita upprunans aftur og gera meðvitað hipp hopp vinsælt á ný. +Listamenn á borð við The Fugees og Common hafa séð nýlega uppsveiflu í Bretlandi í gegnum listamenn eins og Akala og Lowkey. +Önnur svört manneskja?! +Fóstra í New York lögsækir hjón vegna brottreksturs eftir „fordómafull“ textaskilaboð +Fóstra í New York lögsækir hjón vegna ólögmæts brottrekstur eftir að hún fékk óvart textaskilaboð frá móðurinni þar sem hún kvartaði yfir því að hún væri „önnur svört manneskja.“ +Parið neitar því að vera fordómafullt og líkir lögsókninni við „fjárkúgun.“ +Lynsey Plasco-Flaxman, tveggja barna móðir, lýsti yfir óánægju þegar hún komst að því að nýja fóstran hennar, Giselle Maurice, væri svört er hún mætti til vinnu í fyrsta sinn árið 2016. +„NEEEEEIIIII ÖNNUR SVÖRT MANNESKJA“ skrifaði frú Plasco-Flaxman til eiginmanns síns í textaskilaboðum. +En í staðinn fyrir að senda skilaboðin til mannsins síns, sendi hún þau tvisvar til frk. Maurice. +Eftir að hafa uppgötvað mistök sín, rak „skömmustuleg“ Plasco-Flaxman frk. Maurice og sagði að fyrrverandi fóstra þeirra, sem var þeldökk, hefði staðið sig illa, og að hún hefði búist við að fá filipseyska konu, samkvæmt frétt frá New York Post. +Frk. Maurice var greitt fyrir eina vinnudag sinn og síðan send heim í Uber bíl. +Maurice lögsækir nú hjónin og vill fá bætur vegna brottrekstursins, að upphæð 350 dollarar á dag fyrir sex mánaða starfið sem hún hafði verið upphaflega ráðin til, þó svo að enginn samningur hafi verið undirritaður. +„Mig langaði til að sýna þeim að svona ætti maður ekki að gera,“ sagði hún í viðtali við Post á föstudag og bætti við: „Ég veit að þetta er mismunun.“ +Hjónin hafa mótmælt ásökununum um að þau séu fordómafull og segja að það hafi verið það rétta í málinu að reka Maurice, því þeim fannst þau ekki geta treyst henni eftir að hafa móðgað hana. +„Konan mín sendi henni skilaboð sem hún ætlaði ekki að segja. +Hún er ekki fordómafull. +Við erum ekki fordómafullt fólk,“ sagði eiginmaðurinn Joel Plasco við Post. +„En hver myndi treysta börnunum sínum fyrir einhverjum eftir að hafa sýnt viðkomandi dónaskap, jafnvel þótt það hafi verið óvart? +Nýfæddu barni sínu? +Láttu ekki svona.“ +Plasco líkti lögsókninni við „fjárkúgun,“ og sagði að konan hans væri komin sjö mánuði á leið og væri í „afar erfiðum aðstæðum.“ +„Ætlarðu að ráðast á einhvern í þessu ástandi? +Það er ekki mjög fallega gert,“ sagði Plasco, sem vinnur í fjárfestingageiranum. +Málið er enn fyrir rétti, en almenningur hefur farið hörðum orðum um parið á samfélagsmiðlum og skammað það fyrir hegðun sína og röksemdafærslu. +Útgefendur Paddingtons óttuðust að lesendur ættu erfitt með að líka við talandi björn, segir í nýju bréfi. +Karen Jankel, dóttir Bonds sem fæddist stuttu eftir að bókin var samþykkt, sagði um bréfið: „Það er erfitt að setja sig í fótspor einhvers sem les hana í fyrsta skipti áður en hún var gefin út. +„Það er afar fyndið nú þegar við vitum af gríðarlegri velgengni Paddingtons.“ +Hún sagði að faðir hennar, sem vann sem tökumaður hjá BBC áður en hann fékk innblástur til að skrifa barnabók um lítinn leikfangabjörn, hefði tekið höfnun verka sinna með rólyndri jákvæðni, og bætti við að sextugsafmæli útgáfu bókarinnar væri „ljúfsárt“ eftir andlát hans í fyrra. +Hvað Paddington varðar, sem hún lýsir sem „afar mikilvægum fjölskyldumeðlim,“ bætti hún við að faðir hennar hefði sýnt hljóðlátt stolt yfir velgengni hans að lokum. +„Hann var afar hljóðlátur maður og ekki vanur að monta sig,“ sagði hún. +„En þar sem að Paddington var svo raunverulegur fyrir honum, var þetta næstum því eins og þegar maður á barn sem afrekar eitthvað. Maður er stoltur af því jafnvel þótt maður hafi ekkert gert sjálfur í raun. +Ég held að hann hafi nokkurn veginn litið þannig á velgengni Paddingtons. +Þó svo að Paddington hafi verið sköpunarverk og ímyndun hans, þá gaf hann alltaf Paddington sjálfum heiðurinn.“ +Dóttir mín var að deyja og ég varð að kveðja hana í gegnum símann +Þegar hún lenti hafði dóttir hennar verið flutt til Louis Pasteur 2 sjúkrahússins í Nice, þar sem læknar gerðu allt í sínu valdi til að bjarga lífi hennar, en án árangurs. +„Nad hringdi reglulega og sagði mér að ástandið væri afar slæmt, að ekki væri búist við að hún lifði af,“ sagðifrú Ednan-Laperouse. +„Síðan hringdi Nad í mig og sagði að hún myndi deyja innan næstu tveggja mínútna og að ég yrði að kveðja hana. +Og ég gerði það. +Ég sagði, „Tashi, ég elska þig svo mikið, ástin mín. +Ég verð bráðum með þér. +Ég verð með þér. +Lyfin, sem læknarnir höfðu gefið henni til að halda hjartslættinum uppi, voru smám saman að missa virkni sína og skiljast út úr líkamanum. +Hún hafði dáið stuttu áður og þetta var líkaminn að gefast upp. +Ég varð að sitja þarna og bíða, vitandi að þetta væri allt að gerast. +Ég gat ekki gólað eða öskrað eða grátið, því ég var umkringd fjölskyldu og öðru fólki. +Ég varð að hafa stjórn á mér.“ +Að lokum fór frú Ednan-Laperouse, sem nú syrgði látna dóttur sína, um borð í flugvélina með hinum farþegunum sem vissu ekkert af þeim erfiðleikum sem hún upplifði. +„Enginn vissi neitt,“ sagði hún. +„Ég draup höfði og tárin féllu allan tímann. +Það er erfitt að útskýra það en á meðan á fluginu stóð fann ég fyrir mikilli samúð með Nad. +Að hann þyrfti ást mína og skilning. +Ég vissi hvað hann elskaði hana mikið.“ +Syrgjandi konur hengja upp skilaboð til að koma í veg fyrir sjálfsmorð á brú +Tvær konur, sem áttu ástvini sem frömdu sjálfsmorð, reyna nú að koma í veg fyrir að aðrir taki eigi líf. +Sharon Davis og Kelly Humphreys hafa sett upp skilaboð á brú í Wales, með hvetjandi skilaboðum og símanúmerum sem fólk getur hringt í og fengið aðstoð. +Tyler, sonur frk. Davis var 13 ára þegar hann byrjaði að þjást af þunglyndi og framdi sjálfsmorð þegar hann var 18 ára. +„Ég vil ekki að neinu foreldri líði eins og mér þarf að líða daglega,“ sagði hún. +Frk. Davis er 45 ára og býr í Lydney og sagði að sonur hennar hefði verið farsæll kokkur með smitandi bros. +„Hann var þekktur fyrir bros sitt. +Allir sögðu að bros hans gæti lýst upp hvaða herbergi sem er.“ +Hann hætti að vinna áður en hann lést, því hann var „sokkinn niður í afar myrkan stað.“ +Árið 2014, fann bróðir Tylers, þá 11 ára gamall, bróður sinn látinn eftir að hafa tekið eigið líf. +Frk. Davis sagði: „Ég hef stöðugar áhyggjur af því að það verði eftirköst af því.“ +Frk. Davis bjó til skilaboðin „til að láta fólk vita að það er hægt að fara og tala við aðra, jafnvel vin. +Ekki sitja og segja ekkert - þú þarft að tala við einhvern.“ +Frk. Humphreys, sem hefur verið vinkona frk. Davies í áraraðir, missti Mark, maka sinn til 15 ára, skömmu eftir að móðir hans lést. +„Hann talaði ekkert um að honum liði illa eða væri þunglyndur eða neitt þannig,“ sagði hún. +„Nokkrum dögum fyrir jól tókum við eftir breytingu á skapi hans. +Hann var upp á sitt versta á jóladag - þegar börnin opnuðu gjafirnar sínar horfði hann ekki í augun á þeim eða neitt.“ +Hún sagði að andlát hans væri þeim mikið áfall, en að þau yrðu að vinna sig upp úr því: „Þetta rífur gat á fjölskylduna. +Þetta slítur okkur í sundur. +En við verðum að þrauka áfram og berjast.“ +Ef þú átt í erfiðleikum getur þú hringt í Samaritans án endurgjalds í síma 116 123 (Bretland og Írland), sent tölvupóst til jo@samaritans.org, eða farið á vefsíðu Samaritans hér. +Framtíð Bretts Kavanaughs hangir á bláþræði er FBI hefur rannsókn sína +„Ég hugsaði að ef við gætum fengið eitthvað svipað því sem hann bað um - rannsókn með takmarkaðan tíma og umfang - gætum við kannski náð dálítilli sátt,“ sagði hr. Flake á laugardag og bætti við að hann óttaðist að nefndin væri að „liðast í sundur“ í miðjum ágreiningi á milli flokkanna þar sem allt væri í baklás. +Af hverju vildu hr. Kavanaugh og stuðningsmenn hans úr repúblikanaflokknum ekki að FBI rannsakaði málið? +Tregða þeirra er vegna tímasetningarinnar. +Miðtímabilskosningarnar eru eftir aðeins fimm vikur, hinn 6. nóvember. Ef repúblikönum gengur illa, eins og búist er við, veikir það alvarlega tilraunir þeirra til að fá sinn mann kosinn til að sitja í hæstarétti landsins. +George W. Bush hefur verið að hringja í öldungadeildarþingmenn til að hvetja þá til að styðja hr. Kavanaugh, sem vann fyrir hr. Bush í Hvíta húsinu og hitti Ashley, konuna sína í gegnum hann, en hún var einkaritari hr. Bush. +Hvað gerist eftir að FBI birtir rannsóknarskýrslu sína? +Haldin verður atkvæðagreiðsla á öldungadeildarþinginu, þar sem 51 repúblikani og 49 demókratar sitja eins og er. +Það er enn ekki víst hvort að hr. Kavanaugh geti fengið að minnsta kosti 50 atkvæði á gólfi öldungadeildarinnar, en það myndi gera Mike Pence varaforseta kleift að brjóta upp jafnteflið og staðfesta hann í embætti hæstaréttardómara. +Fjöldi þeirra sem flýja Norður-Kóreu „minnkar“ undir stjórn Kim +Fjöldi þeirra sem flýja Norður-Kóreu og fara til Suður-Kóreu hefur minnkað frá því að Kim Jong-un komst til valda fyrir sjö árum, samkvæmt ��ingmanni frá Suður-Kóreu. +Park Byeong-seug, vitnaði í gögn frá sameiningarráði Suður-Kóreu og sagði að 1127 manns hefðu flúið í fyrra, miðað við 2706 árið 2011. +Hr. Park sagði að strangari landamæravarsla á milli Norður-Kóreu og Kína og hærri gjöld rukkuð af smyglurum með fólk væru lykilþættir. +Pyongyang hefur ekki gefið út neina opinbera yfirlýsingu. +Mikill meirihluti þeirra sem flýja Norður-Kóreu er boðið að fá suður-kóreskan ríkisborgararétt. +Seoul segir að yfir 30.000 íbúar frá Norður-Kóreu hafi farið ólöglega yfir landamærin frá því að Kóreustríðinu lauk áriði 1953. +Flestir flýja til Kína, en það hefur lengstu landamærin sem liggja að Norður-Kóreu, og auðveldara er að fara yfir þau heldur en hið vel varða hlutlausa svæði á milli Norður- og Suður-Kóreu. +Kína lítur á flóttamennina sem ólöglega innflytjendur frekar en flóttamenn og þvingar þá oft til að snúa til baka til heimalandsins. +Samskipti á milli Norður- og Suður-Kóreu, sem eiga enn í stríði, tæknilega séð, hafa batnað umtalsvert síðastliðna mánuði. +Fyrr í þessum mánuði hittust leiðtogar landanna tveggja í Pyongyang fyrir umræður sem snerust aðallega um frestaðar samningaviðræður um kjarnorkuafvopnun. +Þetta var eftir sögulegan fund í júní á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un í Singapúr, þar sem þeir samþykktu í grófum dráttum að vinna saman í átt að kjarnorkulausum Kóreuskaga. +Á laugardaginn kenndi Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu hins vegar bandarískum viðskiptabönnum um skort á framförum síðan þá. +„Án trausts til Bandaríkjanna er engin vissa um öryggi landsins okkar og undir slíkum kringumstæðum er ómögulegt að við tökum einhliða niður kjarnorkuvopn okkar fyrst,“ sagði í Ri í ræðu sinni á allsherjarþingi SÞ í New York. +Nancy Pelosi kallar Brett Kavanaugh „móðursjúkan“ og segir hann óhæfan til að gegna starfi hæstaréttardómara +Nancy Pelosi, leiðtogi minnihlutans á þingi kallaði Brett Kavanaugh, tilnefndan hæstaréttardómara „móðursjúkan“ og sagði hann of skapmikinn til að geta starfað í hæstarétti. +Pelosi lét þessi orð falla í viðtali á laugardag á Texas Tribune hátíðinni í Austin í Texas. +„Ég gat ekki annað en hugsað að ef kona hefði nokkurn tímann látið svona, hefði hún verið kölluð móðursjúk,“ sagði Pelosi um viðbrögð sín við vitnisburði Kavanaugh fyrir úrskurðarnefnd öldungadeildarinnar á fimmtudag. +Kavanaugh afneitaði af mikilli tilfinningu ásökunum um að hann hefði áreitt dr. Christine Blasey Ford kynferðislega þegar þau voru bæði unglingar. +Í opnunarræðu sinni var Kavanaugh afar tilfinningaríkur, og rak stundum nærri því upp hróp og fékk kökk í hálsinn þegar hann ræddi fjölskyldu sína og skólaár sín. +Einnig fordæmdi hann opinberlega demókrata í nefndinni og kallaði ásakanirnar á hendur honum „ógeðslegt og skipulagt mannorðsmorð“ sem hafi verið skipulagt af frjálslyndum mönnum sem voru reiðir yfir því að Hillary Clinton hafi tapað forsetakosningunum árið 2016. +Pelosi sagðist telja að vitnisburður Kavanaughs sannaði að hann gæti ekki starfað við hæstarétt, því hann sýndi að hann sé hlutdrægur gagnvart demókrötum. +„Ég held að þessar fullyrðingar og hvernig hann réðist á Clinton-hjónin og demókrata sýni að hann er vanhæfur til starfsins,“ sagði hún. +Pelosi svaraði ekki þegar hún var spurð hvort hún myndi reyna að fá Kavanaugh rekinn úr starfi ef hann er staðfestur og ef demókratar ná meirihluta á þingi. +„Ég skal segja þetta: ef hann er ekki að segja þinginu eða FBI sannleikann, þá er hann ekki aðeins óhæfur til að vera í hæstarétti, heldur einnig í réttinum sem hann er núna,“ sagði Pelosi. +Kavanaugh gegnir nú starfi dómara við áfrýjunarréttinn í Washington D.C. +Pelosi bætti við að sem demókrati hefði hún áhyggjur af mögulegum ákvörðunum Kavanaughs gegn heilbrigðislöggjöfinni Affordable Care Act eða fóstureyðingalögunum Roe v. Wade, þar sem hann er talinn vera íhaldssamur dómari. +Við yfirheyrsluna sneri Kavanaugh sér undan spurningum um hvort hann myndi umturna ákveðnum ákvörðunum hæstaréttar. +„Þetta er enginn tími fyrir móðursjúka, hlutdræga manneskju að fara í hæstarétt og búast við því að við segjum „mikið er það dásamlegt.““ sagði Pelosi. +Og konur þurfa að notfæra sér það. +Þetta er réttvís orðræða, mánuðir og ár af heift flæða upp úr og hún kemur því ekki frá sér án þess að gráta. +„Við grátum þegar við verðum reiðar,“ sagði frk. Steinem við mig 45 árum síðar. +„Ég held að það sé ekki óalgengt, en þú?“ +Hún hélt áfram, „Ég fékk mikla aðstoð frá konu sem var framkvæmdastjóri einhvers staðar og sagði að hún gréti líka þegar hún reiddist, en hún hafði þróað með sér tækni þannig að þegar hún reiddist og fór að gráta, sagði hún við viðmælanda sinn, „Þú heldur kannski að ég sé döpur af því að ég er að gráta. +Ég er reið.“ +Og síðan hélt hún bara áfram að gráta. +Og mér fannst það vera stórsnjallt.“ +Tár eru leyfileg til að tjá reiði að hluta til vegna þess að þau eru misskilin í grundvallaratriðum. +Ein af mínum skýrustu minningum úr fyrra starfi sem ég gegndi á skrifstofu með karlmenn í meirihluta, þar sem ég fór að gráta af heift sem ég gat ekki tjáð, kom eldri kona og tók í hnakkadrambið á mér. Hún var kuldalegur yfirmaður sem ég hafði alltaf óttast dálítið og hún dró mig inn á stigagang. +„Láttu þá aldrei sjá þig gráta,“ sagði hún við mig. +Þeir vita ekki að þú sért bálreið. +Þeir halda að þú sért döpur og gleðjast yfir því að hafa náð inn á þig.“ +Patricia Schroeder hafði starfað með Gary Hart þegar hann var í forsetaframboði, en hún var þá þingmaður demókrata frá Colorado. +Árið 1987, þegar hr. Hart var gripinn glóðvolgur við framhjáhald um borð í bát að nafni Monkey Business (Apaspil) og dró framboð sitt til baka, taldi frk. Schroeder, full gremju, að það væri engin ástæða fyrir því að hún gæti ekki íhugað að bjóða sig sjálf fram til forseta. +„Þetta var ekki vel úthugsuð ákvörðun,“ sagði hún hlæjandi við mig, 30 árum síðar. +„Það voru þegar sjö aðrir frambjóðendur og það síðasta sem þeir þurftu á að halda var einn til viðbótar. +Einhver gaf þessu nafnið „Mjallhvít og dvergarnir sjö.““ +Þar sem langt var liðið á kosningaherferðina, var hún á eftir hvað varðaði fjáröflun, svo hún hét því að bjóða sig ekki fram nema henni tækist að safna saman 2 milljón dölum. +Það var töpuð barátta. +Hún komst að því að sumir af stuðningsmönnum hennar sem gáfu 1000 dali til karlmanna gáfu henni aðeins 250 dali. +„Halda þeir að ég fái afslátt?“ velti hún fyrir sér. +Þegar hún flutti ræðu sína og tilkynnti að hún myndi ekki bjóða sig formlega fram, var hún svo yfirkomin af tilfinningum - þakklæti til fólksins sem hafði stutt hana, gremju gagnvart kerfinu, sem gerði það svo erfitt að afla fjár og beina sjónum sínum að kjósendum í stað fulltrúa, og reiði út í kynjamismununina - að hún brast í grát. +„Það mætti halda að ég hefði fengið taugaáfall,“ sagði frk. Schroeder er hún minnist þess hvernig fjölmiðlar brugðust við. +„Það mætti halda að Kleenex væri styrktaraðili minn. +Ég man eftir að hafa hugsað, hvað verður skrifað á legsteininn minn? +„Hún grét?““ +Ástæður þess að viðskiptastríð á milli Bandaríkjanna og Kína gæti verið gott fyrir Peking +Fyrstu skotin í viðskiptastríðinu á milli Bandaríkjanna og Kína voru ærandi, og þó svo að stríðinu sé langt í frá lokið, gæti gjá á milli landanna verið hagstæð fyrir Peking til lengri tíma litið, segja sérfræðingar. +Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skaut fyrsta aðvörunarskotinu fyrr í ár með því að leggja skatt á helstu útflutningsvörur Kína, þar á meðal sólarrafhlöður, stál og ál. +Mesta stigmögnunin kom í þessari viku með nýjum tollum sem ná yfir vörur að andvirði 200 milljarða dali (150 milljarðar punda), og skattleggja svo gott sem helming af öllum vörum sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna frá Kína. +Peking hefur svarað í sömu mynt í hvert skipti og lagði nýlega 5 til 10 prósent tolla á bandarískar vörur að andvirði 60 milljarða dala. +Kína hefur heitið því að bregðast við tollalagningu Bandaríkjanna og það er ólíklegt að annað stærsta hagkerfi heims láti undan í bráð. +Til að fá Washington til að hopa þarf að láta undan kröfum, en það væri allt of niðurlægjandi fyrir Xi Jinping, forseta Kína að beygja sig opinberlega undan Bandaríkjunum. +Sérfræðingar segja samt að ef Peking heldur rétt á spilunum gæti þrýstingur frá viðskiptastríðinu við Bandaríkin haft jákvæð áhrif á Kína til lengri tíma litið, með því að draga úr gagnkvæmri þörf beggja hagkerfa fyrir hvort annað. +„Sú staðreynd að fljótfær pólitísk ákvörðun annað hvort í Washington eða Peking gæti leitt til aðstæðna sem leiða til efnahagshruns í öðru hvoru landinu, er í raun mun hættulegri en áhorfendur hafa áður viðurkennt,“ sagði Abigail Grace, rannsakandi sem einbeitir sér aðallega að Asíu hjá New American Security miðstöðinni. +Sýrland „reiðubúið“ undir að flóttamenn snúi aftur, segir utanríkisráðherra +Sýrland segist vera tilbúið undir að flóttamenn snúi viljugir aftur til landsins og leitar eftir aðstoð til að endurbyggja landið, sem er nú í slæmu ástandi eftir sjö ára langt stríð. +Walid al Moualem, utanríkisráðherra talaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og sagði að aðstæður í landinu færu batnandi. +„Í dag er ástandið á jörðu niðri stöðugra og öruggara, þökk sé árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði hann. +Ríkisstjórnin heldur áfram koma á venjulegum aðstæðum með því að byggja upp svæði sem voru gjöreyðilögð af hryðjuverkamönnum. +Allt er nú reiðubúið fyrir að flóttamenn snúi viljugir aftur til landsins sem þeir neyddust til að yfirgefa vegna hryðjuverka og einhliða efnahagslegra ákvarðana sem miðuðu gegn daglegum lífum þeirra og atvinnu. +SÞ áætla að yfir 5,5 milljónir Sýrlendinga hafi flúið landið frá því að stríðið hófst árið 2011. +Sex milljónir til viðbótar, sem búa enn í landinu, þurfa á hjálparaðstoð að halda. +Al-Moualem sagði að sýrlensk yfirvöld myndu gjarnan þiggja aðstoð við að endurbyggja landið. +Hann lagði hins vegar áherslu á að þau myndu ekki samþykkja aðstoð háða skilyrðum eða aðstoð frá löndum sem studdu uppreisnina. +Evrópa vinnur Ryder bikarinn í París +Lið Evrópu hefur unnið Ryder bikarinn 2018 með því að sigra lið Bandaríkjanna með lokaniðurstöðunni 16,5 á móti 10,5 stigum á Le Golf National vellinum fyrir utan París í Frakklandi. +Bandaríkin hafa nú tapað sex sinnum í röð á evrópskri grund og hafa ekki unnið Ryder bikar í Evrópu frá árinu 1993. +Evrópa náði til sín krúnunni á ný þegar liðið, undir forystu danska fyrirliðans Thomas Bjorn, náði þeim 14,5 stigum sem það þurfti til að sigra Bandaríkin. +Bandaríska stjarnan Phil Mickelson, sem átti í erfiðleikum mest alla keppnina, sló upphafshögg sitt ofan í vatnið á 16. holu, sem er par 3, og tapaði leik sínum gegn Francesco Molinari. +Ítalski golfarinn Molinari skein skært í öllum sínum leikjum og varð 1 af 4 leikmönnum til að fá niðurstöðuna 5-0-0, frá því að keppnin byrjaði að nota núverandi snið sitt árið 1979. +Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth tapaði 5&4 gegn Thorbjorn Olesen frá Danmörku, en hann var í neðsta sæti í röðun leikmannanna í evrópska liðinu. +Dustin Johnson, sem er í efsta sæti á listanum yfir bestu golfara heims, tapaði 2 og 1 á móti Ian Poulter frá Englandi sem spilaði mögulega í sinni seinustu keppni um Ryder bikarinn. +Spánverjinn Sergio Garcia, sem hefur spilað átta sinnum um Ryder bikarinn, varð sigursælasti Evrópumaður keppninnar með 25,5 ferilstig. +„Yfirleitt græt ég ekki, en í dag get ég ekki annað. +Þetta hefur verið erfitt ár. +Ég er svo þakklátur Thomasi að hafa valið mig og trúað á mig. +Ég er svo ánægður með að ná bikarnum aftur. +Þetta snýst um liðið, og það var mér ánægja að geta hjálpað,“ sagði tilfinningaríkur Garcia eftir sigur Evrópu. +Hann réttir landa sínum John Rahm kyndilinn, en hann sigraði bandarísku golfgoðsögnina Tiger Woods 2&1 í einliðaleik á sunnudag. +„Ég var ótrúlega stoltur yfir að hafa sigrað Tiger Woods. Ég ólst upp við að fylgjast með honum,“ sagði hinn 23 ára gamli Rahm. +Woods tapaði öllum fjórum leikjum sínum í Frakklandi og er nú skráður með 13-21-3 í keppnum um Ryder bikarinn. +Þetta er undarleg niðurstaða fyrir einn af bestu leikmönnum sögunnar, sem hefur unnið 14 stóra titla og er aðeins í öðru sæti á eftir Jack Nicklaus. +Bandaríska liðið átti erfitt alla helgina með að finna sig á vellinum, fyrir utan Patrick Reed, Justin Thomas og Tony Finau, sem spiluðu góðan leik í gegnum alla keppnina. +Fyrirliði Bandaríkjanna, Jim Furyk, sagði eftir vonbrigði með frammistöðu liðs síns, „Ég er stoltur af þeim, þeir börðust. +Það var í einhvern tíma um morguninn sem við lögðum þrýsting á Evrópu. +Við misstum hann niður. +Ég tek ofan fyrir Thomasi. +Hann er frábær fyrirliði. +Allir 12 leikmenn hans spila mjög vel. +Við komum okkur aftur saman, ég mun vinna með PGA í Bandaríkjunum og nefnd Ryder bikarsins og við höldum áfram. +Ég elska þessa 12 menn og er stoltur af að vera fyrirliði þeirra. +Maður verður að taka ofan. +Þeir spiluðu betur en við.“ +Nýjustu fréttir af þörungablóma: Þéttni minnkar í Pinellas, Manatee og Sarasota +Nýjustu fréttir frá Florida Fish and Wildlife Commission sýnir almenna minnkun á þéttni þörungablóma í hlutum af Tampa Bay svæðinu. +Samkvæmt FWC eru slitnari þörungablómar tilkynntir á ákveðnum svæðum í Pinellas, Manatee, Sarasota Charlotte og Collier sýslum - sem bendir til minnkandi þéttni. +Þörungablóminn nær yfir um það bil 200 kílómetra strandlínu frá norðurhluta Pinellas til suðurhluta Lee-sýslnanna. +Hægt er að finna einstaka blóma um 16 kílómetra frá Hillsborough-sýslu, en á færri stöðum miðað við í síðustu viku. +Einnig hefur verið tilkynnt um þörungablóma í Pasco-sýslu. +Miðlungsmikil þéttni hjá eða í grennd við Pinellas-sýslu var tilkynnt í síðustu viku, lítil til mikil þéttni út fyrir ströndum Hillsborough-sýslu, afar lítil til mikil þéttni í Manatee-sýslu, afar lítil til mikil þéttni í eða við strendur Sarasota-sýslu, afar lítil til miðlungsmikil þéttni í Charlotte-sýslu, afar lítil til mikil þéttni í eða við strendur Lee-sýslu og lítil þéttni í Collier-sýslu. +Enn er tilkynnt um ertingu í öndunarfærum í Pinellas, Manatee, Sarasota, Lee og Collier-sýslum. +Ekki var tilkynnt um ertingu í öndunarfærum í norðvesturhluta Flórída yfir síðustu viku.